Eitt hættulegasta tækið á heimilinu

Það færist í aukana að sögn Marinós G. Njálssonar að ...
Það færist í aukana að sögn Marinós G. Njálssonar að fólk átti sig á að verja þurfi símana.

Það sem af er þessu ári er búið að upplýsa um á fjórða milljarð gagnaleka. Þetta eru notendaupplýsingar um einstaklinga, sem tölvuþrjótar hafa komist yfir og hefur verið lekið frá hinu ýmsu stöðum, sjúkrahúsum, bönkum, símafyrirtækjum.

Nú fyrir nokkrum dögum bárust fréttir af umfangsmesta gagnastuldi netupplýsinga í heiminum til þessa, þar sem milljarðar notenda tölvupóstsþjónustu Yahoo gætu hafa orðið fyrir gagnastuldi þegar brotist var inn í kerfi fyrirtækisins árið 2013. Fyrir aðeins tveimur mánuðum greindi Yahoo frá öðrum leka og var það þá talinn umfangsmesti gagnastuldurinn til þessa þegar upplýsingum 500 milljóna notenda Yahoo var stolið árið 2014.

Þetta snertir ekki aðeins þá sem nota eða notuðu Yahoo-tölvupóst að jafnaði heldur einnig þá sem einhvern tíma hafa átt netfang þar án þess að hafa notað það.
Ástæðan er sú að lykilorðið sem notandinn setti inn fyrir netfangið á sínum tíma getur verið það sama og hann notar svo á einhverjum öðrum mikilvægum stöðum í dag og þá er hætta á ferðum þegar tölvuþrjótar fara að reyna að máta lykilorðið sem lak við aðrar síður sem maður notar til að skrá sig inn á.

Svona lekar geta haft persónulegt tjón í för með en fjárhagslega tjónið fyrir samfélagið í heild er ekki síst mikið þegar horft er til vinnutaps. Ef við gefum okkur að 1 milljarður manna hafi verið árvökulir neytendur og hver og einn eytt 10 mínútum í að breyta lykilorði sínu þegar fréttirnar af Yahoo fóru að berast telst vinnutapið í árþúsundum og því ótrúlegt vinnutap þessa vikuna. Það stúss getur hafa staðið alls 10 milljarða mínútna eða heil 19.000 ár sem jarðarbúar eyddu í að breyta lykilorðum.


Þrjú til fjögur lykilorð

Marinó G. Njálsson.
Marinó G. Njálsson.


Margt bendir til að við séum heldur værukær með lykilorð okkar. Marinó G. Njálsson er sérfræðingur og ástríðumaður um upplýsingaöryggi og persónuvernd og starfar sem netöryggisráðgjafi hjá Hewlett Packard Enterprise í Danmörku. Hann segir flesta netnotendur ákaflega værukæra með lykilorð sín.

„Ég myndi ráðleggja fólki að vera með 3-4 mjög aðskilin lykilorð. Eitt sem fólk notar í bankanum og hvergi annars staðar. Annað lykilorð fyrir þá staði þar sem fólk er með einhverja áskriftarþjónustu og er að borga peninga, svo er það tölvupósturinn og loks lykilorð að hinum og þessum vefsíðum þar sem minna máli skiptir ef einhver kemst yfir lykilorðið og það lykilorð getur þess vegna verið það sama víða og ekki flókið. Þar sem þú ert kannski bara að skoða einhver gagnasöfn eða slíkt,“ segir Marinó.

Lykilorðin sem skipta mestu máli, þar sem fjárhagslegir hagsmunir og persónuupplýsingar eru í húfi, eiga að vera samsett úr há- og lágstöfum, tölustöfum og sértáknum í bunu sem er erfitt að giska á og því erfitt að brjóta það upp.

„Ég fer sjálfur inn á óteljandi vefsíður í hverri viku þar sem þarf að gefa upp lykilorð en þær vefsíður eru þess eðlis að það myndi í raun ekki skipta neinu máli þótt einhver kæmist yfir þann aðgang. Á þeim síðum er ég bara með einfalt og almennt lykilorð. Hins vegar gagnvart bankanum, vefverslun eða greiddum aðgangi hér þarf fólk að vera með lykilorð sem eru hvergi notuð annars staðar.“

Hversu oft á maður að skipta um lykilorð?

„Í heimabankanum er gott að gera það á 90 daga fresti en þar sem lykilorð eru minna mikilvæg er allt í lagi að halda þeim óbreyttum í langan tíma. Einnig er gott að breyta lykilorðinu á vinnutölvupóstinum reglulega og fyrir einkatölvupóst kannski einu sinni á ári.“

Snjallsíminn óöruggt tæki

Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.


En það eru ekki bara léleg lykilorð sem setja okkur í þá hættu að verða tölvuþrjótum að bráð því með eða án lykilorða eru snjallsímar okkar flestra fremur óvarðir.
„Snjallsíminn er alveg opið tæki, innan fjarskiptanets sem er stöðugt að skanna hann og þar með geta allir, í raun og veru, skannað hann innan ákveðins radíuss og mörg dæmi um það að símar hafi verið teknir yfir af þrjótum.“

Sjálfur segist Marinó vera svo mikill „kverúlant“ varðandi öryggismál og telji snjallsímann svo óöruggt tæki að hann notar hann afar takmarkað og tengir hann ekki netinu utan heimilis.

