Sat við hlið látins vinar og gat ekkert gert

Arngrímur B. Jóhannsson flugmaður.
Arngrímur B. Jóhannsson flugmaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Arngrímur Jóhannsson, flugmaður og fyrrverandi forstjóri flugfélagsins Atlanta, segist oft fá „flashback“ upplifun frá flugslysinu sem hann lenti í um mitt sumar 2015 þegar vél sem hann flaug frá Akureyri til Keflavíkur brotlenti á Gíslahnúk í Barkárdal. Rætt er við hann í viðtali hjá Vikudegi þar sem hann segir frá slysinu, afleiðingum þess og hvernig hann hafi unnið úr áfallinu.

Arngrímur segir í viðtalinu að hann muni vel eftir atburðarásinni. Hann hafi fengið brunasár um allan líkamann og að hann hafi þurft skinnágræðslu vegna þeirra. Vinur Arngríms sem var með honum í vélinni lést í slysinu og segir Arngrímur að þótt líkamleg sár séu að mestu gróin þá syrgi hann góðan vin og atvikið hafi breytt lífi sínu.

„Við vissum að við vorum á leiðinni niður og það var erfið tilhugsun. t segir Arngrímur í viðtalinu við Vikudag og bætir við: „Það er án efa versta upplifun sem ég hef gengið í gegnum að sitja við hliðina á látnum vini mínum lengst upp á fjöllum og geta ekkert gert.“ 

Áður hafði Arngrímur mikla ástríðu fyrir listflugi, en segist núna ekki getað hugsað sér að snúa henni á hvolf. Hann segir bréf frá vinum mannsins hafa stutt hann mikið til að fara aftur í flugið fljótlega eftir slysið. Þeir hafi sagt sér að það hafi verið það sem vinur hans vildi.

Vikudagur
Vikudagur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert