Vonandi að þokast í rétta átt

Bryndís Hlöðversdóttir.
Bryndís Hlöðversdóttir.

Samninganefndir kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa setið á fundum síðan klukkan níu í morgun. Hóparnir ræða nú saman hvor í sínu lagi en ætla að halda sameiginlegum fundum áfram um klukkan tvö.

„Þetta gengur ágætlega. Fólk er að tala saman og það er vinna hérna í gangi. Ég geri ráð fyrir því að við höldum áfram og hópurinn hittist um hálftvö, tvö,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is.

Marg­ir grunn­skóla­kenn­ar­ar líta til mánaðamóta og segja að samn­ing­ur verði að vera kom­inn fyr­ir þann tíma.  

Kenn­ar­ar munu ganga út kl. 12.30 á morgun ef ekki verður búið að semja. 

Aðspurð segir Bryndís að erfitt sé að segja til um hvort málin séu að þokast í rétta átt. „Það er alla vega vinna í gangi og þá er maður að vona að þetta sé að  þokast í rétta átt. Það er ómögulegt að segja. Maður er búinn að læra það af reynslunni að það er aldrei komið fyrr en það er komið.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert