30 sjúklingar biðu samtímis

Álag á bráðamóttöku fer vaxandi og beið metfjöldi í fyrradag …
Álag á bráðamóttöku fer vaxandi og beið metfjöldi í fyrradag eftir því að komast inn á legudeild mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í fyrradag biðu á sama tíma 30 sjúklingar, sem lokið höfðu bráðameðferð, eftir því að geta lagst inn á legudeildir Landspítalans. Er það nýtt met að sögn yfirlæknis.

„Það hefur verið mjög annasamt síðustu daga hjá okkur,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans í Fossvogi, í Morgunblaðinu í dag, en hann segir álag á bráðamóttöku hafa farið vaxandi síðustu þrjú ár. „Við erum alltaf að ná nýjum toppum. Við fórum í fyrsta skiptið yfir 30 sjúklinga sem biðu eftir innlögnum núna í vikunni.“

Í janúar sl. var meðalbiðtími 18 klukkustundir en tölur fyrir febrúar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Biðtími nær þó í sumum tilfellum 3-4 sólarhringum og er lengstur í tilfellum þeirra sem þurfa einangrunarherbergi, en slík eru af skornum skammti að sögn Jóns Magnúsar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert