Ragnar Þór nýr formaður VR

Ragnar Þór Ingólfsson.
Ragnar Þór Ingólfsson.

Ragnar Þór Ingólfsson hefur verið kjörinn nýr formaður VR til næstu tveggja ára. Hann sigraði Ólafíu B. Rafnsdóttur í formannsbaráttu og fékk 62,98% greiddra atkvæða. Ólafía fékk 37,02%.

Allsherjaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til formanns og stjórnar VR stóð frá 7. mars til kl. 12:00 á hádegi í dag. Atkvæði greiddu 5.706. Á kjörskrá voru alls 33.383. Kosningaþátttaka var því 17,09%.

Niðurstöður kosninganna eru sem hér segir:

Formaður VR - til tveggja ára

Ragnar Þór Ingólfsson

Sjö stjórnarmenn – til tveggja ára skv. fléttulista eins og kveðið er á um í 20. gr. laga VR.

Ólafur Reimar Gunnarsson
Harpa Sævarsdóttir
Birgir Már Guðmundsson
Guðrún Björg Gunnarsdóttir
Unnur María Pálmadóttir
Helga Ingólfsdóttir
Elisabeth Courtney

Þrír varamenn í stjórn VR – til eins árs

Guðrún Björk Hallbjörnsdóttir
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
Rannveig Sigurðardóttir

mbl.is