Eldur í gámi útigangsmanns

Lögreglustöðin Selfossi.
Lögreglustöðin Selfossi. mbl.is/Sigurður Bogi

Eldur kviknaði í gámi sem útigangsmaður heldur til í á Selfossi um ellefuleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglu kom maðurinn hlaupandi inn á nærliggjandi veitingastað og lét vita um eldinn. Bæði lögregla og slökkvilið var kallað út og eldurinn slökktur. Ekki er vitað um eldsupptök en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun aðstoða við rannsóknina í dag.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem útigangsmaðurinn tengist eldsvoðum því árið 2012 var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa lagt eld að lögreglustöðinni á Selfossi. Hæstiréttur felldi hins vegar gæsluvarðsúrskurðinn úr gildi á sínum tíma.

Frétt mbl.is: Grunaður brennuvargur ekki í haldi

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni á Suðurlandi í gærkvöldi fyrir að aka of hratt. Sá sem hraðast ók var á 123 km hraða. Um er að ræða sérstakt umferðareftirlitsátak lögreglunnar, meðal annars í uppsveitum Árnessýslu og í Öræfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert