„Verðum að skilja stöðu okkar í heiminum“

Ísland var í hringiðu alþjóðlegu fjármálakrísunnar 2008. Stuttu áður en ...
Ísland var í hringiðu alþjóðlegu fjármálakrísunnar 2008. Stuttu áður en bankarnir þrír féllu hafði bandaríski seðlabankinn hafnað beiðni Seðlabanka Íslands um lánalínu.

Í september 2008 þegar vandamál alþjóðlega fjármálakerfisins voru byrjuð að skekja heiminn óskaði Seðlabanki Íslands eftir 1-2 milljarða dala lánalínu frá bandaríska seðlabankanum. Þrátt fyrir að Norðurlandaþjóðirnar hafi fengið sambærilega fyrirgreiðslu samþykkta var Íslandi hafnað. Var það meðal annars vegna þess að Ísland þótti ekki kerfislega mikilvægt, það var talin smitáhætta af fjármálakerfinu hér á landi og þá taldi seðlabankinn að lánalínan myndi ekki skipta neinu máli í raun þar sem vandamálið hér á landi væri það stórt. 

Þetta má lesa úr fundagerð FOMC-nefndar bandaríska seðlabankans frá því 29. október 2008. Á fundinum voru allir helstu toppar seðlabankans og þeir sem komu að uppbyggingu lánalínukerfisins. Er þar rætt um ákvarðanir varðandi lánalínur og til hvaða viðmiða hefði verið horft við ákvörðun á veitingu þeirra. Meðal fundarmanna voru Ben Bernanke, þáverandi seðlabankastjóri, Timothy Geithner, þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, stjórnarmenn bankans og hátt settir hagfræðingar. Fundargerðin var upphaflega gerð opinber sumarið 2014 og var meðal annars fjallað um hana í skoðanapistlinum Óðni í Viðskiptablaðinu það sama ár.

Töldu upphæðina ekki geta bjargað bankakerfinu

Lánalínan sem Ísland óskaði eftir var á bilinu 1-2 milljarðar dala, en það var um 5-10% af vergri landsframleiðslu. Í fundargerðinni er bent á að stærð fjármálakerfisins hér á landi hafi aftur á móti verið 170 milljarðar dala og að 1-2 milljarða lánalínur hafi einfaldlega ekki verið nægjanlega miklar til að bregðast við mögulegu hruni á trausti til bankakerfisins.

Kristrún Heimisdóttir, rannsóknarfélagi við Columbia Law School í New York, hefur undanfarið skoðað þessi gögn og minntist á þau á fundi Háskóla Íslands í tilefni af útgáfu bókarinnar „The Icelandic Financial Crisis: A Study into the World´s Smallest Currency Area“ eftir Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, og Hersi Sigurgeirsson, dósent við viðskiptafræðideild.

Ísland sýnidæmi um ríki sem ekki skuli bjarga

Í samtali við mbl.is segir Kristrún að þessi fundargerð, sem sé meðal gagna sem æðstu stjórnsýslustofnanir í Bandaríkjunum hafi verið að birta opinberlega þegar langt sé liðið frá atburðunum, afhjúpi einstaklega veika stöðu Íslands innan hins hnattvædda fjármála- og peningakerfis þar sem Bandaríkin tróni efst með forðamynt allra ríkja, dollarann. 

Kristrún Heimisdóttir, rannsóknarfélagi við Columbia Law School í New York.
Kristrún Heimisdóttir, rannsóknarfélagi við Columbia Law School í New York. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þarna er æðsta stjórn bandarískra peningamála samankomin til að útfæra fordæmalausar björgunaraðgerðir fyrir einstök ríki og þar með um leið heimskerfið og Ísland er í umræðunum notað sem sýnidæmið um ríki sem ekki skuli bjarga. Félagar mínir við Columbia hafa bent mér á að ekkert ríki geti talið sig eiga rétt til lánafyrirgreiðslu frá bandaríska Seðlabankanum þó að um neyð sé að ræða, en þessi útilokun, sem Ásgeir og Hersir telja einsdæmi í þessum almennu aðgerðum Bandaríkjanna haustið 2008, gengur augljóslega þvert gegn grónum hugmyndum Íslendinga um stöðu sína í heiminum,“ segir Kristrún.

Íslenskt fjármálakerfi ekki nógu mikilvægt

Fundargerðin er löng og rekur öll ummæli viðstaddra. Kristrún segir að umræðan bendi til að samkvæmt þeim skilyrðum sem sett eru fram varðandi lánalínurnar teljist fjármálakerfi Íslands ekki mikilvægt og að hrun þess teldist ekki sérstök ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Rothöggið hafi síðan verið stærð bankakerfisins og að Seðlabanki Íslands hafi beðið um upphæð sem þrátt fyrir að vera tiltölulega hátt hlutfall þjóðarframleiðslu dygði að mati Bandaríkjamanna ekki til að tryggja traust á íslenska bankakerfinu.

Sambandið við Bandaríkin léttvægt þegar á reyndi

„Við Íslendingar verðum að skilja stöðu okkar í heiminum,“ segir Kristrún og vísar til þess að óháð því hvernig öryggis- og varnarsamstarf hafi verið milli Íslands og Bandaríkjanna sýni fundargerðin að það var léttvægt þarna þegar á reyndi. „Lærdómurinn af þessu er þörfin fyrir að gera 360 gráðu heildrænt stöðumat fyrir Ísland. Efnahagsmál og utanríkismál eru eitt og sama málið, sérstaklega nú í ljósi óstöðugleika og óvissu í heimsmálum. Efnahagslegum vopnum hefur verið beitt á harkalegri hátt á síðustu árum en áður og gróin skipan t.d. fríverslunarsamninga kann að vera í uppnámi. Þetta mun snerta Ísland. Lærdómar hrunsins hvað varða alþjóðasamskipti skipta hér miklu máli. Það skipti höfuðmáli þegar fram í sótti í endurreisninni hérlendis að Bandaríkin studdu Ísland í stjórn AGS en við búum ekki við almenna og örugga vernd annarra í þessum nýja heimi. Bankakerfi á Íslandi verður að hæfa styrk ríkisins og má aldrei aftur verða ógn við þjóðarhagsmuni heldur traust þjónusta við raunhagkerfið. Nú er ný sala banka fram undan og fjármálakerfi framtíðarinnar á Ísland í mótun, en umræðan er innihaldslítil og heyrist varla. Það vekur furðu í ljósi sögunnar og þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Kristrún.   

Miðað við fyrri samskipti Íslands og Bandaríkjanna segir Kristrún að afstaða bandaríska seðlabankans sé mjög köld. Þannig virðist meðal annars ekki horft til samskipta ráðamanna í ríkisstjórn Bandaríkjanna og frá þessum tíma Íslands og yfirlýsinga um vináttu, heldur séu einfaldlega skoðaðir fjárhagslegir hagsmunir Bandaríkjanna á strípaðan hátt.

Neitun Bandaríkjanna merki um að Ísland væri í kuldanum

Sem fyrr segir skrifaði Ásgeir nýlega bók um þessi málefni ásamt Hersi Sigurgeirssyni. Í samtali við mbl.is segir Ásgeir að áhlaupið á íslenska fjármálakerfið hafi í raun hafist þegar höfnunin kom frá Bandaríkjunum. Segir hann að lengi hafi verið horft til þess af erlendum greiningarfyrirtækjum að íslenska ríkið gæti sótt peninga á frjálsan markað og að Seðlabankinn væri hluti af einhvers konar björgunarhring vestrænna seðlabanka þar sem stóru bankarnir myndu hjálpa þeim minni. Neitun bandaríska Seðlabankans var í raun merki um að Ísland væri úti í kuldanum og í kjölfarið frusu viðskipti á íslenskum gjaldeyrismarkaði.

Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands.
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Segir hann að í hruninu hafi Bandaríkin, sem útgefandi stærstu forðamyntar heims, veitt fjölda smærri myntsvæða ríka lausafjáraðstoð, þar með talið Danmörku sem var nýtt til þess að bjarga Danske bank. Ísland hafi aftur á móti ekki fengið neina aðstoð. Þvert á móti settu aðrir seðlabankar, einkum sá breski, fram harðar kröfur sem urðu sífellt óbilgjarnari eftir því sem staða landsins versnaði.   

Ísland of lítið til að bjarga“

Ásgeir rifjar upp að frá eftirstríðsárunum hafi Bandaríkin alltaf verið fjárhagslegir bakhjarlar Íslands. Þeir hafi lánað Íslendingum pening til að redda hinum ýmsu krísum. „Mig grunar að þetta hafi verið skoðun stjórnmálamanna hér að Bandaríkin myndu veita landinu stuðning þegar á reyndi,“ segir hann og bætir við: „Það kom því gríðarlega á óvart þegar neitunin kom á sínum tíma.“

Telur hann að enginn grundvallarmunur hafi verið á íslensku bönkunum og þeim evrópsku. „Ef þeir [íslensku bankarnir] hefðu átt heimilisfesti í einhverju öðru Evrópulandi væru þeir væntanlega enn starfandi,“ segir Ásgeir og bendir á að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að eignasafn þeirra hafi almennt verið verra en systurstofnana ytra og raunar hafi verið mjög góðar heimtur af erlendu eignasafni þeirra „Bankarnir voru ekki bara of stórir til að bjarga, heldur var Ísland of lítið til að bjarga.“

mbl.is

Innlent »

Segir stjórnendur Arion óttast umræðuna

14:22 „Vogunarsjóðirnir munu bíða færis, þeir munu bíða þess að storminn lægi, þeir munu greiða út arð og þeir munu selja Valitor. Þökk sé ríkisstjórninni sem var eins og höfuðlaus her í þessari baráttu og gaf frá sér eina vopnið sem þeir áttu, hlutabréf ríkisins.“ Meira »

