Lyf og heilsa í eigu sonar Karls

Lyf og heilsa er ekki lengur í eigu Karls Wernerssonar.
Lyf og heilsa er ekki lengur í eigu Karls Wernerssonar. mbl.is/Golli

Fjárfestirinn Karl Wernersson er ekki lengur eigandi lyfjaverslunarkeðjunnar Lyfja og heilsu og á rúmlega tvítugur sonur hans nú viðskiptaveldi föður síns. Greint var frá því í fréttum RÚV í kvöld að leiðréttum ársreikningi með breyttu eignarhaldi hefði verið skilað inn daginn eftir að Hæstiréttur dæmdi Karl í fangelsi.

Karl var í hópi umsvifamestu fjárfesta hér á landi fyrir hrun í gegnum eignarhaldsfélagið Milestone. Hann var  framkvæmdastjóri og eini eigandi Lyfja og heilsu, en varð að láta af störfum í fyrra eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir efnahagsbrot.

Í frétt RÚV segir að samkvæmt nýjustu ársreikningum séu Lyf og heilsa ekki lengur í eigu Karls. „Félagið er nú í 99,6% eigu félagsins Faxar ehf. sem er í eigu annars félags, sem nefnist Faxi ehf. Faxi er að fullu í eigu þriðja félagsins, Toska ehf., sem er í eigu sonar Karls, Jóns Hilmars, sem er þar með eigandi Lyfja og heilsu. Jón er fæddur árið 1995 og verður því 22 ára á þessu ári,“ segir í fréttinni.

Karl var nú í marsmánuði sl. dæmdur, ásamt tveimur öðrum stjórnendum Milestone í Héraðsdómi Reykjavíkur, til að greiða þrotabúi Milestone rúmlega fimm milljarða króna í skaðabætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert