Mistök að loka herstöðinni

The P-8 Poseidon.
The P-8 Poseidon. Ljósmynd/Bandaríski sjóherinn

Mistök voru gerð af hálfu bandarískra stjórnvalda þegar þau tóku þá ákvörðun fyrir um áratug að loka herstöð Bandaríkjamanna á Miðnesheiði Sérfræðingar í varnarmálum hafa ítrekað viðrað þetta sjónarmið á undanförnum misserum og nú síðast var lagt til að herstöðin yrði aftur tekin í notkun í skýrslu bandarísku hugveitunnar Center for Strategic and International Studies (CSIS).

Herstöðin var fyrst sett á laggirnar árið 1951 en áratug áður höfðu fyrstu bandarísku hermennirnir komið til Íslands á grundvelli samkomulags við íslensk stjórnvöld um að Bandaríkjamenn tækju að sér hervernd landsins á meðan síðari heimsstyrjöldin geisaði. Bretar höfðu hernumið Ísland vorið 1940 af ótta við að Þjóðverjar yrðu annars fyrri til.

Bandaríski herinn yfirgaf Ísland eftir að styrjöldinni lauk en sneri aftur 1951 á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Kalda stríðið var þá hafið og hafði Ísland gengið í Atlantshafsbandalagið (NATO) tveimur árum áður. Herstöðin var reist í kjölfarið. Herstöðinni var lokað 2006 eftir að viðræður um áframhaldandi starfsemi hennar skiluðu ekki árangri.

Mikilvægt að fylgjast með rússneskum kafbátum

Varnarsamningurinn á milli Íslands og Bandaríkjanna hélt hins vegar áfram gildi sínu en gerðar voru ákveðnar breytingar á honum til samræmis við breytt fyrirkomulag. Bandaríkjamenn hétu því sem fyrr að verja Ísland en eftirliti með lofthelgi landsins hefur síðan bæði verið sinnt af þeim og öðrum NATO-ríkjum. Hafa ríkin skipst á að sinna eftirlitinu í nokkra mánuði í senn.

Hlutverk herstöðvarinnar, fyrir utan það að tryggja varnir Íslands, var einkum að fylgjast með umferð rússneskra herflugvéla og herskipa um Norður-Atlantshaf. Ekki síst kafbáta. Sérfræðingar á sviði varnarmála telja að vaxandi þörf sé á slíku eftirliti á ný vegna aukinna umsvifa rússneskra herflugvéla og herskipa á svæðinu á undanförnum árum.

Meðal annars er lögð áhersla á þetta atriði í skýrslu CSIS. Varað er við því að NATO hafi ekki burði eins og staðan er í dag til þess að bregðast með skömmum fyrirvara við vaxandi umferð rússneskra kafbáta um Norður Atlantshafið og Eystrasaltið. Ekki aðeins vegna minni viðbúnaðar en áður hendur einnig skorti á samhæfingu á milli bandalagsþjóðanna og bandalagsins.

Frá lokun herstöðvarinnar 2006.
Frá lokun herstöðvarinnar 2006. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Furðu losnir vegna lokunar herstöðvarinnar

Lagt er meðal annars til í skýrslunni að NATO opni á ný herstöðina á Miðnesheiði sem lið í að efla kafbátavarnir bandalagsins. Tryggja þurfi að réttur búnaður sé fyrir hendi á réttum stöðum þegar hans gerist þörf. Einnig er lagt til að Norðmenn opni á ný herstöð sem rekin var í Olavsvern í Norður-Noregi í þessum tilgangi en herstöðin hefur verið seld einkaaðilum.

Fjallað var um málið af bandaríska dagblaðinu Christian Science Monitor í mars á þessu ári. Þar kom meðal annars fram að sérfræðingar í varnarmálum hefðu verið furðu losnir þegar Bandaríkin ákváðu að loka herstöðinni á Íslandi árið 2006. Landfræðileg staðsetning Íslands skipti máli og mikilvægt væri fyrir NATO og Bandaríkin að hafa hér aðstöðu.

Haft var eftir Gerry Hendrix, fyrrverandi skipherra í bandaríska sjóhernum og sérfræðingi hjá hugveitunni Center for a New American Security (CNAS), að Bandaríkjamenn hefðu aldrei átt að draga úr starfssemi sinni á Íslandi og Carl Hvenmark Nilsson hjá CSIS sagði miklu skipta að „hafa augu og eyru á Íslandi“ til þess að fylgjast með ferðum Rússa. 

Samið um aukinn viðbúnað Bandaríkjamanna

Bandarísk stjórnvöld hafa kynnt áform um að gera endurbætur á aðstöðunni á varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Einkum í því skyni að hægt verði að þjónusta þar P-8 Poseidon kafbátaeftirlitsflugvélar. Þá hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld samið um aukna viðveru bandaríska hersins hér á landi vegna stöðu öryggismála í Evrópu og Norður-Atlantshafi.

Tekið hefur verið skýrt fram að um tímabundið fyrirkomulag sé að ræða og ekki sé ætlunin að bandarískur her verði varanlega hér á landi. Þá standi ekki til að opna herstöðina á nýjan leik. Þá hefur verið lögð áhersla á að aukinn viðbúnaður Bandaríkjamanna rúmist innan varnarsamningsins frá 1951 og breytinga á honum í kjölfar brotthvarfs hersins árið 2006.

Bandarísk F-16 orrustuþota.
Bandarísk F-16 orrustuþota. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
inntökupróf
Inntökupróf í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu verð...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...