Framboð Guðna kostaði 25 milljónir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert

Kostnaður við forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar nam 25 milljónum króna. Þetta kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar, en þar er birtur úrdráttur úr endurskoðuðu uppgjöri Guðna.

Þar kemur fram að framlög lögaðila til Guðna hafi numið 10,9 milljónum kr. og framlög einstaklinga 13,1 milljón. Aðrar tekjur námu 996 þúsund krónum og eigin framlög frambjóðanda námu 1,2 milljónum króna. 

Þá er birtur listi yfir þá sem studdu framboð Guðna að hámarki um 400.000 kr.

Þá er einnig búið að birta úrdrátt úr endurskoðuðu uppgjöri Guðrúnar Margrétar Björnsdóttur vegna forsetakosninganna. Þar kemur fram að kostnaðurinn hafi numið 536.000 kr.

mbl.is