Forsetaframboð Davíðs kostaði 27,7 milljónir

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Árni Sæberg

Forsetaframboð Davíðs Oddssonar kostaði 27,7 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar, en þar er birtur útdráttur úr endurskoðuðu uppgjöri Davíð vegna þátttöku í kjöri til forseta Íslands í sumar.

Þar segir enn fremur að framlög lögaðila til Davíðs, sem er ritstjóri Morgunblaðsins, hafi numið 8,2 milljónum króna. Framlög einstaklinga til hans námu 8,1 milljóni en eigin framlag nam 11,4 milljónum króna. 

Halla Tómasdóttir.
Halla Tómasdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Einnig er búið að birta útrátt úr endurskoðuðu uppgjöri Höllu Tómasdóttur vegna framboðsins, en kostnaðurinn nam 8,9 milljónum króna.

Framlög lögaðila til Höllu námu 1,4 milljónum króna. Framlög einstaklinga 2,3 milljónum og eigin framlag nam 2 milljónum króna. 

Frétt mbl.is: Framboð Guðna kostaði 25 milljónir

mbl.is