„Ég tengi hann bara netinu í gegnum wifi-ið heima hjá mér þannig að ég er ekki með neinar ytri tengingar. Öppin á honum eru fá og frá viðurkenndum aðilum, ég fer þá til dæmis ekki í heimabankann í símanum því ég tel það ekki öruggt og þannig mætti eiginlega segja að hann sé „offline“-tæki hjá mér.

En lífið er náttúrlega áhætta og við tökum áhættu um leið og við förum fram úr að morgni og stundum erum við til í að taka einhverja áhættu því henni fylgja þægindi. Þess vegna keyrum við til dæmis bíla. Fólk verður einfaldlega að skilja hver áhættan er og taka upplýsta ákvörðun.“

Góðar vírusvanir skipta ekki aðeins máli fyrir tölvurnar okkar heldur þarf líka að vera örugg vírusvörn á símanum enda orðinn eitt hættulegasta tækið á heimilinu að sögn Marinós.
„Að vírusvarnirnar séu svo uppfærðar reglulega og vera með uppsettan eldvegg. Sumir símar eru með innbyggðan eldvegg en það er ekkert verra ef fólk er að hlaða inn vírusvörnum frá þekktum fyrirtækjum og nýta sér eldvegg sem þau bjóða upp á og vera þannig með varnir fyrir því hverjir geta átt í samskiptum við símann. Þá er mikilvægt að slökkva á bluetooth-tengjum nema þegar það þarf sérstaklega að nota þau en það getur stundum verið erfitt því margir eru komnir með þráðlaus heyrnartól. Fólk ætti að athuga þær stillingar sérstaklega.“
Það færist þó stöðugt í aukana að sögn Marinós að fólk sé að átta sig á þessari þörf á að verja símana. „Þetta er spurning um að vera meðvitaður og vera skynsamur í því hvaða áhættu maður tekur hverju sinni.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum

Í gær, 21:37 „Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is. Fundi verkalýðsfélaga við SA var slitið fyrr en áætlað var í dag vegna óvissunnar varðandi WOW air. Meira »

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Í gær, 21:25 „Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Meira »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Í gær, 20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

Í gær, 19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

Í gær, 19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Í gær, 19:08 Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Meira »

„Menn hafa áhyggjur af stöðunni“

Í gær, 18:40 Staðan á flugmarkaði verður meðal þess sem umhverfis- og samgöngunefnd fjallar um á fundi sínum í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segir að sú umræða hafi verið ákveðin með skömmum fyrirvara. Meira »

Aflýsa öðru flugi frá London

Í gær, 18:20 Flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur sem áætlað var seint í kvöld hefur verið aflýst. Þetta er annað flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur í dag sem er aflýst, en flugi félagsins til Lundúna í morgun var aflýst. Meira »

„Hvernig ráðum við bót á þessu böli?“

Í gær, 17:22 „Við höfum heyrt allt of margar sögur þar sem verið er að brjóta mjög gróflega á réttindum starfsfólks, sem býr við algjörlega óviðunandi aðstæður og er í aðstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum sem er á engan hátt ásættanleg,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, á þingi í dag. Meira »

Svigrúm til launahækkana mögulega minna

Í gær, 17:17 „Þeim mun alvarlegri sem svona skellur verður, þeim mun minna svigrúm verður fyrir ferðaþjónustuna að hækka lægstu laun. Krafan sem er í gangi hjá verkalýðshreyfingunni á Íslandi er einmitt að hækka lægstu laun,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Meira »

Koma ekki til byggða fyrr en í kvöld

Í gær, 17:13 Búið er að koma hluta af jeppafólki sem var í bílum sunnan Langjökuls til byggða. Ekkert amar að fólkinu, sem lenti í vandræðum við Langjökul í gærkvöldi og óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um miðnætti eftir að bílar þeirra ýmist biluðu eða festu sig. Meira »

Vél WOW lögð af stað frá Montréal

Í gær, 16:45 Flugvél WOW Air, TF-DOG, tók á loft frá flugvellinum í Montréal í Kanada klukkan 12.06 að staðartíma, 16.06 að íslenskum tíma, en hún var send af stað eftir að önnur vél félagsins var kyrrsett á vellinum. Meira »

Framkvæmdir hefjast á næstunni

Í gær, 16:25 Reiknað er með að framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefjist á næstunni í kjölfar þess að útboði vegna þeirra lauk á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um tvö ár. Meira »

Vill svör um Herjólf og Landeyjahöfn

Í gær, 16:08 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í dag eftir sérstökum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til þess að ræða stöðuna á nýjum Herjólfi og dýpkun Landeyjahafnar. Vill hann fá skýrari svör frá Vegagerðinni. Meira »

Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar

Í gær, 15:51 „Er ekki ástæða til þess að beina þessum þriðja orkupakka til þjóðarinnar og gefa henni kost á að svara hvort hún vilji hann eða ekki?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi í dag undir óundirbúnum fyrirspurnum. Meira »
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...