Má búast við kulda

14:10 Þrátt fyrir að vorjafndægur séu í dag og að veðurfarið hafi verið milt að undanförnu, stefnir í kólnandi veður um helgina og jafnvel fram yfir páska. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, telur ekki ástæðu til að fara taka fram grillið enda fari líklega að snjóa um helgina. Meira »

Enn til miðar á Ísland-Argentína

14:00 Þór Bæring, hjá Gamanferðum, er nýkominn heim frá Rússlandi. Hann segir að mikill munur sé á borgunum þremur sem Íslendingar þurfa að heimsækja, Moskvu, Volgograd og Rostov. Meira »

Lögreglan rannsakar líkamsleifarnar

13:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar líkamsleifar sem fundust á Faxaflóa nýverið, en upphaf málsins má rekja til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í síðasta mánuði. Ekki liggur fyrir af hverjum líkamsleifarnar eru og víst að það mun taka einhvern tíma að leiða það í ljós. Meira »

Líkamsleifar fundust við Snæfellsnes

12:59 Líkamsleifar fundust nýverið við Snæfellsnes. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Fundust þær að hans sögn á 120 metra dýpi í Faxaflóa nálægt Snæfellsnesi. Meira »

Styrmir skýtur á flokksforystuna

12:29 Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir á vefsíðu sinni að eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins sé það ljóst að flokkurinn telji sig ekkert eiga ósagt við þjóðina um ástæður hrunsins og sjái heldur ekki ástæðu til að ræða fylgistap sitt innan eigin raða. Meira »

Líta málið alvarlegum augum

12:08 Baldur Þórhallsson prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands var í viðtali í þættinum Ísland vaknar í morgun til að ræða þá stöðu sem komin er upp á milli Breta og Rússa eftir að Bretar sökuðum Rússa um að hafa fyrirskipað morðið á gagnnjósnaranum Sergei Skripal og Juliu, dóttur hans í Bretlandi í síðustu viku. Meira »

Elfa Dögg leiðir í Hafnafirði

12:26 Framboðslisti Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs í Hafnarfirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor var samþykktur í gærkvöldi. Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, verður oddviti listans. Meira »

„Hættulegur fyrir sjálfstæðið okkar“

11:55 „Miklar áhyggjur eru af regluverki Evrópusambandsins um orkumál á Íslandi. Ekki aðeins í okkar flokki heldur í næstum öllum stjórnmálaflokkunum fyrir utan þá tvo flokka sem styðja inngöngu í Evrópusambandið, sósíaldemókratana og Viðreisn.“ Meira »

Alþjóðlegi hamingjudagurinn í dag

11:34 Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn og hefur því verið efnt til málþings. „Við leggjum áherslu á hvað hamingja er, það er ekki að vera brosandi allan sólarhringinn. Heldur að geta tekist á við áskoranir daglegs lífs og fara í gegnum erfiðleika á uppbyggilegan hátt,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Meira »

Flestir íslenskir vegir einnar stjörnu

11:30 Samkvæmt EuroRAP öryggismatinu er mörgu ábótavant í íslenska vegakerfinu. Í dag var opnað fyrir nýjan gagnagrunn sem geymir stjörnugjöf fyrir 4.200 kílómetra vegakerfisins á Íslandi og upplýsingar um þær framkvæmdir sem mælt er með að ráðast í, hvað þær kosta og hverju þær skila í minni slysatíðni. Meira »

Biblían komin á íslensku í snjallforriti

11:07 Biblían á íslensku var gerð aðgengileg í liðinni viku á Biblíusnjallforritinu The Bible App sem YouVersion stendur að.  Meira »

Vantar betri illmenni

10:56 Síðustu ár hefur kvenofurhetjum fjölgað nokkuð. Ekki bara á hvíta tjaldinu, heldur einnig í sjónvarpsþáttum. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda/nördasérfræðingur Ísland vaknar, kom í heimsókn og fór yfir tvær þeirra. Meira »

Eins og Bond-mynd

09:51 Mál Cambridge Analytica og Facebook minnir einna helst á skáldsögu eða jafnvel mynd um James Bond. Gengi Facebook hefur fallið og breskir og bandarískir fjölmiðlar eru að ganga af göflunum. Meira »

Kristrún Heiða ráðin upplýsingafulltrúi

09:30 Kristrún Heiða Hauksdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis.  Meira »

Halla Björk efst á L-listanum

10:03 Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri og fyrrverandi bæjarfulltrúi, verður í efsta sæti Lista fólksins á Akureyri við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. L-listinn fagnaði 20 ára afmæli með kaffisamsæti í menningarhúsinu Hofi um helgina og þá var tilkynnt hverjir skipa listann við kosningarnar. Meira »

Vilja komast hjá öðru útboði

09:37 Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir borgina munu ræða við aðila sem sóttu útboðsgögn vegna strætóskýla. Reynt verði að semja við þá aðila áður en efnt verður til annars útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu. Meira »

Besta útgáfan af okkur

09:27 Hvernig ætli Hellisbúinn, einleikurinn vinsæli, væri núna? Það var ein af spurningunum sem reynt var að svara í morgunspjallinu í Ísland vaknar í morgun. Meira »
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...