Segja byggingu óhentuga

Thorvaldsensstræti 6. Ekki fékkst leyfi til þess að rífa þetta …
Thorvaldsensstræti 6. Ekki fékkst leyfi til þess að rífa þetta hús. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forsvarsmenn Landssímareitsins eru óánægðir með þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja ósk þeirra um að fá að rífa Thorvaldsensstræti 6, sem er nýbygging við Landssímahúsið, reist árið 1997.

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., sem er eigandi Landssímareitsins, segir fullt tilefni fyrir borgina að endurskoða þessa ákvörðun. Byggingin sé óhentug fyrir þá starfsemi sem þar eigi að koma og auk þess hafi athuganir verkfræðinga leitt í ljós að byggingin standist ekki kröfur hvað varðar jarðskjálftaálag.

Þá séu gólfplötur í húsinu svo þunnar að þær uppfylli ekki núgildandi byggingarreglugerðir. „Við erum að skoða stöðuna og vonum að hægt verði að finna lausn á þessu máli,“ segir Davíð í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »