Vonbrigði að ÖBÍ hafi dregið sig út

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir helstu vonbrigðin við breytingar á almannatryggingakerfinu vera þau að Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) hafi dregið sig út úr endurskoðun á lögunum á lokametrunum. Því fái öryrkjar ekki þá 3-4 milljarða króna kerfisbreytingu sem unnið hafi verið að í almannatrygginganefndinni. 

Þetta segir Eygló í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. „Það hefði verið afar ánægjulegt ef það hefði verið hægt að klára þetta allt í einni aðgerð en fyrir þessu mun ég berjast,“ skrifar hún. „Alveg eins og ég barðist fyrir bættu húsnæðiskerfi, breyttu lífeyriskerfi aldraðra og auknum fjármunum í fæðingarorlofið í þágu heimilanna.

Frétt mbl.is: Hækka framfærslu öryrkja og aldraðra

Eins og mbl.is greindi frá í gær leggur ríkisstjórnin til það sem hún kallar mikla hækkun á bótum almannatrygginga næstu tvö árin. Ein­stæðir eldri borg­ar­ar fái 300.000 kr. á mánuði og ör­yrkj­ar sömu­leiðis. Kostnaður­inn við breyt­ing­arn­ar er sagður nema 4,5 millj­örðum króna til viðbót­ar við þann sem hlýst af nýju frum­varpi. 

Breyt­ing­arn­ar eru sagðar eiga að leiða til mik­ill­ar hækk­un­ar bóta al­manna­trygg­inga á næstu tveim­ur árum. Í til­kynn­ing­u frá ríkisstjórninni í gær sagði að rík­is­stjórn­in telji „í ljósi ábyrgr­ar efna­hags­stjórn­un­ar og þess mikla ár­ang­urs sem náðst hef­ur á kjör­tíma­bil­inu í rík­is­fjár­mál­um, að unnt sé að stíga veiga­mik­il skref til bættra kjara aldraðra og ör­yrkja.“ Það bygg­ist á sterkri stöðu þjóðarbús­ins og já­kvæðum framtíðar­horf­um. 

Í færslu sinni á Facebook í dag sagði Eygló um verulega aukningu inn í almannatryggingar að ræða. „10,8 milljarðar sem eru 10 þúsund og 800 milljónir. Stærsti hluti þeirra rennur inn í kerfið um næstu áramót.“

Frétt mbl.is: Tvö atriði standa upp úr

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert