Neyðarástandi aflétt á Landspítala
Neyðarástandi hefur nú verið aflétt á Landspítalanum samkvæmt upplýsingum mbl.is. Blóðbankinn hefur því ekki þurft að gefa frá sér frekara ákall um blóðgjafir í kjölfar rútuslyssins sem varð fyrr í dag.
42 voru um borð í rútunni sem valt út af Þingvallavegi upp úr klukkan tíu í morgun. Fimmtán voru fluttir á Landspítalann til aðhlynningar en 27 voru fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Mosfellsbæ.
Frétt mbl.is: Fimmtán fluttir á Landspítalann
Vigdís Jóhannsdóttir, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum, segir í samtali við mbl.is að Blóðbankinn eigi að ráða við álagið sem þessu fylgir.
„Við önnum því sem þeir eru að biðja um. Við höfum verið að hringja í okkar reglulegu blóðgjafa og það verður bara venjuleg opnun hjá okkur í dag, eins og staðan er núna.“
Best að hringja í vana blóðgjafa
Segir hún marga blóðgjafa hafa brugðist fljótt við símtali til sín, og einhverjir hafi jafnvel komið áður en hringt hafi verið í þá, en eftir að þeir fréttu af slysinu.
„Það reynist okkur best í þessum aðstæðum að hringja í þá sem eru vanir, þá vitum við að þeir eru nógu hraustir til að geta gefið,“ segir Vigdís. „Sem betur fer er staðan þannig að við önnum þessu vel.“
Innlent »
- Egill Eðvarðsson heiðraður
- Lagði Þjóðverjum lið við val á lagi
- Eldur kom upp í bifreið á Bústaðavegi
- Í verkfall fyrir loftslagið: Myndir
- Vinna með virtu fólki í bransanum
- Fjúkandi fiskikör í Ólafsvík
- 1,6 milljónir fyrir ólögmæta handtöku
- Sátu fastir um borð vegna hvassviðris
- Hungurganga á Austurvelli
- Aðrar leiðir til að láta vita
- Hækkun lægstu launa gefi ranga mynd
- „Útlitið nánast aldrei jafn dökkt og nú“
- Forskot Airbnb aukið með verkföllum
- Eygló hreppti verðlaunin
- Fundurinn upplýsandi fyrir báða aðila
- Reyndist lögreglumaður en ekki þjófur
- Hvatti hana til að fara úr baðfötunum
- Fær 3,6 milljónir vegna fangelsisvistar
- Vildi upplýsa um veikleika í Mentor
- FKA og RÚV í samstarf um fjölbreytni
- Skuldi fólki opinbera afsökunarbeiðni
- Telja fiskrækt í ám og eftirlit í ólestri
- „Framtíðin okkar, aðgerðir strax“
- Eldur í ruslageymslu í Ljósheimum
- Starfsfólkið óskar friðar frá pólitík
- Talinn hafa látist eftir inntöku heilaörvandi efnis
- „Búnir að svíkja okkur frá A-Ö“
- Stór fyrirtæki í ferðaþjónustu skotmarkið
- „Berja hausnum við steininn“
- Kosið verði aftur í þingnefndir
- Ólafur og Karl Gauti í Miðflokkinn
- Þegar orðið tjón vegna verkfalla
- Gefur lítið fyrir útreikningana
- Stefán þurfi að skýra skrif sín betur
- Segir stefna í hörðustu átök í áratugi
- Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri
- Ákærður fyrir að sigla undir áhrifum fíkniefna
- Sigurður fékk fjögurra og hálfs árs dóm
- VR á fund Almenna leigufélagsins
- Guðrún Nordal áfram hjá Árnastofnun
- Fundahöld óháð verkfalli
- Iceland Seafood sameinar dótturfélög
- Hyggst kæra ákvörðun sýslumanns
- Seldu starfsmanni fimm bíla
- LÍV vísar deilunni til sáttasemjara
- Loka svæði á Skógaheiði
- Munu bíta fast þar sem þarf að bíta
- Hagstofan spáir 1,7% hagvexti í ár
- Hafa vart séð áður svo mikla sjávarhæð
- Hætta af óþoli gegn sýklalyfjum
- Holutímabilið er hafið
- Hækkanir hefðu mátt vera tíðari
- Nóg að gera hjá lögreglu
- Beina umræðunni frá norskum laxi
- Safna fyrir leitinni að Jóni
- Gagnaver reyndist Blönduósi hvalreki
- Voru kvaddir með sigri í Höllinni
- Mótmæla skerðingu á flugi
- Andlát: Sigurður Helgi Guðmundsson
- Mæðiveiki gæti fylgt mjólkinni

- Hvatti hana til að fara úr baðfötunum
- Fjúkandi fiskikör í Ólafsvík
- Sátu fastir um borð vegna hvassviðris
- Njóta skattleysis í Portúgal
- Eins og að ganga inn í aðra veröld
- Hækkun lægstu launa gefi ranga mynd
- Konan sigursælust
- Segja hæstu launin hækka mest
- Kjarabaráttan snýst ekki um staðreyndir
- Smakkar ekki kökuna fyrr en hún hefur unnið