Ömurleg leið til að reyna að sanna sig

Ali Amoushahi.
Ali Amoushahi. mbl.is/Jóhann

„Þetta er ákaf­lega sær­andi – ég upp­lifi það bæði per­sónu­lega en einnig fyr­ir þjóðina í heild,“ seg­ir Ali Amous­hahi arkí­tekt, en hann hef­ur búið á Íslandi í um 20 ár og er kvænt­ur ís­lenskri konu. Hann er með tvö­falt rík­is­fang, breskt og ír­anskt, og veit ekki al­veg hvaða áhrif um­deild til­skip­un Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta gæti haft á hann og mögu­leg ferðalög hans vest­ur um haf.

Eins og komið hef­ur fram und­ir­ritaði Trump til­skip­un á föstu­dag en sam­kvæmt henni munu Banda­rík­in ekki taka á móti flótta­fólki næstu 120 daga. Þá munu rík­is­borg­ar­ar frá sjö ríkj­um, þar sem múslim­ar eru í meiri­hluta, ekki fá banda­ríska vega­bréfs­árit­un næstu þrjá mánuði. Um er að ræða Sýr­land, Súd­an, Sómal­íu, Líb­ýu, Íran, Írak og Jemen. Ali þekk­ir eng­an per­sónu­lega sem hef­ur orðið fyr­ir áhrif­um vegna til­skip­un­ar­inn­ar en hann fylg­ist vel með þróun mála.

Fjöldi Írana hefur búið lengi í Bandaríkjunum

„Fjöl­marg­ir Íran­ar búa í Banda­ríkj­un­um en síðan bylt­ing­in var í Íran, fyr­ir þrem­ur og hálf­um ára­tug, hef­ur fjöldi Írana flutt þangað. Til að mynda eru Íran­ar næst­stærsti hóp­ur inn­flytj­enda í Los Ang­eles. Sum­ir samland­ar mín­ir hafa búið vest­an­hafs í 30 ár og nýj­ar kyn­slóðir fólks hafa fæðst í Banda­ríkj­un­um. Ég er ekki með það á hreinu hversu mikið þessi til­skip­un mun hafa áhrif á það fólk,“ seg­ir Ali í sam­tali við mbl.is.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Sárir og móðgaðir

Ali þurfti í fyrsta sinn að fá sér­staka vega­bréfs­árit­un þegar hann fór til New York í fyrra, þrátt fyr­ir að vera með tvö­falt rík­is­fang. „Þrátt fyr­ir að hún sé gild í 10 ár vil ég ekki taka áhætt­una af því að fara þangað núna og verða jafn­vel vísað frá borði. Ég hef held­ur enga löng­un til að fara þangað eins og staðan er í dag,“ seg­ir Ali en ís­lensk­um manni var í gær meinað að fljúga til Banda­ríkj­anna vegna til­skip­un­ar­inn­ar. Mei­sam Rafiei er ís­lensk­ur rík­is­borg­ari en hann fædd­ist í Íran og er einnig með rík­is­borg­ara­rétt þar í landi. Hann var á leið á US Open-mótið í taekwondo ásamt öðrum ís­lensk­um kepp­end­um þegar hon­um var vísað frá borði. Ali hef­ur einnig heyrt af sam­lönd­um sín­um sem eru sár­ir vegna til­skip­un­ar­inn­ar.

Frétt mbl.is: Fluttur frá borði á síðustu stundu

„Einn maður er að læra í Banda­ríkj­un­um og kon­an hans hef­ur dvalið með hon­um á bráðabirgðaland­vist­ar­leyfi. Hún þurfti að fara heim til Íran og var ekki viss um að hún fengi land­vist­ar­leyfi aft­ur. Mann­in­um finnst hann hafa verið móðgaður og lang­ar að yf­ir­gefa Banda­rík­in.“

Þetta hellir olíu á eldinn

Ali þykir til­skip­un Trump ákaf­lega van­hugsuð og móðgandi fyr­ir lönd­in sjö. Það sé ekki nein hryðju­verkaógn frá Íran og hafi ekki verið í mörg ár. „Það hef­ur ekki komið einn ein­asti hryðju­verkamaður frá Íran og und­an­far­in 30 ár a.m.k. hafa þeir sem staðið hafa að hryðju­verk­um á Vest­ur­lönd­um ekki verið þaðan. Að tengja ein­hverja sér­staka ógn gagn­vart íbú­um Banda­ríkj­anna við mögu­leg­ar heim­sókn­ir fólks sem er fætt í Íran eða öðrum þeim lönd­um sem eru á þess­um svarta lista er ekk­ert annað en fá­rán­legt.“

Ali tel­ur að til­skip­un­in eigi ekki eft­ir að skapa ör­yggi í Banda­ríkj­un­um held­ur muni hún skapa aukna spennu á milli Banda­ríkj­anna og áður­nefndra landa. „Banda­rík­in hafa verið að berj­ast við Ríki íslams en þessi til­skip­un gef­ur bolt­ann í hend­urn­ar á hryðju­verka­mönn­un­um. Liðsmenn Rík­is íslams hljóta að vera­ ánægðir með þessa til­skip­un, þetta var það sem þeir vildu og hell­ir olíu á eld­inn. Trump hef­ur ekki hugsað málið til enda. Það er eins og hann sé að reyna að sanna sig og vel­ur að gera það á svona öm­ur­leg­an hátt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

Í gær, 18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

Í gær, 18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

Í gær, 17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

Í gær, 15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

Í gær, 15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

Í gær, 14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

Í gær, 13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

Í gær, 13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

Í gær, 12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

Í gær, 12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

Í gær, 11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

Í gær, 10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

Í gær, 11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

Í gær, 11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

Í gær, 09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...