Flóttamannaáfangi í framhaldsskóla

Samferðamenn Helga ræða við barn í Kara Tepe-búðunum. Þær flóttamannabúðir …
Samferðamenn Helga ræða við barn í Kara Tepe-búðunum. Þær flóttamannabúðir eru miklu manneskjulegri en Moria. Ljósmynd/Helgi Hermannsson

Sérstakur flóttamannaáfangi verður kenndur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi (FSU) eftir áramót. Helgi Hermannsson félagsfræðikennari stendur fyrir mótun hans en Helgi kom í fyrradag heim frá eyjunni Lesbos á Grikklandi þar sem hann skoðaði flóttamannabúðir.

Var sú ferð farin í gegnum Erasmus plús samstarfið en nokkrir evrópskir skólar tóku sig saman og ákváðu að setja á laggirnar þriggja ára verkefni þar sem flóttamenn og líf þeirra er skoðað, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í verkefninu taka þátt tveir skólar frá Grikklandi, annar frá Lesbos og hinn frá Aþenu, einn skóli frá Prag í Tékklandi, háskóli í Dresden í Þýskalandi, annar frá Ríga í Lettlandi og einn frá Ítalíu auk FSU á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert