Námu íslenskuna í veröld Víðgelmis

Hópurinn við hellinn Víðgelmi í Borgarfirði. Þangað er um 45 …
Hópurinn við hellinn Víðgelmi í Borgarfirði. Þangað er um 45 mínútna akstur frá Borgarnesi. mbl.is/Guðrún Vala

Dropasteinn, hraunstrá og mannvistarleifar voru meðal íslenskra orða sem nemendur á íslenskunámskeiði við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi námu þegar þeir fóru á dögunum í kynnisferð í hellinn Víðgelmi í Hallmundarhrauni í Borgarfirði á dögunum.

Nemum þótti ferðin áhugaverð og lýstu kennslustund neðanjarðar sem miklu ævintýri, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ágætri aðstöðu með göngupöllum, þjónustuhúsi og fleira hefur nú verið komið upp í Víðgelmi. Selt er inn í skoðunarferðir um hellinn, sem hafa verið fjórar til sex á dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert