Englar með vængi taka flugið

Örnólfur Thorlacius hefur verið iðinn við kolann og afkastamikill í ...
Örnólfur Thorlacius hefur verið iðinn við kolann og afkastamikill í útgáfu. mbl.is/RAX

Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, hélt upp á 85 ára afmæli sitt í haust og þá lauk hann við að skrifa bók um sögu flugsins, en bók hans, Flugsaga, kom nýverið út hjá bókaútgáfunni Hólum.

Í bókinni rekur Örnólfur söguna í máli og myndum, byrjar á englum og öðrum boðberum, færir sig síðan í stökkflug og loftbelgi, loftskip og svifflugur, og greinir síðan frá þróun í flugvélasmíði og hinum ýmsu gerðum auk þess sem þotur og þyrlur fá sérstaka athygli. Enn fremur er sérkafli um flugsögu Íslands. „Ég fer í gegnum þessi stig, allt frá fyrirbærum eins og englum með vængi að háþróuðum flugvélum,“ segir hann.

Örnólfur segir að bókin sé eðlilegt framhald af bókinni sem hann skrifaði um kafbáta. „Mér fannst að ég gæti haldið áfram og þá lá nokkuð beint við að ég tæki flugvélarnar næst,“ segir hann. Bætir við að hann hafi lengi haft áhuga á flugvélum. „Eins konar flugdella hefur fylgt mér alla tíð,“ segir hann. Segist hafa lesið mikið um flug og segir að besta bókin um efnið á íslensku hafi verið þýdd úr þýsku og komið út 1934. Hún nái samt ekki lengra og því hafi vantað upp á söguna, meðal annars um þotur og þyrlur. Fyrir tveimur til þremur árum hafi hann byrjað að punkta hjá sér ýmislegt úr flugsögunni og nú sé bókin komin út.

Eftirminnileg flug

Reykjavíkurflugvöllur var sem ævintýraland á uppvaxtarárum Örnólfs. „Á stríðsárunum voru margar flugvélar á vellinum og maður var stöðugt með þær fyrir augunum,“ rifjar hann upp. Orrustuflugvélar hafi verið áberandi og eins nýjar herflugvélar sem komu við frá Bandaríkjunum til þess að taka eldsneyti á leiðinni til Þýskalands.

Fyrsta flugferðin er eftirminnileg. Örnólfur segir að á stríðsárunum hafi hlutlausar vélar verið málaðar rauðar til aðgreiningar frá flugvélum stríðsþjóða. „Eitt sinn bauð afi minn, Kristinn Jónsson, bóndi fyrir norðan, mér og systur minni að vera við sauðburð á býli sínu í Þingeyjarsýslu. Við þekktumst það og fengum frí úr skóla enda var talið að við hefðum meira gagn af því að vera þarna en í skólanum.“ Þau hafi síðan flogið í tvívængja, eins hreyfils, fjögurra sæta vél frá Korpúlfsstöðum að Melgerðismelum. „Næsta flug var eftir að ég fór í nám til Svíþjóðar og settist upp í stóra fjögurra hreyfla flugvél sem flutti mig til Kaupmannahafnar.“

Í bókinni segir Örnólfur frá ýmsum afbrigðum flugs en hann segist ekki hafa hugsað um hvernig hefði verið að búa í flugvélalausum heimi. „Ég hef aldrei hugsað svo langt en það hefði verið talsvert öðruvísi.“

Örnólfur hefur verið mjög afkastamikill, skrifað fjölda kennslubóka, þýtt margar fræðibækur og barnabækur og haft umsjón með útgáfu bóka og bókaflokka auk þess sem hann sá um þáttinn Nýjasta tækni og vísindi í ríkissjónvarpinu um árabil. Hann segist alltaf vera með eitthvað á prjónunum og eiga ýmislegt í smíðum, einkum í líffræði og þá sérstaklega dýrafræði. „Ég basla við ýmislegt, sit ekki við það heldur stunda þetta í hjáverkum,“ segir hann. Spurður hvort bók um skipin sé væntanleg segist hann ekki vita það. „Ég er ekki farinn að hugsa svo langt, en það gæti orðið eitthvað þannig.“

Kápa Flugsögu Örnólfs Thorlacius.
Kápa Flugsögu Örnólfs Thorlacius. RAX,Rax / Ragnar Axelsson

Innlent »

Tók við nýju starfi í Noregi sjötug

19:08 Elsa Þórðardóttir Lövdal man tímana tvenna þegar flugþjónusta er annars vegar. Hún hóf störf á skrifstofu Icelandair í Ósló árið 1966 en þá hét félagið Flugfélag Íslands. Þegar Elsa byrjaði hjá félaginu var flogið einu sinni í viku að vetri til en tvisvar á sumrin. Meira »

Lýst eftir Söndru Mjöll

18:54 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Söndru Mjöll Torfadóttur, 15 ára. Sandra, sem er 163 sm á hæð, grannvaxin með dökkt, sítt hár og brún augu. Talið er að hún sé klædd í svarta úlpu, hvíta hettupeysu, svartar buxur og hvíta strigaskó. Meira »

Sóttu villtan og örmagnaðan göngumann

18:34 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í annað sinn seinni partinn í dag vegna ferðamanns sem var í vandræðum á hálendinu. Björgunarsveitarfólkið hafði þá nýlega lokið útkalli vegna fólks sem óskaði eftir aðstoð á Fimmvörðuhálsi í nótt. Meira »

Harður árekstur á Norðvesturlandi

18:24 Árekstur varð um klukkan hálf sex á þjóðveginum nálægt afleggjara að Uppsölum rétt vestan við Vatnsdalshóla.   Meira »

Tómas og Óskar nafngreindir í úrskurði

18:15 38 læknar eru nafngreindir í úrskurði Karólínska háskólasjúkrahússins í Svíþjóð vegna plastbarkamálsins. Þar af eru sjö sagðir ábyrgir fyrir vísindalegu misferli. Einn þeirra er Tómas Guðbjartsson. Sex greinar um plastbarkaígræðslur sem birst hafa í vísindatímaritum hafa verið dregnar til baka. Meira »

Víðtækur viðskiptasamningur við Ekvador

18:00 EFTA-ríkin Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein undirrituðu víðtækan fríverslunarsamning við Ekvador á sumarfundi EFTA á Sauðárkróki í dag. Hann nær til ýmissa þátta svo sem vöru- og þjónustuviðskipta, fjárfestinga, hugverkaréttinda og opinbera innkaupa. Meira »

Sprenging í túrbínu skips

17:55 Sprenging varð í túrbínu flutningaskipsins Blikur í dag með þeim afleiðingum að mikill reykur myndaðist í vélarrúmi skipsins. Skipið var að sigla inn í Sundahöfn þegar atvikið átti sér stað, segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa, í samtali við fréttastofu mbl.is. Meira »

Leiðsögumaðurinn spurði hvar Fjallabak væri

17:14 Hinrik Ólafsson leiðsögumaður, segist óttast um ímynd íslenskrar ferðaþjónustu í ljósi fjölda leiðsögumanna að utan sem hvorki þekki staðhætti né viðbúnað nægilega vel til þess að fara í jafn umfangsmiklar ferðir um landið og raunin er. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Hinriks. Meira »

Vélinni líkast til flogið of hægt í beygjunni

17:05 Loka­skýrsla Rann­sókna­nefnd­ar sam­göngu­slysa um flug­slysið vestur af Tungubökkum í Mosfellsbæ þann 11. maí 2015 hefur nú verið gefin út. Meira »

Maður og tvö börn í sjálfheldu

16:37 Björgunarsveitir á Ísafirði og í Hnífsdal voru kallaðar út vegna konu og tveggja barna sem voru í sjálfheldu ofarlega í Eyrarfjalli ofan við Ísafjörð rétt fyrir klukkan tvö í dag. Meira »

Ráðgjafanefnd Landspítala skipuð

16:35 Kristín Ingólfsdóttir, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, gegnir formennsku í ráðgjafarnefnd Landspítalans sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað til næstu fjögurra ára. Meira »

Hjóla aftur fyrir Landsbjörg

16:31 Á miðnætti hófst áheitasöfnun WOW Cyclothon en í ár er safnað fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg líkt og á síðasta ári. Söfnunin er í gangi fram yfir keppnina og lýkur laugardagskvöldið 30. júní. Meira »

Var á leið með vistir til hestamanna

16:25 Lokaskýrsla Rannsóknanefndar samgönguslysa um flugslysið við Löngufjörur á Snæfellsnesi þann 7. júní 2014 hefur nú verið gefin út. Meira »

Ætlar að verða fyrst til að klára

15:51 Lyfjafræðingurinn Elín V. Magnúsdóttir ætlar að verða fyrsta konan til að ljúka við WOW Cyclothon hjólreiðahringinn þegar hjólreiðakeppnin fer fram í næstu viku. Hún ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, en þetta er fyrsta hjólreiðakeppnin sem hún tekur þátt í. Meira »

Ekkert að fela í viðskiptum við bankann

15:40 Brim hefur ekkert að fela í viðskiptum sínum við Landsbankann og fagnar því að afstaða meirihluta hluthafa Vinnslustöðvarinnar til minnihlutans verði gerð opinber á hluthafafundi bankans með beiðni um að fara fram á rannsókn á skuldaafskriftum Landsbankans gagnvart félögum tendum forstjóra Brim. Meira »

Hjörtur sendur heim frá Rússlandi

15:38 Hjörtur Hjartason íþróttafréttamaður er á leið heim frá Rússlandi að beiðni atvinnurekanda síns, Sýn, vegna persónulegra mála. Þetta staðfestir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn í samtali við mbl.is. Edda Sif Pálsdóttir, kvartaði undan Hirti til öryggisnefndar KSÍ. Meira »

90 fíkniefnamál á Secret Solstice

15:14 Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice, sem haldin var í Laugardalnum um helgina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði aðallega hald á kannabisefni, en einnig ætlað kókaín, amfetamín, MDMA og e-töflur. Meira »

Sagður ábyrgur fyrir vísindalegu misferli

14:22 Tómas Guðbjartsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landsspítalanum, er einn sjö einstaklinga sem rektor Karólínska háskólasjúkrahússins hefur úrskurðað ábyrga fyrir vísindalegu misferli í sambandi við rannsókn. Þetta staðfestir Peter Andréasson, fjölmiðlafulltrúi stofnunarinnar. Meira »

Vann 30 milljónir í happdrætti DAS

14:09 Kona á sjötugsaldri vann 30 milljónir á tvöfaldan miða þegar dregið var út í happdrætti DAS í síðustu viku.  Meira »
óska eftir vinnu
tvær þýskar stelpur um 25 ára, óska eftir vinnu við sauðfjárbú, hesta eða ferðaþ...
Le Corbusier LC4 Legubekkur með kálfskinni
Legubekkur eftir Le Corbusier með kálfskinni frá fyrirækinu CASINA - Verðhugmy...
Þéttingar og sprunguviðgerðir.
Sprunguþéttingar og aðrar lekaviðgerðir. Epoxy og Uretan inndælingar. Flott efn...
Hreinsa Þakrennur ofl.
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...