Eldisfiskur veiddist á Vesturlandi

Regnbogasilungurinn sem veiddist í Haffjarðará í vikunni.
Regnbogasilungurinn sem veiddist í Haffjarðará í vikunni. Ljósmynd/Óttar Yngvason

Eldisfiskur hefur veiðst í Haffjarðará á Vesturlandi en um er að ræða regnbogasilung sem líklegt þykir að komi úr fiskeldi. Málið hefur verið tilkynnt til Fiskistofu. Í vikunni greindi Fiskistofa frá því að regnbogasilungur hefði veiðst í ám á Vestfjörðum og er málið til rannsóknar hjá Matvælastofnun.

Fiskistofa sendi frá sér fréttatilkynningu á þriðjudag, þar sem segir að stofnunin hefði fengið ábendingu um að eldisfiskur hefði veiðst í Mjólká í Arnarfirði í síðustu viku. Var eftirlitsmaður sendur á vettvang til að kanna hvort þessar ábendingar reyndust réttar.

„Tveggja daga eftirlitsferð staðfesti að regnbogasilung er nú að finna í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði,“ segir í tilkynningunni.

Kort/Map.is

Þá kemur fram, að Fiskistofa hafi ekki fengið tilkynningu um að slysaslepping hafi orðið í fiskeldi á Vestfjörðum, en rekstraraðilum í fiskeldi sé skylt að tilkynna um slys í samræmi við lög um fiskeldi. Fiskistofa upplýsti Matvælastofnun um það að regnbogasilung væri nú að finna í ám á Vestfjörðum og er málið nú í rannsókn.

mbl.is barst svo ábending um að regnbogasilungur hefði einnig veiðst í Haffjarðará í vikunni, sem fyrr segir. Óttar Yngvason var á meðal þeirra en hann tilkynnti málið til Fiskistofu í morgun.

Óttast að veiðiár eyðileggist 

Óttar var að veiða í ánni dagana 11. og 13. september ásamt fleiri þrautreyndum veiðimönnum þegar þrír regnbogasilungar komu upp úr kafinu. Óttar telur líklegt að a.m.k. tveir þeir komi úr fiskeldi.

„Þeir eru með skemmdir sem í hafa sest sveppir. Þeir eru dálítið nuddaðir og uggarnir eru ekki eins og af villtum fiskum,“ segir hann og bætir við að á einn þeirra hafi vantað eyrugga. Aðspurður segir hann að fiskarnir hafi veiðst neðarlega í ánni. „Það hefur greinilega orðið stór slepping af regnbogasilungi,“ bætir hann við.

Spurður um viðbrögð segir hann: „Þetta er erlent aðskotadýr; framandi lífvera sem er sett hér út í náttúruna. Og þó að regnboginn tengist nú varla í náttúrunni hér, þá er þetta mjög truflandi fyrir þá sem eru að stunda veiðar á villtum fiski,“ segir Óttar og bætir við að þetta eyðileggi ímynd hreinnar náttúru. Það þurfi ekki nema örfáa fiska til þess.

Hann víkur máli sínu að því sem hafi gerst í Noregi í tengslum við eldisfisk og það tjón sem hafi orðið þar. „Það eru allar veiðiár landsins undir. Og ef þetta heldur áfram svona þá eru þær allar ónýtar eftir svona tíu til fimmtán ár,“ segir Óttar ómyrkur í máli.

Ljósmynd/Óttar Yngvason

Ekki hægt að útiloka neitt

Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu, staðfestir í samtali við mbl.is, að málið hafi verið tilkynnt til stofnunarinnar í morgun, en Óttar kom bæði með fiska og ljósmyndir af fiskum. Þessum sýnum verður komið til Hafrannsóknarstofnunar eftir helgi.

Guðni segir að ekki hafi borist fleiri tilkynningar um að regnbogasilungur hafi veiðst í þessum landshluta. Aftur á móti hafi borist tilkynningar um regnbogasilung í ám og vötnum, m.a. í Vatnsdalsá, Hafralónsá og Breiðdalsá, en sú síðastnefnda tengist líklega sleppingu sem varð í Berufirði í sumar.

Guðni tekur fram að á þessu stigi málsins sé óvíst hvort regnbogasilungurinn sem veiddist á Vesturlandi tengist málinu sem kom upp á Vestfjörðum. Hins vegar sé ekki hægt að útiloka það. Hann bendir á að regnbogasilungur hafi verið notaður í eldi á Íslandi áratugi.

Fiskistofa tekur við öllum tilkynningum um eldisfisk sem hefur veiðst.
Fiskistofa tekur við öllum tilkynningum um eldisfisk sem hefur veiðst. mbl.is/Árni Sæberg

Regnbogasilungur ekki náð fótfestu í íslenskri náttúru

„Það hefur í gegnum tíðina gerst annað slagið að regnbogasilungur hefur veiðst. Það hefur ekki verið gert neitt í þeim málum vegna þess að þetta hafa verið stök tilvik. Regnbogasilungurinn hefur ekki fótfestu hér. Í verulegu mæli eru kvengerðir fiskar notaðir í eldi. Þeir hafa ekki náð fótfestu í íslenskri náttúru og síðan eru þetta aðallega hrygnur sem eru notaðar. Þannig að málin hafa verið skráð en ekki nema í tilvikum eins og núna, að þetta finnst svona víða á Vestfjörðum - fiskur af svipaðri stærð - þá er farið að grafast fyrir um og rannsaka hvort einhver stór slysaslepping hafi orðið og það mál er hjá Matvælastofnun í skoðun,“ segir Guðni.

Aðspurður segir hann að Fiskistofa hafi ekki fengið neina tilkynningu frá fiskeldi um slíka sleppingu. Því hefur verið beint til Matvælastofnunar að skoða það.

Hafrannsóknarstofnun er jafnframt upplýst um málið og fær Fiskistofan ráðgjöf frá stofnuninni um hvernig rétt sé að bregðast við í svona málum. 

Guðni bendir á að Hafrannsóknarstofnun hafi mælt með því að það verði farið varlega í miklar veiðar á regnbogasilungi á svæðunum því veiðarnar komi líka niður á náttúrulegum stofnum og gæti haft neikvæð áhrif á þá, nema eldisfiskar fara að veiðast í mjög miklum mæli.

Hvað varðar fiskana sem veiddust í Haffjarðará segir Guðni: „Eins og þetta lítur út þá geri ég ekki ráð fyrir að við grípum til einhverra sérstakra aðgerða á meðan þetta eru þrjú stök tilvik. En ef eitthvað meira fer að veiðast þá munum við gefa því gaum.“

Loks bendir Guðni á, að Fiskistofa tekur á móti ábendingum um það ef grunur leikur á eldisfiskur hafi veiðst á landinu. Slíkum tilkynningum og ljósmyndum er safnað saman og upplýsingarnar nýttar til frekari athugana.

Frekari athugana þörf

Matvælastofnun segir í svar við fyrirspurn mbl.is, að í kjölfar fyrirspurnar Fiskistofu vegna veiða regnbogasilungs á Vestfjörðum hafi Matvælastofnun haft samband við rekstraraðila á umræddu svæði. Kallað var eftir þeim gögnum sem talið var að gætu varpað ljósi á uppruna fiskanna, en hann er enn óþekktur og frekari athugana er þörf. 

Þá hefur Matvælastofnun verið upplýst um veiðar á regnbogasilungi í Haffjarðará, en málið er enn til formlegrar meðferðar hjá Fiskistofu.

mbl.is

Innlent »

Náttúran verði látin um hvalhræin

22:15 Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir best að láta náttúruna um að hylja grindhvalahræin sem fundust í Löngufjörum í síðustu viku, en talið er að þau hafi verið þar í allt að þrjár vikur. Meira »

„Það er svo auðvelt að gefast upp“

21:45 „Ég hef verið með þetta sund í hausnum í einhver tvö ár. Síðan var gaman að geta gert þetta núna vegna þess að Eyjólfur Jónsson synti sömu leið í júlí árið 1959, fyrir sextíu árum. Þannig að það var skemmtilegt að gera þetta honum til heiðurs.“ Meira »

Enginn í vegi fyrir framkvæmdum — enn

21:05 Framkvæmdir í Ingólfsfirði á Ströndum, við veginn yfir til Ófeigsfjarðar, eru á áætlun. Þetta segir Friðrik Friðriksson, talsmaður VesturVerks, sem leggur veginn. Meira »

Fjallahjólaæði gerir vart við sig á sumrin

20:45 Nóg er um að vera á skíðasvæðunum í sumar, þó að fáa hefði grunað það. Skíðalyftur eru nýttar til fjallahjólreiða á sumrin og hefur það verið gert í 10 ár að sögn Magne Kvam hjólabrautahönnuðar, sem hannaði hjólabrautirnar í Skálafelli. Hann segir íþróttina, sem eitt sinn var álitin jaðarsport, hafa vaxið í vinsældum. Meira »

Sjúkragögn SÁÁ sögð hafa farið á flakk

19:45 Persónuvernd hefur fengið tvær tilkynningar vegna meðferðar gagna sem sögð eru varða innlagnir sjúklinga á Vík, meðferðarheimili SÁÁ. Gögnin eru í fórum Hjalta Þórs Björnssonar, fyrrverandi dagskrárstjóra hjá SÁÁ, en SÁÁ og Hjalta greinir á um hvernig á því stendur að gögnin eru í hans höndum. Meira »

Lækka tolla til að bregðast við skorti

19:35 Ráðgjafarnefnd hefur lagt til að tollar á lambahryggi verði lækkaðir tímabundið í ágúst. Félag atvinnurekenda segir það hafa legið fyrir vikum saman að það stefndi í skort. Meira »

