Mál gegn Hannesi Smárasyni fellt niður

Hannes Smárason í héraðsdómi.
Hannes Smárason í héraðsdómi.

Hæstiréttur hefur fellt niður mál gegn Hannesi Smárasyni sem oft hefur verið nefnt Sterling-málið. Málið er fellt niður vegna gífurlegra tafa hjá saksóknara. Hannes hafði verið sýknaður í héraðsdómi, en málinu var áfrýjað af ríkissaksóknara og flutt í þessari viku. Hannes hafði verið ákærður fyrir fjárdrátt, en til vara umboðssvik vegna millifærslu upp á tæplega þrjá milljarða af bankareikningi FL Group á eignarhaldsfélagið Fons árið 2005.

Ellefu ár frá meintu broti og 7 ár frá því rannsókn hófst

Í dómi málsins segir að meint brot hafi verið framið 25. apríl 2005. Rannsóknin hafi átt rót sína að rekja til fundar saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins 29. janúar 2009. Hófst rannsókn í kjölfarið. Lögregluskýrsla var aftur á móti fyrst tekin af ákærða 21. janúar 2011, tæplega tveimur árum eftir að rannsókn hófst.

 „Engin skýring er fram komin á því hvers vegna ákæra var ekki gefin út fyrr en 28. október 2013, rúmum fjórum árum eftir upphaf rannsóknar. Mál þetta dróst jafnframt úr hömlu hjá ákæruvaldinu eftir að héraðsdómur var upp kveðinn 18. febrúar 2015 og dómsgerðir afhentar því og þar til málsgögnum var skilað til Hæstaréttar 9. ágúst 2016. Ákæruvaldið hefur ekki veitt haldbærar skýringar á því hvers vegna það tók svo langan tíma að útbúa málsgögn og skila þeim til Hæstaréttar,“ segir í dómnum.

Vanræksla ákæruvaldsins

Rifjar Hæstiréttur upp hversu langan tíma málið hafi tekið. „Þegar málsgögnin loks bárust réttinum voru liðin meira en ellefu ár frá ætluðu broti, nærri átta ár frá upphafi rannsóknar og rúmir sautján mánuðir frá því að ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu til að fá hnekkt héraðsdómi um sýknu ákærða.“

Þá hafi ákæruvaldið þurft frest, til að skila greinargerð til Hæstaréttar, um þrjár vikur. Að þeim tíma liðnum hafi engin greinargerð borist en samt hafi ekki verið óskað eftir lengri fresti. „Því fer fjarri að þessi vanræksla ákæruvaldsins um skil á greinargerð hafi verið réttlætt. Samkvæmt þessu verður fallist á kröfu ákærða um að málið verði fellt niður fyrir Hæstarétti,“ segir í dóminum.

Allur áfrýjunarkostnaður er greiddur af ríkissjóði auk málsvarnarlauna verjanda Hannesar upp á 620 þúsund krónur.

Snýst um viðskipti með Sterling-flugfélagið

Málið snerist um viðskipti FL Group með flug­fé­lagið Sterl­ing. Árið 2005 keypti FL Group flug­fé­lagið af Fons fyr­ir 15 millj­arða, en þá hafði verðmiði fé­lags­ins hækkað um 11 millj­arða á sjö mánuðum. Í kring­um viðskipt­in fór þriggja millj­arða milli­færsla af reikn­ing­um FL Group sem aldrei hef­ur komið skýr­ing á hvert fór.

Í til­kynn­ingu sem Ragn­hild­ur Geirs­dótt­ir, sem var for­stjóri FL Group frá því í júní 2005 til októ­ber sama ár, sendi frá sér í kjöl­far skýrslu rann­sókna­nefnd­ar Alþing­is árið 2010, seg­ir hún að ástæða upp­sagn­ar sinn­ar hafi meðal ann­ars verið ósætti við Hann­es Smára­son vegna um­ræddr­ar milli­færslu. Auk henn­ar hættu sex stjórn­ar­menn í fé­lag­inu á þess­um tíma.

Sagði Ragn­hild­ur að um það leyti sem hún tók við starfi for­stjóra hafi hún fengið vitn­eskju af því að Hann­es hafi í apríl sama ár látið milli­færa tæp­lega 3 millj­arða af reikn­ing­um fé­lags­ins til Kaupþings í Lúx­em­borg. Eng­ar skýr­ing­ar, lána­skjöl eða önn­ur gögn voru til um málið og milli­færsl­an var án vitn­eskju annarra stjórn­ar­manna fé­lags­ins.

Við aðalmeðferð málsins var fátt um svör hjá Hannesi um millifærsluna og voru þau nær und­an­tekn­ing­ar­laust á þann veg að hann kannaðist ekki við skjöl, vissi ekk­ert hvernig þau væru til­kom­in og myndi ekki eft­ir tölvu­póst­um sem und­ir hann voru born­ir.

mbl.is

Innlent »

Öll félög samþykktu nema eitt

14:45 Öll aðildarfélög Samiðnar hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga nema Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samiðn. Meira »

Tafir vegna fræsunar og malbikunar

14:30 Töluverðar umferðartafir hafa orðið vegna fræsunar og malbikunar fráreinar af Skeiðarvogi niður á Miklubraut til austurs.  Meira »

Mun fleiri orðið fyrir ofbeldi

14:30 „Hlutfall barna sem hefur orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi [er] mun hærra en ég held að almenningur og samfélagið gera sér grein fyrir,“ segir Hjördís Þórðardóttir, hjá UNICEF um rannsókn á ofbeldi í lífi barna sem kynnt var í dag. Samtökin vilja sjá tölurnar nýttar í aðgerðir. Meira »

„Það þarf sterka vöðva til að stjórna þessu!“

14:25 Langar biðraðir mynduðust á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi þegar fimm DC-3 vélar voru sýndar almenningi.   Meira »

Ræddi um uppgang öfgaafla í Evrópu

13:58 Uppgangur öfgaafla í Evrópu og það pólitíska umhverfi sem slík öfl hafa sprottið úr var á meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjallaði um í ræðu sinni á opnun alþjóðlegrar ráðstefnu á sviði kynjafræða í dag. Meira »

Ástráður meðal umsækjenda um dómarastöðu

13:53 Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn þeirra sem sóttu um embætti landsréttardómara. Embættið var auglýst laust eftir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu í byrjun mánaðarins vegna aldurs. Ástráður staðfestir þetta við mbl.is. Meira »

Efling vill ábendingar um vanefndir

13:43 Efling – stéttarfélag hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmiss konar hlunnindi. Meira »

Féll sex metra í vinnuslysi

13:15 Karlmaður um tvítugt féll hátt í sex metra í vinnuslysi í Kópavogi um ellefuleytið í morgun.  Meira »

Sumarið er komið því malbikun er hafin

13:09 „Þegar sólin fer að skína og hlýnar í veðri þá fer þetta af stað. Allt mjög hefðbundið,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur og verkefnastjóri viðhalds hjá Vegagerðinni, spurður um malbikunarvinnu sumarsins. Meira »

Skuldir ekki flokkaðar eftir loftförum

12:03 Skuldir flugrekenda við Isavia eru ekki flokkaðar eftir loftförum. Það þýðir að Isavia getur ekki sagt nákvæmlega hver skuld hverrar og einnar flugvélar er við félagið, heldur þyrfti matsgerð til að finna út úr því. Þetta kom fram í máli Gríms Sigurðssonar, lögmanns Isavia, í héraðsdómi í dag. Meira »

„Sig­ur fyr­ir lífs­kjör allra Íslend­inga“

11:59 „Ég er mjög ánægður með það skref sem peningastefnunefnd stígur í dag. Það er mjög mikilvægt,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti komið upp „réttarfarsklessa“

11:51 Grímur Sigurðsson, lögmaður Isavia, fer fram á að aðfararbeiðni flugvélaleigufyrirtækisins ALC gegn Isavia verði vísað frá dómi. Telur hann að sú staða geti komið upp að Landsréttur og héraðsdómur komist að mismunandi niðurstöðu í sama málinu. Væri þá komin upp eins konar „réttarfarsklessa“. Meira »

„Gríðarlega ánægjuleg tíðindi“

11:50 „Þetta eru bara gríðarlega ánægjuleg tíðindi og er það vægt til orða tekið,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is vegna ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka vexti í 4% úr 4,5%. Meira »

Hæstiréttur hafnar beiðni Steinars Berg

11:43 Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Steinars Berg Ísleifssonar eftir leyfi dómstólsins til að áfrýja dómi Landsréttar sem í apríl sýknaði Ríkisútvarpið af kröf­um Stein­ars. Hann krafði RÚV um miska­bæt­ur og af­sök­un­ar­beiðni vegna end­ur­varps á um­mæl­um tón­list­ar­manns­ins Bubba Mort­hens í þætt­in­um Popp- og rokk­saga Íslands. Meira »

EasyJet fækkar Íslandsferðum

11:42 Flugfélagið EasyJet hefur fækkað ferðum sínum til Keflavíkur. Frá þessu er greint á ferðavefnum Túrista, sem segir stjórnendur félagsins skrifa ákvörðunina á dýrtíðina á Íslandi. British Airways og Wizz Air eru aftur á móti sögð fjölga ferðum frá London til Íslands í vetur. Meira »

„Ofboðslega sorglegar tölur“

11:34 Félags- og barnamálaráðherra hyggst bregðast hratt og örugglega við niðurstöðum skýrslu sem segir til um að fimmta hvert barn á Íslandi hafi orðið fyrir ofbeldi. Hann fundar með UNICEF, sem lét vinna skýrsluna, í hádeginu. Meira »

Ganga skrúðgöngu í tilefni Dýradagsins

11:32 Dýradagurinn er haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi í dag, 22. maí, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni. Þema göngunnar þetta árið er málefni hafsins, svo sem plastmengun í hafi, hnignun lífbreytileika, súrnun sjávar og dýr á válista. Meira »

„Órafmagnað stuð“

11:10 „Það er stuð í kirkjunni. Þetta er órafmagnað stuð,“ segir Gunnar Ben stjórnandi poppkórsins Vocal Project sem heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju annað kvöld kl. 20. Gefinn verður forsmekkur fyrir hausttónleika kórsins. Meira »

„Tími kominn til að höggva á hnútinn“

10:39 Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, gerði þá kröfu í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að flugvélin TF-GPA, sem er af tegundinni Airbus A321 og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá falli WOW air, verði tekin með beinni aðfaragerð af sýslumanni frá Isavia og afhent flugvélaleigufyrirtækinu ALC Meira »
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf í læknisfræði...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...