Stjórnin fylgdi ekki formanninum á Austurvöll

Ragnar Þór Ingólfsson talar á Austurvelli í gær.
Ragnar Þór Ingólfsson talar á Austurvelli í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist hafa farið fram á það við ASÍ að hann fengi að halda ræðu á útifundi sambandsins á Ingólfstorgi en ekki haft erindi sem erfiði.

Þess í stað hélt Ragnar Þór ræðu á öðrum kröfufundi sem haldinn var á Austurvelli af þeim sem eru ósáttir við núverandi verkalýðsforystu. Stjórn VR fylgdi honum ekki þangað.

Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, varaforseti ASÍ og stjórnarmaður í VR, segir að búið hafi verið að ákveða fyrirfram að kona héldi ræðuna. „Þetta kom til tals á stjórnarfundi. Hann segir að hann geti haldið ræðuna en ég segi að það sé ekki hægt, það sé búið að ákveða að kona haldi hana. Það kom aldrei nein beiðni af hans hálfu,“ segir Ingibjörg í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert