Þetta er drasl og hjólhýsagarður internetsins

Þangað sækja þau fróðleik og það sem þau telja vera ...
Þangað sækja þau fróðleik og það sem þau telja vera sannleik, sagði Óli Örn Atlason um ýmsar íslenskar vefsíður sem hann telur innihalda vafasamt efni. AFP

„Ég segi við krakkana - hættið að láta bjóða ykkur þennan viðbjóð. Þetta er drasl og ég kalla þetta hjólhýsagarð Internetsins,“ sagði Óli Örn Atlason, uppeldis- og menntunarfræðingur, sem hélt fyrirlestur á  morgunverðarfundi samtakanna Náum áttum í morgun þar sem umræðuefnið var netnotkun barna og ungmenna. Fyrirlestur hans bar heitið Get ég treyst á Sjomlatips eða Beautytips?  

Tilefni þessara ummæla voru þó ekki þær síður, heldur nokkrar tilteknar íslenskar fréttavefsíður þar sem hlutverk kynjanna eru sett fram á býsna íhaldssaman hátt og ýmsar vafasamar upplýsingar settar fram sem sannleikur eða sem staðfestar fréttir. „Þangað sækja þau fróðleik og það sem þau telja vera sannleik,“ sagði Óli Örn í fyrirlestri sínum.

Óli Örn veitir félagsmiðstöðinni Fönix í Kópavogi forstöðu og hann heldur reglulega fræðslufundi um samskipti á netinu á vegum SAFT. Markmið fræðslunnar er m.a. að hvetja ungmenni til rökhugsunar og hann leggur áherslu á að valdefla stelpur. Hann segir að mörgum vinsælum Instagram töggum sé markvisst beint að stelpum og nefndi í því sambandi #sextagram, #bikinibridge og #chasingperfection þar sem tiltekið útlit eða hegðun er sýnt sem eftirsóknarvert. „Þetta er enn ein leiðin til að segja stelpum hvernig þær eiga að vera til að þóknast strákum,“ sagði Óli Örn.

Stuðningur á samfélagsmiðlum

Hann sagðist hafa orðið þess áskynja að margar stúlkur treystu á Facebookhópinn Beauty Tips og aðra álíka hópa til að fá ýmis ráð. „Það er mikið af alvöru úrræðum þarna og þarna fá stelpur oft stuðning. Reyndar er þarna líka oft staðfesting á því sem þær vilja heyra,“ sagði Óli Örn og sagði það sama eiga við um strákahópinn Sjomlatips á Facebook.

Óli Örn sagðist gera mikið af því að ræða örugga notkun netsins við ungmennin. Að taka tölvur eða netþjóna úr sambandi sé ekki lausn á of mikilli eða óviðeigandi netnotkun unglinga. Miklu máli skipti að til sé vettvangur til að ræða netnotkun ungmenna. „Það er mikilvægt að foreldrar, kennarar og aðrir sem vinna með börnum komi að borðinu,“ sagði Óli Örn.

Náum áttum er fræðslu- og forvarnahópur sem skipuleggur morgunverðarfundi um ýmis mál sem varða forvarnir og velferð barna og ungmenna. Hópinn mynda fulltrúar nokkurra stofnana og félagasamtaka sem vinna að forvörnum, velferð, vernd og mannréttindum barna, meðal þeirra eru Embætti landlæknis, Barnaverndarstofa, Reykjavíkurborg, Heimili og skóli, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Umboðsmaður barna.

Hér má sjá alla fyrirlestrana sem voru á morgunverðarfundinum í dag.Óli Örn Atlason. Hann segir að það að taka tölvur ...
Óli Örn Atlason. Hann segir að það að taka tölvur eða netþjóna úr sambandi sé ekki lausn á of mikilli eða óviðeigandi netnotkun unglinga.
mbl.is

Innlent »

Lét öllum illum látum og endaði í klefa

05:53 Beiðni um aðstoð barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir miðnætti í gær vegna ferðamanns sem lét öllum illum látum á gistiheimili í miðborginni. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og veitti harða mótspyrnu við handtöku. Meira »

Gætu tekið 300 milljarða högg

05:30 Bjarni Benediktsson telur raunhæft að skuldir hins opinbera verði komnar niður í 20% af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Meira »

Ný göng yrðu lengri

05:30 Gangaleið með tvístefnuumferð er langhagkvæmasti kostur tvöföldunar Hvalfjarðarganga. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sérfræðinga Vegagerðarinnar og Mannvits. Meira »

Skipulagsmál í höfn

05:30 Skipulagsstofnun gerir aðeins minniháttar tæknilegar athugasemdir við drög að deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun á Ströndum sem Árneshreppur gerir. Meira »

Færri umsóknir um alþjóðlega vernd

05:30 Þótt aðeins þrír íraskir flóttamenn hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi í júlímánuði eru Írakar fjölmennasti hópur flóttamanna það sem af er ári. Alls hefur 71 Íraki sótt um vernd hér á landi fyrstu sjö mánuði ársins. Meira »

Minna um biðlista á landsbyggðinni

05:30 Betur virðist ganga að finna starfsfólk á frístundaheimili landsbyggðarinnar en Reykjavíkur. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að enn ætti eftir að manna stöður á frístundaheimilum í Reykjavík en vonast er til þess að vandamálið verði leyst bráðlega. . Meira »

Borgin semur við Borg um borðið

05:30 Trésmiðjan Borg ehf. á Sauðárkróki mun smíða nýtt borð í borgarstjórnarsal Ráðhússins. Gengið var frá samningum í fyrradag.   Meira »

Áhættumat ekki á vetur setjandi

05:30 Áhættumat Hafrannsóknastofnunar vegna slysasleppinga á eldislaxi sætir harðri gagnrýni í skýrslu Laxa fiskeldis ehf. um aukningu á heimildum til laxeldis í sjókvíum í Reyðarfirði. Meira »

Dálítil rigning í kortunum

Í gær, 23:33 Dálítil rigning eða súld verður í flestum landshlutum næsta sólarhringinn, en úrkomulítið á Suðvesturlandi. Gera má ráð fyrir norðaustanátt, 8-13 metrum á sekúndu á Vestfjörðum, en annars hægari vindi. Meira »

Góðir hlustendur og sálfræðingar

Í gær, 21:50 Rakarastofa Björns og Kjartans á Selfossi fagnar 70 ára afmæli í dag og verður boðið upp á kaffi og meðlæti í tilefni dagsins. Í haust verður svo afmælispartí. „Þá gerum við afa góð skil,“ segir Kjartan Björnsson hárskeri, einn fjögurra bræðra. Meira »

Nota stór orð til að „dreifa athyglinni“

Í gær, 20:58 Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það fjarri sannleikanum að fulltrúar flokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur hafi sett á svið „eitthvert leikrit“ þegar þeir gengu af fundi ráðsins í morgun. Meira »

Íhuga nýja málsókn gegn veiðiþjófum

Í gær, 20:44 „Veiðifélagið íhugar það alvarlega að fara í einkamál við þessa þjófa. Sérstaklega á grundvelli þess að þeir hafa nú þegar verið sakfelldir fyrir þjófnað,“ segir formaður veiðifélags Þverár og Kjarrár. Veiðiþjófar sem játuðu sök fyrir dómi voru sýknaðir af skaðabótakröfum og þurftu einungis að greiða 50 þúsund króna sekt. Landssamband veiðifélaga vill að refsirammi slíkra brota verði hækkaður. Meira »

„Allir jafnstressaðir yfir þessu“

Í gær, 20:10 „Maður hefur lent í slæmum sumrum en engu eins og þessu,“ segir Ívar Þór Hilmarsson, framkvæmdastjóri Stjörnumálunar, sem hefur starfað í málningarbransanum í nítján ár. Allt sem tengist útivinnu er á eftir áætlun, að sögn Ívars Þórs, og óvíst er hvort það náist að klára allt á þessu ári. Meira »

Lækka laun bæjarstjóra Garðabæjar

Í gær, 19:25 Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gær að lækka laun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra. Eftir að Gunnar tók sæti sem bæjarfulltrúi í kjölfar sveitarstjórnarkosninga sagðist hann líklega ætla að afþakka laun sem fylgdu þeirri stöðu. Samkvæmt lögum er það óheimilt og voru bæjarstjóralaun hans því lækkuð. Heildarlaun Gunnars eru kr. 2.213.799 á mánuði auk bifreiðahlunninda. Meira »

Kambarnir lokaðir á morgun

Í gær, 19:05 Kambarnir á Hellisheiði verða lokaðir á morgun vegna malbikunarvinnu. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að stefnt er á að malbika um það bil tveggja kílómetra kafla á báðum akreinum í vestur upp Kamba. Meira »

Vann eina og hálfa milljón

Í gær, 18:46 Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út í Víkingalottóútdrætti kvöldsins. Einn heppinn miðaeigandi fékk hins vegar hinn alíslenska þriðja vinning og hlýtur hann 1.454.440 krónur. Miðinn var keyptur í Kúlunni, Réttarholtsvegi 1 í Reykjavík. Meira »

Stríð milli stjórnsýslu og kjörins fulltrúa

Í gær, 18:35 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segist ekki ætla að tjá sig efnislega um bréf sem Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra, sendi forsætisnefnd. Helga fjallar þar um alvarleg og meiðandi ummæli borgarfulltrúa en umræddur borgarfulltrúi er ekki nefndur á nafn. Meira »

Hipphopphátíðin orðin fastur liður

Í gær, 18:30 Hipphopphátíð Menningarnætur í Reykjavík verður haldin í þriðja skiptið á laugardaginn á Ingólfstorgi og mætti þar með segja að hún sé orðin fastur liður. Hún hefur frá upphafi verið afar vel sótt og það sem kemur e.t.v. mest á óvart er að hún var hugarfóstur manns sem fæddist árið 2001. Meira »

„Yrði aldrei smíðuð í dag“

Í gær, 18:29 Þetta er mjög sérstakt mannvirki. Menn myndu aldrei byggja svona brú í dag sem treystir aðeins á eitt stag,“ segir forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar um Morandi-brúna í Genúa á Ítalíu sem hrundi í gærmorgun. Hann telur hrun brúarinnar ekki kalla á breytt verklag á Íslandi. Meira »