Forsetinn og „strákurinn úr Borgarnesi“ í boði drottningar

Margrét Þórhildur flytur ræðu í kvöld og horfir hér á ...
Margrét Þórhildur flytur ræðu í kvöld og horfir hér á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, við hátíðarkvöldverðinn. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Margrét Þórhildur Danadrottning bauð forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og Elizu Reid forsetafrú til hátíðarkvöldverðar í Amalíuhöll í kvöld í Kaupmannahöfn. Veislan fór fram í höll Kristjáns VII. Fjölmennu fylgdarliði forseta var einnig boðið.

Ásamt drottningu tók Hinrik prins á móti gestum og krónprinshjónin Friðrik og María, sem munu fylgja Guðna og Elizu út um víðan völl á morgun, mættu einnig prúðbúðin. Að auki mætti Jóakim prins og kona hans María, ásamt yngri systur drottningarinnar, Benediktu prinsessu.

Guðni Th. Jóhannesson flytur sína ræðu í kvöld við hátíðarkvöldverðinn ...
Guðni Th. Jóhannesson flytur sína ræðu í kvöld við hátíðarkvöldverðinn í Amalíuborg. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Rasmussen elskar Ísland

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, var einnig boðið ásamt ríkisstjórn Dana og mætti hann í sínum allra fínustu klæðum, en Guðni ræddi við hann fyrr í dag. Rasmussen ræddi við danska fjölmiðla rétt áður en hann gekk upp í borðsalinn og sagði að hann „elskaði Ísland“ eins og hann orðaði það og náttúru landsins auk þess sem hann ítrekaði orð sín um gott samband þjóðanna.

Utanríkisráðherra nýtir ferðina vel

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er einnig með í för í þessari ferð. Mbl.is náði örstuttu tali við hann fyrr í dag en Guðlaugur, sem er nýorðinn utanríkisráðherra, segir þessa fyrstu ferð hans í starfi utanríkisráðherra óneitanlega vera sérstaka.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ræðu sína í kvöld. ...
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ræðu sína í kvöld. Lengst til hægri er utanríkisráðherann Guðlaugur Þór Þórðarson. Kona hans, Ágústa Johnson, er hér lengst til vinstri. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

„Þetta kom nú mjög á óvart. Ég vissi ekki að þetta væri ein af embættisskyldum ráðherra. En það var svolítið sérstakt fyrir strák úr Borgarnesi að mæta í dönsku konungshöllina. Þetta er eitthvað sem maður er ekki vanur, svo ekki sé dýpra í árina tekið,“ sagði Guðlaugur og hló.

Spurður hvaða þýðingu ferð sem þessi hafi bæði fyrir Ísland og hann sem utanríkisráðherra svaraði Guðlaugur:

„Hún hefur augljóslega mikla þýðingu fyrir Ísland því að þetta er mjög góð landkynning. Forsetinn og forsetafrúin koma einstaklega vel fyrir eins og við þekkjum.

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hittu Lars Løkke Rasmussen ...
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hittu Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur fyrr í dag og hans konu, Sólrunu Jákupsdóttur Løkke Rasmussen frá Færeyjum. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Fyrirlestur í Kaupmannahafnarháskóla

Ferðin nýtist mér á þann hátt að hún gefur tækifæri til þess að ná fundum með ráðherrum og öðrum þeim sem ég vil hitta. Ég mun hitta þrjá danska ráðherra sértaklega á fundum en að auki hef ég einnig hitt forsætisráðherrann og nokkra aðra ráðherra í óformlegu spjalli. Þetta opnar leiðir fyrir alla og auðvitað viðskiptalífið líka. En ég nýti þetta fyrst og fremst til þess að ræða við þá ráðherra sem ég þarf að hitta út af mínu starfi. Þeir fundir fara fram núna á morgun og á fimmtudaginn,“ sagði Guðlaugur Þór.

Á morgun heldur dagskráin áfram þar sem Guðni mun meðal annars fara í Árnasafn, heimsækja höfuðstöðvar danska iðnaðarins auk þess sem hann mun halda fyrirlestur í Kaupmannahafnarháskóla en á dagskrá þar eru hringborðsumræður um þjóðernishyggju og hnattvæðingu. Um kvöldið mun forsetinn bjóða Margréti Danadrottningu til standandi hlaðborðs í menningarhúsinu við Norðurbryggju þar sem formlegri dagskrá heimsóknarinnar lýkur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stefnir í fjölgun innbrota á þessu ári

05:30 Tilkynnt var um 895 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi innbrota 849 og hafði ekki verið minni síðan 2009 þegar tilkynnt var um 2.883 innbrot til lögreglunnar. Meira »

Framtalsskilum flýtt um mánuð

05:30 Embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að ljúka álagningu einstaklinga mánuði fyrr en áður hefur verið eða 31. maí nk. Verður það í annað sinn á þremur árum sem álagningunni er flýtt. Meira »

Skoða réttarstöðu sína

05:30 Líklegast er talið að veikleiki í einangrun Vestmannaeyjastrengs 3 hafi orsakað bilun í strengnum. Viðgerð á strengnum var sú dýrasta í sögu Landsnets, kostaði 630 milljónir króna, og er fyrirtækið nú að skoða rétt sinn gagnvart framleiðandanum. Meira »

Ríkir og rosknir vilja rafbíla

05:30 42% Íslendinga sem hyggjast kaupa sér nýjan bíl innan þriggja ára vilja helst að bíllinn sé knúinn rafmagni sem aðalorkugjafa. Meira »

Lagt fram í fjórtánda sinn

05:30 „Þetta mál er gríðarlega mikilvægt og mikilvægara nú en oft áður. Við sjáum að þessi mál hafa verið að hreyfast í ranga átt víða í heiminum. Það er verið að ræða um endurnýjun í kjarnorkubúrum í Bandaríkjunum og víðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Meira »

Litlar líkur á að fiskur hafi sloppið

05:30 Matvælastofnun telur, á grundvelli ljósmynda og annarra gagna sem henni hafa borist, meðal annars lýsingum kafara, að litlar líkur séu á því að fiskur hafi sloppið úr sjókvíum fyrirtækisins í síðustu viku í kjölfar tjóns á tveimur kvíum. Önnur er í Arnarfirði en hin í Tálknafirði. Meira »

Lendi á sandbing í höfninni

Í gær, 22:50 Línuskipið Tjaldur SH hafnaði á sandbing í höfninni á Rifi. Björgunarskipið Björg frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg reynir að toga skipið að bryggjunni. Meira »

Geta smakkað 300 bjóra á hátíðinni

05:30 Hin árlega íslenska bjórhátíð verður sett í sjöunda sinn á Kex Hostel síðdegis í dag. Hátíðin stendur í þrjá daga og munu 5-600 manns fagna 29 ára afmæli þess að bjórbanninu var aflétt hér á landi. Meira »

Von á svipaðri lægð á föstudag

Í gær, 22:41 Enn eimir eftir austanlands af stormi sem gengið hefur yfir landið í dag. Mikil rigning er suðaustanlands og upp á sunnanverða firðina og gaf Veðurstofan út viðvörun vegna þess um klukkan hálfsjö í kvöld. Í samtali við mbl.is segir veðurfræðingur auknar líkur á skriðum og ofanflóðum austanlands. Meira »

Herjólfur hlaut langflest atkvæði

Í gær, 22:25 Nafnið Herjólfur hlaut langflest atkvæði á fjölmennum íbúafundi í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem kosið var um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju. Meira »

Logi skilaði inn framboði

Í gær, 22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Í gær, 22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

Í gær, 21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

Í gær, 21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

Í gær, 20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

Í gær, 21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

Í gær, 20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...