Of fá gjörgæslurými miðað við íbúafjölda

18:40 Heilbrigðisráðherra segir að bréf Reynis Guðmundssonar, sem bíður eftir því að komast í hjartaaðgerð á Landspítalanum, hafi vakið athygli stjórnvalda og það gefi tilefni til að fara ofan í saumanna á málinu. Það sé hins vegar Landspítalans að svara fyrir skipulag starfseminnar. Meira »

Ekki erfið ákvörðun að slökkva á skálanum

18:01 Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir að ljósboginn sem myndaðist í álverinu í Straumsvík hafi komið fram inni í lokuðu keri. „Það er mikilvægt að menn átti sig á því. Þetta er annað heldur en ef ljósbogi fer frá keri og eitthvert annað,“ segir Rannveig í samtali við mbl.is. Meira »

Hættulegur farmur fær meira pláss

17:42 Öryggissvæði fyrir hættulegan farm, svokallaðan „hot cargo“, á Keflavíkurflugvelli verður stækkað í framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á flugvellinum á vegum Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins. Meira »

Meirihluti andvígur göngugötum allt árið

17:07 Tæplega helmingur rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur er mjög andvígur göngugötum allt árið og 62% eru þeim ýmist mjög eða frekar andvíg, samkvæmt könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Miðborgina okkar í maímánuði. Meira »

„Algjört bull og ábyrgðarleysi“

16:31 Talsmaður hluta landeiganda í Seljanesi í Árneshreppi segist gáttaður á þeirri málsmeðferð sem fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur fengið. Segir hann allt tal um afturkræfni vera markleysu og að verið sé að ákveða næstu skref til að koma í veg fyrir framkvæmdirnar sem hófust í gær. Meira »

Tafir á Reykjanesbraut vegna malbikunar

16:20 Reykjanesbraut, á milli Grænásvegar og Þjóðbrautar í Keflavík, verður malbikuð á morgun milli klukkan 8 og 22. Annarri akreininni verður lokað á meðan og er umferð frá Keflavíkurflugvelli í átt til Reykjavíkur beint um hjáleið gegnum bæinn. Meira »

Gott að kaupa súrál frá sama birgja

16:05 Engin vandamál hafa verið með súrálið sem notað er í álveri Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði en einn af þremur kerskálum álversins í Straumsvík hefur verið stöðvaður vegna óróleika sem skapaðist í kerunum sökum súrálsins sem þar er notað. Meira »

Vill vita hvort hættuástandinu sé lokið

14:25 Aðaltrúnaðarmaður starfsmanna Rio Tinto í Straumsvík hefur óskað eftir yfirlýsingu frá álverinu um stöðu mála vegna lokunar á kerskála þrjú og ljósbogans sem myndaðist þar. Meira »

Elís Poulsen látinn

14:23 Færeyski útvarpsmaðurinn Elís Poulsen er látinn 67 ára að aldri eftir erfið veikindi.  Meira »

Engin E. coli tilfelli annan daginn í röð

14:01 Engin E. coli tilfelli greindust í dag, annan daginn í röð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti landlæknis. Saursýni fjögurra einstaklinga voru rannsökuð í dag en enginn þeirra reyndist með sýkinguna. Engin breyting hefur orðið líðan barnanna sem fylgst er með á Barnaspítala Hringsins. Meira »

Eftir stendur að vextir hækka á alla

12:58 Vextir á verðtryggðum námslánum hefðu verið 4,5% fyrir áratug, ef fyrirhugað námslánakerfi, sem menntamálaráðherra hefur lagt fram, hefði verið við lýði. Þess í stað eru vextirnir 1%. Á þetta er bent í umsögn stúdentaráðs um frumvarpið, sem send var mbl.is. Meira »

Allt öðruvísi en árið 2006

12:09 Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, segir að allt annað hafi verið uppi á teningnum síðast þegar kerskála þrjú var lokað í álverinu í Straumsvík árið 2006 heldur en núna. Meira »

Vinnueftirlitið fylgist með framvindunni

10:35 Starfsmaður Vinnueftirlitsins sem hefur eftirlit með álverinu í Straumsvík hafði samband við álverið í gær eftir að svokallaður ljósbogi myndaðist þar í fyrradag. „Við erum að fá upplýsingar frá þeim um hver staðan er,“ segir Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins. Meira »
Fjallatjaldvagn til sölu
Upphækkaður með alvöru fjöðrun. Upplitaður og snjáður, en í góðu lagi, Fortjal...
Ýmsar áhugaverðar bækur til sölu
il sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasög...
Biskupstungur. laust hús.
Eigum laus sumarhús næstu helgar. Rétt við Geysi og Gullfoss Rúm fyrir 6. Hund...
Patrol 2006
Til sölu Nissan Patrol 2006 ekinn 186.000. Einn eigandi, gott viðhald, skoðaður ...