Jafnvægi verði á húsnæðismarkaði 2019

Aðgerðir í húsnæðismálum kynntu þau Björt Ólafsdóttir og Þorsteinn Víglundsson ...
Aðgerðir í húsnæðismálum kynntu þau Björt Ólafsdóttir og Þorsteinn Víglundsson í dag. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Húsnæðismarkaðurinn hefur núna tvívegis á síðastliðnum áratugum brugðist fólkinu í landinu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags-, jafnréttis- og húsnæðismálaráðherra sem í dag kynnti húsnæðissáttmála, aðgerðaáætlun í fjórtán skrefum varðandi húsnæðismarkaðinn, ásamt Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Til stendur að halda sérstakt húsnæðisþing í október og sérstakur verkefnastjóri mun fylgja í því eftir næstu árin til þess að tryggja framkvæmd þeirra.

„Markmiðið með verkefninu er að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur og að flýta þeim tímapunkti að við náum jafnvægi á húsnæðismarkaðinn á nýjan leik,“ segir Þorsteinn. „Við ætlum að með þessum aðgerðum getum við hraðað því að jafnvægi náist aftur á fasteignamarkaði þannig að við metum þetta svo að með þessum aðgerðum myndi jafnvægi nást í kringum árið 2019.“

 „Við erum að horfa til þeirra sem að þurfa nauðsynlega, eins og við þurfum öll, þak yfir höfuðið og markaðurinn hefur ekki verið að ná að mæta,“ sagði þá Björt við kynningu húsnæðissáttmálans. „Það er auðvitað ungt fólk, efnaminna fólk og þar erum við að beina sjónum okkar, en auðvitað er þetta mikilvægt fyrir allt samfélagið í heild.“

Aðgerðahópurinn hefur unnið talsverða greiningarvinnu með aðkomu ýmissa aðila við að kortleggja vandann á húsnæðismarkaði en sú vinna var að mestu unnin af Íbúðalánasjóði. „Í stuttu máli er niðurstaðan sú að hér vantar allt að 9000 íbúðir á næstu þremur árum,“ sagði Þorsteinn.

Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Þá var samræming húsnæðisáætlana sveitarfélaganna annar liður í aðgerðunum sem hópurinn segir afar mikilvægan þátt. „Það er ekki hægt að hvert sveitafélag fyrir sig sé að leggja sína eigin húsnæðisáætlun í einangrun við áætlanir nágrannasveitafélagsins,“ sagði Þorsteinn.

Hvatar til langtímaleigu og einföldun regluverks

Nokkrir þættir í þeim aðgerðum sem boðaðar eru felast í breytingu laga, reglna og ferla. Í því samhengi verður til að mynda skoðað hvernig hægt sé að breyta hvötum sem hafi áhrif á þann veg að langtímaleiga verði gerð húsnæðiseigendum fýsilegri kostur.

„Það eru skattalegar aðgerðir sem að við erum að skoða þar og það er verið að horfa á að athuga með skammtímaleigu, hvort það eigi að setja einhverjar takmarkanir þar, það er ekkert búið að ákveða í þeim efnum,“ sagði Björt um þá hvata sem hugsanlega komi til greina.

Aukinn sveigjanleiki í útleigu á hluta húsnæðis er annar þáttur í aðgerðunum sem kynntar voru í dag. „Það hefur verið áætlað að í það minnsta nokkur hundruð íbúðir eða herbergi sem hægt væri að losa upp á markaðnum með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn.

Björt Ólafsdóttir.
Björt Ólafsdóttir. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Einföldun á regluverki byggingamála, sem tíðrætt hefur verið um, er jafnframt meðal aðgerðanna fjórtán og er nú unnið að einföldun regluverks hvað þetta varðar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og verða drög að því kynnt í haust.

Sama á við um regluverk og framkvæmd skipulagsmála sem stendur til að einfalda með það að markmiði að lækka byggingakostnað. „Ferlar, kannski helst á milli ríkis og sveitafélaga, ganga dálítið hægt. Ég held að það séu allir sammála um það og við viljum finna leiðir hvernig við getum flýtt þeim,“ útskýrði Björt.

Keldnaholt, Veðurstofureitur og Landhelgisgæslureitur verði nýttir

Þá verður gjaldtaka innviða eða samfélagsgjald skoðuð og metinn með það að markmiði að hvati verði til þess að byggja smærri íbúðir. „Útgangspunkturinn alltaf sá sami í öllum þessum verkefnum og það er að tryggja nægt framboð og sér í lagi að tryggja nægt framboð af hagkvæmum smærri íbúðum til fyrstu kaupa,“ sagði Þorsteinn.

„Það eru fjöldi lóða hérna á höfuðborgarsvæðinu í eigu ríkisins sem að standa ýmist ónýttar eða lítið nýttar og þar er horft til lóða eins og til dæmis Keldna, Keldnaholts, það er Veðurstofureitur, Landhelgisgæslureitur, það eru svæði í kringum Borgarspítala og svona mætti áfram telja,“ sagði þá Þorsteinn um þær lóðir í ríkiseigu sem til stendur að koma í byggð. Fjármálaráðherra og borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis samhliða kynningunni í dag. „Við erum að gera ráð fyrir að þarna verði hægt að reisa allt að 2000 íbúðir á komandi árum,“ bætti Þorsteinn við.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrita viljayfirlýsingu.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrita viljayfirlýsingu. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Startlán“ og félagslegt kaupleigukerfi til skoðunar

Nefndar voru einnig aðgerðir til að mæta fjármögnun einstaklinga til húsnæðiskaupa þar sem sérstaklega verða skoðaðar tvær leiðir: Svonefnd startlán sem eiga sér norska fyrirmynd sem fela í sér að hægt verði að viðbótarlán sem nemur hluta eða jafnvel allri höfuðstólsgreiðslu við íbúðakaup og hins fari fram mat á félagslegu kaupleigukerfi. Þessir þættir eru þegar í undirbúningi.

Flýta skal einnig fyrir og fjölga sértækum húsnæðisúrræðum fyri fatlað fólk og leita leiða til að ná niður kostnaði við byggingu slíkra úrræða. „Hér held ég að við séum ekki að standa okkur nægilega vel í að tryggja fötluðum einstaklingum þau úrræði sem nauðsynleg eru til þess að þau geti stigið fyrstu skrefin inn á fasteignamarkaði,“ sagði Þorsteinn.

Allt að 3.200 íbúðir til viðbótar

Þá voru tvenns konar félagslegar aðgerðir nefndar meðal aðgerða, þ.e. fjármögnun til uppbyggingar námsmannaíbúða  og að aukið fjármagn verði lagt í almenna íbúðakerfið. Uppbygging almenna íbúðakerfisins verði haldið áfram með 1,5 milljarða króna aukningu fjármagns til ársins 2020.

„Hérna er um verulega uppbyggingu að ræða,“ sagði Þorsteinn en gert er ráð fyrir því að á tímabilinu 2016-2022, verði veitt stofnframlög til bygginga allt að 3.200 íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Þá tók Björt það fram að aðgerðirnar hafi ekki verið fullkomlega útfærðar á öllum sviðum, en sú vinna muni halda áfram.

mbl.is

Innlent »

Allir farþegar á leið til byggða

Í gær, 23:40 Allir farþegar í tæplega 10 bílum sem voru fastir í Möðrudalsöræfum í kvöld eru á leið til byggða. Björgunarsveitir ferja fólkið til byggða en nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Meira »

Tómas Tómasson er látinn

Í gær, 23:36 Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954. Meira »

Gæti aukið hörku á svörtum markaði

Í gær, 21:45 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag um ráðstafanir vegna fyrirhugaðrar herðingar á eftirliti með ávanabindandi lyfjum. Meira »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

Í gær, 21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

Í gær, 21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

Í gær, 20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu,“ svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Ekki í leikfimi af ótta við myndatökur

Í gær, 20:03 Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skoða flókinn veruleika ungs fólks í nýrri mynd.  Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

Í gær, 20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Tryggði réttinn á Ísafirði

Í gær, 19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

Í gær, 18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala Háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Umræða um dánaraðstoð verði aukin

Í gær, 18:20 Þingmenn sjö stjórnmálaflokka á Alþingi eru flutningsmenn þingsályktunartillögu um dánaraðstoð.  Meira »

Vegir lokaðir fyrir norðan

Í gær, 18:19 Vegirnir um Öxnadalsheiði og Víkurskarð eru lokaðir. Veginum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi var lokað klukkan 18. Ófært er um Dalsmynni, Hólasand og Dettifossveg en þungfært inn í Fnjóskadal. Meira »

Lögleg lyf drepa fleiri en ólögleg

Í gær, 18:10 Megi vandi vegna ávanabindandi lyfja á Íslandi verður ekki leystur nema settar verði meiri skorður á aðgengi einstaklinga að ávísunum og önnur úrræði efld, segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Hér á landi eru það löglegu lyfin sem draga fólk til dauða oftar en ólöglegu. Meira »

Segir íbúa Vestmannaeyja í fjötrum

Í gær, 17:30 „Ég veit að fólk sem er sjóveikt fer ekki þessa leið án þess að geta lagst í koju,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður í Flokki fólksins, á Alþingi í dag. Hann spurði samgönguráðherra um aðbúnað í norsku bílferjunni Bodø sem leysir Herjólf af næstu tvær vikur. Meira »

Rósa Björk varaforseti Evrópuráðsþingsins

Í gær, 16:28 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var kosin einn af varaforsetum Evrópuráðsþingsins, á fundi þingsins sem stendur nú yfir í Strassborg. Meginhlutverk varaforseta er að stýra þingfundum í fjarveru þingforseta en á þinginu sitja 318 þingmenn sem fulltrúar um 800 milljóna Evrópubúa. Meira »

Festu bíla sína á Fjarðarheiði

Í gær, 18:04 Björgunarsveit frá Seyðisfirði aðstoðaði fólk sem hafði fest bíla sína á Fjarðarheiði, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, í morgun vegna ófærðar. Meira »

Félagsmenn GKG uggandi yfir tillögum

Í gær, 17:10 Stjórn Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, GKG, ætlar að halda almennan félagsfund í kvöld í ljósi þess að nýverið voru kynntar niðurstöður samkeppni um nýtt aðalskipulag Garðabæjar. Meira »

Pólitískur hávaði og skrípaleikur

Í gær, 16:28 „Mér er ekki ennþá ljóst eftir hvaða upplýsingum og gögnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar að kalla eða hvaða staðreyndir hún ætlar að fá fram sem ekki eru þegar komnar fram í Hæstaréttarmálinu,“ sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum á Alþingi í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ford Escape til sölu
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Ekkert ryð, ve...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA og NORSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21/8) ...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Borðstofuborð ásamt sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuborð með sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu. Borðið e...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ?????...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...