Fer á Sólheima og Dalvík

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Jean Reid við innsetningu forseta …
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Jean Reid við innsetningu forseta í gær. mbl.is/Freyja Gylfa

Fyrsta embættisverk Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands er heimsókn að Sólheimum í Grímsnesi á morgun, miðvikudag.

Forsetinn nýi og Eliza Jean Reid kona hans eru væntanleg að morgninum og skoða staðinn undir leiðsögn. Snæða þau svo hádegisverð með íbúum og eiga því næst samverustund með fólkinu í kirkjunni á Sólheimum.

„Guðni hafði samband og óskaði eftir því að mega heimsækja okkur sem er auðvitað heiður einn,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, forstöðumaður Sólheima.

Síðdegis á föstudag verður forseti Íslands á Dalvík og mun þá um kvöldið flytja svonefnda Vináttukeðjuræðu á Fiskideginum mikla, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »