Maclandshúsið rifið baka til

Macland flutti á Laugaveg 23 fyrir rúmum tveimur árum.
Macland flutti á Laugaveg 23 fyrir rúmum tveimur árum. mbl.is/Árni Sæberg

Sótt hefur verið um leyfi til að gera breytingar á Laugavegi 23 þar sem Macland er til húsa og rekur verslun sína. Breytingarnar eru í samræmi við fyrirhugaða tengingu milli Brynjureits og Hljómalindarreits.

Framkvæmdirnar verða að mestu á aftari hluta hússins en framhliðin verður aðeins löguð til. „Húsið verður rifið að hluta og byggt aftan við það tvær hæðir. Búðin fær síðan glugga inn á göngustíginn og Brynjureit,“ segir Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þingvangs, í Morgunblaðinu í dag.

Hann á von á því að Macland þurfi að minnka við sig meðan á framkvæmdum stendur og býst við að þeim verði lokið innan tveggja ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert