Skjálftahrina í Bárðarbungu

Frá Bárðarbungu.
Frá Bárðarbungu. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti af stærðinni 4,0 reið yfir í skjálftahrinu sem hófst kl. 4.51 í nótt í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. Hrinan stóð yfir í um fjörutíu mínútur og fylgdi tugur eftirskjálfta í kjölfarið, að því er kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Af eftirskjálftunum voru nokkrir yfir þremur að stærð. Enginn órói er sjáanlegur samfara þessum skjálftum. Frá því um kl. 6 hefur verið rólegt á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert