Neyðarbraut eða ekki, þar er efinn

Fjölmenni var á opnum fundi um Reykjavíkurflugvöll sem haldinn var ...
Fjölmenni var á opnum fundi um Reykjavíkurflugvöll sem haldinn var í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir borgina tilbúna að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar lengur en nú er ráðgert, sé „alvöru vilji“ til þess að byggja upp nýjan völl í Hvassahrauni sunnan Hafnarfjarðar. Þriðju brautina, sem stundum er kölluð neyðarbraut, sé þó ekki hægt að opna aftur en hins vegar sé lítið mál að opna aftur sambærilega braut sem sé fyrir hendi á Keflavíkurflugvelli. Kostnaður við það væri talinn um 240 milljónir króna. Þetta kom fram á borgarafundi á Akureyri í gær.

Dagur, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, sem sér um rekstur allra flugvalla á Íslandi, höfðu framsögu á fjölmennum fundi í menningarhúsinu Hofi. 

Eiríkur Björn sagði það kröfu Akureyringa að ekki yrði hróflað við flugvellinum í Vatnsmýrinni fyrr en önnur sambærileg eða betri lausn yrði fundin. Hann tók þannig til orða að ekki væri vinsælt að tala um mannslíf en það hlyti að mega og spurði: „Hvers vegna þurfti að leggja neyðarbrautina af áður en tryggt er að sama þjónusta í Keflavík sé komin í gagnið? Snýst flutningur á flugvellinum um að fjölga íbúum í Reykjavík eða um að veita landsbyggðinni betri þjónustu?“ Eiríkur nefndi að ábyrgðin á stöðunni væri ekki bara Reykjavíkurborgar heldur ríkisins einnig og varpaði fram þeirri spurningu hvernig á því stæði að ríkið hefði selt borginni land við flugvöllinn fyrir stuttu.

„Af hveru er ekki hlustað á raddir fólksins, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni, sem vill að völlurinn verði áfram?“ spurði bæjarstjórinn á Akureyri.

„Stórhættulegt“

Jón Karl Ólafsson sagði grundvallarvandamál að ekki væri tekin endanleg ákvörðun þrátt fyrir að rætt hefði verið um völlinn í áratugi. Niðurstaða þyrfti að fást. Aðalmálið hvað Isavia varðaði væri reyndar sú spurning hvort Íslendingar teldu nóg að vera með einn flugvöll á suðvesturhorninu. „Svarið er nei. Það er stórhættulegt. Flugvellir geta lokast,“ sagði Jón Karl. Hann sagði umræðu í gangi víða erlendis um flugvelli í eða við borgir en hvergi þætti eðlilegt  að 400 til 500 km væru frá alþjóðaflugvelli til næsta varavallar, eins og sumir virtust telja hér á landi.

Hann minnti á að kannanir sýndu að ef innlandsflug yrði flutt til Keflavíkur myndi það líklega leggjast af, svo mikið myndi farþegum fækka.

Jón Karl sagði Isavia í sjálfu sér ekkert hafa á móti því að nýr flugvöllur yrði gerður í Hvassahrauni, þættu aðstæður þar viðunandi. Góður flugvöllur þar með nauðsynlegum hús-
um, öllum tækjum og tólum myndi hins vegar líklega kosta hátt í 100 milljarða króna að mati fyrirtækisins, ekki um hálfan þriðja tug milljarða eins og talið væri skv. skýrslu Rögnunefndarinnar svokölluðu frá 2015, stýrihóps á vegum ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group sem kannaði flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu. Vert er að geta þess að Dagur B. Eggertsson var fulltrúi Reykjavíkurborgar í nefndinni.

Lengi þverpólitísk samstaða

Borgarstjóri segir að gengið hafi verið út frá því áratugum saman að á Reykjavíkurflugvelli geti verið tvær brautir og þverpólitísk samstaða um málefni flugvallarins hafi verið í borgarstjórn þar til á síðustu misserum. Sér þyki mál að linni varðandi neyðarbrautina. Hann kvaðst frábiðja sér að við borgaryfirvöld væri að sakast eða að borgaryfirvöld bæru illan hug til eða tækju ekki ábyrga afstöðu í flugöryggismálum þegar þriðja brautin væri annars vegar. Taldi hann Hvassahraun áhugaverðan kost og óábyrgt væri að kanna ekki þann möguleika, vegna hagsmuna ferðaþjónustu, landsbyggðar og höfuðborgar.

Dagur sagði ýmsa ráðherra og borgarstjóra hafa samið um málefni flugvallarins og það hefði að sínu mati spillt fyrir málinu að gera það flokkspólitískt; að draga fólk þannig í dilka í stað þess að huga að almannahagsmunum með því að ræða þróun borgarinnar og þróun byggðar í landinu.

Þyrla á Akureyri og sjúkraflugvél líka í Reykjavík?

Borgarstjóri sagðist telja innanlandsflug á tímamótum og það þyrfti að ræða. Hann sagði sjúkraflug í vexti en teldi að þar mætti gera enn betur. „Ég held það hafi verið rétt að hafa miðstöð sjúkraflugs á Akureyri,“ sagði Dagur, þótt eftir þá breytingu væru ekki vélar staðsettar á Ísafirði, Höfn og í Vestmannaeyjum eins og áður var og því þyrfti að byrja á því að fljúga frá Akureyri til að flytja sjúklinga. „Viðbragðstími er því allnokkur og hefur í ákveðnum tilfellum lengst. Þess vegna vil ég halda því fram að við eigum að huga að því að efla og bæta sjúkraflugið.“ Sagði borgarstjóri tillögur þar að lútandi hafa legið fyrir í nærri áratug sem miðuðu m.a. að því að stytta viðbragðstíma.

Því væri margt annað en þriðja brautin sem þyrfti að ræða þegar sjúkraflug bæri á góma. Til dæmis hvar þyrlur og sjúkraflugvélar væru staðsettar. „Sérfræðinganefnd lagði til árið 2012 að þyrlur yrðu staðsettar á tveimur stöðum, í Reykjavík eins og nú er, og á Akureyri.  Og að sjúkraflugvél yrði á Akureyri og í Reykjavík. Ég hef lítið heyrt þessa tillögu rædda“.

Dagur sagði breytinguna vissulega myndu kosta peninga en hún myndi hafa miklu meiri áhrif á viðbragð og öryggi í heilbrigðisþjónustu og sjúkraflutningum heldur en nákvæmlega hvar vélin lenti þegar hún kæmi með sjúkling til Reykjavíkur, ef þar finnst ásættanlegt vallarstæði. „Ég get nefnilega tekið undir að Keflavíkurflugvöllur er býsna langt í burtu.“

Borgarstjóri nefndi að skv. áðurnefndri skýrslu þyrfti 15 starfsmenn á Akureyri ef þar yrði staðsett þyrla. „Ég held það sé verkefni fyrir bæjarstjórn Akureyrar að leggjast yfir,“ sagði hann.

Akureyri gæti tekið forystu

Dagur sagðist telja tækifæri í málinu fyrir Akureyri. „Ég held að bærinn geti tekið forystu í þessum málum með því að móta sýn á hlutverk sitt sem höfuðstaður Norðurlands, lykiláfangastaður í ferðaþjónustu á Íslandi og forystuafl í miðstöð heilbrigðisþjónustu, sjúkraflugi og björgunarstarfi á Norður-Atlantshafi með gjörgæslu á sjúkrahúsinu og samningum við Grænlendinga og Færeyinga,“ sagði borgarstjóri.

Margir fundarmenn lögðu orð í belg, þar á meðal Njáll Trausti Friðbertsson, annar forsvarsmanna Hjartans í Vatnsmýrinni, sem barist hefur fyrir því að flugvöllurinn verði áfram á sama stað. Hann sagði málefni Reykjavíkurflugvallar aðeins snúast um eitt: Öryggishagsmuni almennings á íslandi.

Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi sem sér um sjúkraflug hérlendis, sagði m.a. að þótt borgarstjóri frábiði sér frekari umræðu um neyðarbrautina bæri hann ábyrgð á þeirri staðreynd að ef staðan yrði áfram eins og í dag væri ekki hægt, í öllum tilfellum, að koma sjúklingum til Reykjavíkur. Reynslan sýndi það, því vegna veðurs væri stundum ekki mögulegt að lenda nema á umræddri braut.

Þorkell gerði alvarlegar athugasemdir við þau orð borgarstjóra að meira máli skipti hvar vélar væru staðsettar úti um land en hvar þær gætu lent þegar komið væri með sjúklinga suður. Borgarstjóri liti svo á að meiri lægi á að komast til sjúklinga á vettvangi slyss en hvar vélin gæti lent þegar komið væri suður. „Það er ekki í samræmi við okkar reynslu,“ sagði flugstjórinn.

Dagur, sem er menntaður læknir, sagðist rökstyðja staðhæfingu sína um að fyrstu mínútur eftir slys skiptu meira máli en síðustu mínútur í flutningu með klassískri læknisfræði. Að fyrsta klukkustundin sé mikilvægasti tíminn við þær aðstæður. Fyrstu handtök skipti mestu máli um hvernig sjúklingnum vegni; menntun heilbrigðisstarfsfólks um landið, þjálfun sjúkraflutningamanna og skipulag flugsins skipti því meira máli en hvar vélin lendir; hvort þar muni 5 mínútum eða 10 mínútum. „Ég held að allir sem að koma geti verið sammála um þetta með öllum eðlilegum fyrirvörum,“ sagði Dagur.

Ekki hlutverk borgarinnar

Ólafur Oddsson, fyrrverandi héraðslæknir, sagðist hafa heyrt mörg dæmi um að mínútur í lok hefðu einmitt skipt máli fyrir sjúklinga. Beindi hann því til Dags hvort hann, bæði sem borgarstjóri höfuðborgar alls Íslands og sem læknir, væri ekki tilbúinn að vinna að einhvers konar sátt í því neyðarástandi sem nú ríkti fyrst búið væri að loka neyðarbrautinni í Reykjavík en ekki opna samskonar braut í Keflavík.

Dagur upplýsti að hann hefði sent innanríkisráðuneytinu bréf í júní á síðasta ári, eftir að Rögnunefndin skilaði af sér skýrslunni, þar sem hann lagði til að opnuð yrði samskonar braut í Keflavík ef ástæða þætti til. Hann liti ekki svo á að það væri hlutverk Reykjavíkurborgar að ákveða hvort það væri nauðsynlegt, heldur Isavia, ráðuneytisins og flugmálayfirvalda. Hann hefði þó vakið athygli á málinu. Síðan væri liðið meira en ár en hann vissi ekki til þess að mikið hefði gerst.

Dagur B. Eggertsson og Jón Karl á Ólafsson á fundinum ...
Dagur B. Eggertsson og Jón Karl á Ólafsson á fundinum á Akureyri. Til vinstri Andrea Hjálmsdóttir, fundarstýra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Frummælendur á fundinum um Reykjavíkurflugvöll;frá vinstri, Eiríkur Björn Björgvinsson, Dagur ...
Frummælendur á fundinum um Reykjavíkurflugvöll;frá vinstri, Eiríkur Björn Björgvinsson, Dagur B. Eggertsson og Jón Karl Ólafsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kalt um allt land á morgun

22:32 Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað. Meira »

Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

22:03 Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var samkvæmt héraðsdómi gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Laus úr vaðhaldi en er í farbanni

21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Reyndi að smygla stinningarlyfi til landsins

18:57 Karlmaður var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að smygla 2.1999 stykkjum af stinningarlyfinu Kama­gra til landsins. Meira »

Fimm áskrifendur til Stokkhólms

18:40 Fimm heppn­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins unnu ferð fyr­ir tvo til Stokkhólms í gær en þá var dregið í annað sinn af tíu úr áskriftarleik Árvakurs og WOW air. Meira »

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

18:02 Rannsókn á leka úr Glitni banka hefur verið hætt af hálfu embætti héraðssaksóknara. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið kærði gagnaleka úr þrota­búi Glitn­is í október í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókn hafi verið hætt, en Rúv greindi frá málinu fyrr í dag. Meira »

„Íslandsmet í tollheimtu“

17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Viðraði áhyggjur vegna lánveitinga

18:01 Ákæruvaldið og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis greinir á um það hvort eðlismunur sé á sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöllinni og tilkynntum viðskiptum, svokölluðum utanþingsviðskiptum. Innri endurskoðandi Glitnis viðraði áhyggjur af háum lánum til lykilstarfsmanna í júlí árið 2008. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Rúmteppastandur
Rúmteppastandur Mjög flottur rúmteppastandur á svaka góðu verði, aðeins kr. 3.50...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...