Hófu kosningabaráttuna í Valhöll

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti ávarp.
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti ávarp. Ljósmynd/Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðismenn í Reykjavík hófu kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar með fjölmennu málefnaþingi í Valhöll um helgina. Þingið fór fram dagana 19. og 20. maí og sóttu það um 250 manns. Unnið var að stefnumótun á vettvangi sex málefnanefnda og er afrakstur málefnastarfsins grundvöllur að stefnu flokksins í komandi kosningu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði, fulltrúaráði sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði fundargesti.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði fundargesti. Ljósmynd/Sjálfstæðisflokkurinn

Á þinginu fluttu sérstök ávörp þau Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í Reykjavík, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Gísli Kr. Björnsson, formaður fulltrúaráðsins Varðar, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins.

Í tilkynningu frá Verði segir, að í ályktunum þingsins komi fram að lóðaskortur með tilheyrandi skorti á húsnæði sé ekki bara skipulagsmál heldur líka velferðarmál.

Tilverugrundvöllur að eiga þak yfir höfuðið

„Að eiga þak yfir höfuð sér er ekki bara einhver statístík heldur tilverugrundvöllur, lífið snýst um að búa börnunum sínum gott heimili í hverfi þar sem þau sækja skóla og vaxa úr grasi. Skipulagsmál eru ekki kort og tölur, þau snúast um lífið sjálft. Sjálfstæðimenn vilja tryggja að ávallt sé nægjanlegt framboð af lóðum til sölu og að byggingarréttargjald verði fellt niður. Þannig verði tryggt að lóðir í nýbyggingarhverfum séu seldar á kostnaðarverði.“

Þá segir að sjálfstæðismenn leggi áherslu á skipulagsmál í ályktunum sínum og bendi á að góðar samgöngur séu undirstaða nútímalífshátta. Undanfarna áratugi hafi þessum málum hins vegar ekki verið sinnt sem skyldi í Reykjavík. „Framtíðar byggingarland borgarinnar til norðurs og austurs hafi ekki verið opnað með stofnbrautum og hafi þetta m.a. valdið umferðartöfum og stuðlað að hækkandi fasteignaverði. Þá komi fram að öryggi í umferðarmálum hafi vikið fyrir gæluverkefnum undir stjórn núverandi meirihluta. Nauðsynlegt sé að forgangsraða í þágu viðhalds og uppbyggingar á vegakerfi höfuðborgarinnar með öryggi að leiðarljósi.“

Vilja aukið sjálfstæði og sveigjanleika í skólastarfi

Í skólamálum vilja sjálfstæðismenn auka fjölbreytni í skólastarfi og fjölga valkostum í námsleiðum og rekstrarformi skóla. Meta þurfi hvort skóli án aðgreiningar hafi skilað tilætluðum árangri og hvaða áhrif sú stefna hafi haft á kennara, nemendur og foreldra þeirra. Áhersla verði færð frá miðstýringu í átt að auknu sjálfstæði og sveigjanleika í skólastarfi. Þá er lagt til að fjármagn til náms fylgi hverjum nemanda og að stjórnendur hafi svigrúm til að stýra skólum sínum með ólíkum áherslum. Þannig verði fjölbreytni í skólastarfi aukin og valkostum fjölgað.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu. Ljósmynd/Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðisflokkurinn vill að útsvar verði lækkað í áföngum og komið niður fyrir meðalútsvar á landsvísu á næsta kjörtímabili. Markmið til lengri tíma er samkvæmt ályktun þingsins að útsvarið fari í lögbundið lágmark. Mikilvægt sé að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og hverfa frá þeim lausatökum sem viðgengist hafa í tíð núverandi meirihluta.

Vilja afnema skyldu um að fjölga borgarfulltrúum

Að lokum lýsti þing Sjálfstæðismanna í Reykjavík sig fylgjandi því að afnumin verði sú skylda sem hvílir á Reykjavíkurborg samkvæmt lögum að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í að minnsta kosti 23 við næstu sveitarstjórnarkosningar.

Ályktanir þingsins má finna hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Var vinur minn réttdræpur?“

15:45 „Getur einhver tekið af okkur byrðarnar í smá stund og barist fyrir okkur um að fá Hauk heim, þó ekki væri nema í einn dag? Við þráum hvíld.“ Þetta skrifar Lárus Páll Birgisson, vinur Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði í Sýrlandi. Meira »

„Hér er eitthvað sem fer ekki saman“

15:34 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, gerði langtímaatvinnuleysi að umtalsefni á Alþingi í dag og vakti athygli á því að samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016 til 2018 væri mikill munur á stöðu atvinnulausra eftir aldri. Meira »

DNA úr beinunum á leið til Svíþjóðar

15:13 „Við fáum beiðni um að greina þetta þá eru tekin úr þessu DNA sýni til rannsóknar. Þau eru send út til Svíþjóðar og það tekur yfirleitt þrjár vikur að fá niðurstöður,“ segir Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd Ríkislögreglustjóra, sem hefur til rannsóknar líkamsleifarnar sem fundust á botni Faxaflóa. Meira »

Unnið að auknu öryggi á geðsviði

15:10 Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, segir að tillögur um sjálfsvígsforvarnir væntanlegar á næstu vikum. Svandís tekur fram að tillögur starshóps um málið feli í sér aðgerðir sem „eru byggðar á reynslu nágrannaþjóða Íslendinga af árangursríkum sjálfsvígsforvörnum.“ Meira »

Lögðu krans á leiði Birnu

15:02 Skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq létu fyrir skömmu leggja krans á leiði Birnu Brjánsdóttur. Vildu skipverjarnir með þessu minnast þess að rúmt ár er frá láti Birnu. Meira »

Segir stjórnendur Arion óttast umræðuna

14:22 „Vogunarsjóðirnir munu bíða færis, þeir munu bíða þess að storminn lægi, þeir munu greiða út arð og þeir munu selja Valitor. Þökk sé ríkisstjórninni sem var eins og höfuðlaus her í þessari baráttu og gaf frá sér eina vopnið sem þeir áttu, hlutabréf ríkisins.“ Meira »

Enn til miðar á Ísland-Argentína

14:00 Þór Bæring, hjá Gamanferðum, er nýkominn heim frá Rússlandi. Hann segir að mikill munur sé á borgunum þremur sem Íslendingar þurfa að heimsækja, Moskvu, Volgograd og Rostov. Meira »

Má búast við kulda

14:10 Þrátt fyrir að vorjafndægur séu í dag og að veðurfarið hafi verið milt að undanförnu, stefnir í kólnandi veður um helgina og jafnvel fram yfir páska. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, telur ekki ástæðu til að fara taka fram grillið enda fari líklega að snjóa um helgina. Meira »

Lögreglan rannsakar líkamsleifarnar

13:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar líkamsleifar sem fundust á Faxaflóa nýverið, en upphaf málsins má rekja til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í síðasta mánuði. Ekki liggur fyrir af hverjum líkamsleifarnar eru og víst að það mun taka einhvern tíma að leiða það í ljós. Meira »

Líkamsleifar fundust við Snæfellsnes

12:59 Líkamsleifar fundust nýverið við Snæfellsnes. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Fundust þær að hans sögn á 120 metra dýpi í Faxaflóa nálægt Snæfellsnesi. Meira »

Styrmir skýtur á flokksforystuna

12:29 Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir á vefsíðu sinni að eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins sé það ljóst að flokkurinn telji sig ekkert eiga ósagt við þjóðina um ástæður hrunsins og sjái heldur ekki ástæðu til að ræða fylgistap sitt innan eigin raða. Meira »

Elfa Dögg leiðir í Hafnafirði

12:26 Framboðslisti Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs í Hafnarfirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor var samþykktur í gærkvöldi. Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, verður oddviti listans. Meira »

Líta málið alvarlegum augum

12:08 Baldur Þórhallsson prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands var í viðtali í þættinum Ísland vaknar í morgun til að ræða þá stöðu sem komin er upp á milli Breta og Rússa eftir að Bretar sökuðum Rússa um að hafa fyrirskipað morðið á gagnnjósnaranum Sergei Skripal og Juliu, dóttur hans í Bretlandi í síðustu viku. Meira »

Alþjóðlegi hamingjudagurinn í dag

11:34 Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn og hefur því verið efnt til málþings. „Við leggjum áherslu á hvað hamingja er, það er ekki að vera brosandi allan sólarhringinn. Heldur að geta tekist á við áskoranir daglegs lífs og fara í gegnum erfiðleika á uppbyggilegan hátt,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Meira »

Biblían komin á íslensku í snjallforriti

11:07 Biblían á íslensku var gerð aðgengileg í liðinni viku á Biblíusnjallforritinu The Bible App sem YouVersion stendur að.  Meira »

„Hættulegur fyrir sjálfstæðið okkar“

11:55 „Miklar áhyggjur eru af regluverki Evrópusambandsins um orkumál á Íslandi. Ekki aðeins í okkar flokki heldur í næstum öllum stjórnmálaflokkunum fyrir utan þá tvo flokka sem styðja inngöngu í Evrópusambandið, sósíaldemókratana og Viðreisn.“ Meira »

Flestir íslenskir vegir einnar stjörnu

11:30 Samkvæmt EuroRAP öryggismatinu er mörgu ábótavant í íslenska vegakerfinu. Í dag var opnað fyrir nýjan gagnagrunn sem geymir stjörnugjöf fyrir 4.200 kílómetra vegakerfisins á Íslandi og upplýsingar um þær framkvæmdir sem mælt er með að ráðast í, hvað þær kosta og hverju þær skila í minni slysatíðni. Meira »

Vantar betri illmenni

10:56 Síðustu ár hefur kvenofurhetjum fjölgað nokkuð. Ekki bara á hvíta tjaldinu, heldur einnig í sjónvarpsþáttum. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda/nördasérfræðingur Ísland vaknar, kom í heimsókn og fór yfir tvær þeirra. Meira »
PENNAR
...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirka 8 vikur ) annars 241.000
Er á leiðinni færð á 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirk...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...