Iðnaðarmenn hafa margir snúið aftur til landsins

Skortur er á alls konar iðnaðarmönnum í landinu.
Skortur er á alls konar iðnaðarmönnum í landinu. mbl.is/Golli

„Mín tilfinning er sú að þeir sem fóru utan til að vinna í einhverjum afmörkuðum verkefnum séu komnir heim aftur. En töluvert margir þeirra sem fluttu með fjölskylduna með sér eru hins vegar enn úti.“

Þetta segir Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, í Morgunblaðinu í dag og vísar til þeirra fjölmörgu iðnaðarmanna sem héldu utan í leit að vinnu í kjölfar hrunsins 2008.

Aðspurður segir hann mikinn skort vera á einstaklingum með iðnmenntun hér á landi, einkum í ljósi góðrar verkefnastöðu. „Mér sýnist vanta í alla flóruna og þar eru rafvirkjar engin undantekning – það er nóg að gera hjá þeim sem eru á vinnumarkaði og verkefnastaðan er mjög góð,“ segir Kristján Þórður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: