Þriðja skipverjanum sleppt

Þrír skipverjar Polar Nanoq voru leiddir út úr skipinu af …
Þrír skipverjar Polar Nanoq voru leiddir út úr skipinu af lögreglu í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þriðja skipverjanum af græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq, sem var handtekinn í gærkvöldi um borð í skipinu. Unnið er nú í því að sleppa honum úr haldi. Þetta segir Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Við teljum okkur vera búin að fá upplýsingar um að hann tengist þessu ekki og hafi ekki upplýsingar um hvarf Birnu,“ segir Grímur í samtali við mbl.is.

Maðurinn var handtekinn um kl. 19.45 í gær um borð í tog­ar­an­um. Fyrr sama dag höfðu lög­reglu­menn í sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra komið um borð og tekið yfir stjórn skips­ins, og handtekið tvo aðra skipverja. Skipið var þá statt um 90 míl­ur suðvest­ur af Íslandi, á leið til hafn­ar í Hafnar­f­irði.

Hinir skipverjarnir tveir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrr í dag en þeir eru grunaðir um refsi­verða hátt­semi í tengsl­um við hvarf Birnu. Þeir neita báðir 

Fjórði skipverjinn ekki tengdur hvarfinu

Tækni­deild lög­regl­unn­ar gerði ít­ar­lega rann­sókn um borð í skip­inu í nótt og í dag. Ýmsar vís­bend­ing­ar hafa fund­ist um borð í skipinu sem nýt­ast í rann­sókn­inni um hvarf Birnu. Þó hafa ekki komið fram frekari upplýsingar um hvar hana er að finna.

Fjórði maðurinn sem handtekinn var í dag tengist hvarfinu á Birnu ekki, heldur tengist hann fíkniefnamáli sem einnig er til rannsóknar vegna fíkniefnafundarins í skipinu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is