Borgarlínan mun kosta 63-70 milljarða

Byggja á upp borgarlínu með rafmagnsstrætisvögnum, en til lengri tíma ...
Byggja á upp borgarlínu með rafmagnsstrætisvögnum, en til lengri tíma gæti verið horft til hraðlesta.

Kostnaður við uppbyggingu borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu mun nema 63-70 milljörðum króna, en áætlað er að byggja kerfið upp í áföngum. Endanlegar tillögur um legu línunnar eiga að liggja fyrir síðsumars í ár og undirbúningur fyrsta áfanga að ljúka í byrjun árs 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en síðar í dag verður kynningarfundur um fyrirhugaða legu línunnar.

Áætlað er að borgarlínan verði allt að 57 kílómetrar að lengd með 13 kjarnastöðvum þar sem áætlað er að aukin uppbygging húsnæðis verði samhliða.

Í tilkynningunni segir að samkvæmt mannfjöldaspá geti íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 70 þúsund á næstu 25 árum og með auknum ferðamannastraumi geti það að óbreyttu aukið ferðatíma fólks um allt að 65% og umferðatafir um rúmlega 80%. Það sé því markmið sveitarfélaganna með borgarlínu að auka vægi almenningssamgangna til að vega á móti þeirri þróun.

Fyrstu tillögur um Borgarlínu.
Fyrstu tillögur um Borgarlínu. Mynd/Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Í apríl á þessu ári sendu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bréf til fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir þátttöku ríkisins í kostnaði við uppbyggingu borgarlínu. Kom þar meðal annars fram að áætlaður heildarkostnaður við borgarlínuna væri um 55 milljarðar (með vikmörkum á bilinu 44-72 milljarðar). Þá var gert ráð fyrir að kostnaður vegna hönnunar og nauðsynlegs rekstrarlegs og tæknilegs undirbúnings fyrir verklegar framkvæmdir verði um 1,5 milljarður króna á árunum 2017 – 2018.

Samkvæmt skýrslu VSÓ ráðgjafar vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 2010-2030 um afmörkun samgöngu- og þróunaráss kemur fram að í upphafi sé gert ráð fyrir uppbygging hraðvagnakerfis, en ef þétting umhverfis borgarlínuna og aukin notkun samgöngukerfisins aukist geti skapast forsendur fyrir léttlestarkerfi. Til að ná þeim markmiðum þurfi almenningssamgöngur að ná 12% hlutdeild í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Því sé hægt að ná með því að stækka hóp mögulegra farþega, m.a. með því að þétta byggð umhverfis borgarlínuna.

Hugmyndir um hvernig borgarlínan yrði við Fífuhvammsveg.
Hugmyndir um hvernig borgarlínan yrði við Fífuhvammsveg.

Fyrirsjáanlegar eru miklar tækniframfarir í tengslum við farþegaflutninga á komandi árum, meðal annars með tilkomu rafbíla og sjálfkeyrandi búnaðar í þeim. Í tilkynningu samtakanna núna segir að ein helsta áskorun borgarumhverfis framtíðar sé plássleysi og sökum þess munu tækniframfarir í formi sjálfkeyrandi bíla aldrei geta leyst af hólmi afkastamiklar almenningssamgöngur.

Áætlað er að vagnar borgarlínunnar verði rafknúnir og muni ferðast í sérrými og fái forgang á umferðarljósum. Gert er ráð fyrir að ferðatíðni verði á milli 5-7 mínútur á annatímum og verða byggðar yfirbyggðar biðstöðvar með farmiðasölu og upplýsingaskiltum í rauntíma.

mbl.is

Innlent »

Skemmdarverk unnin á minnisvarða NATO

20:50 Skemmdarverk hafa verið unnin á minnisvarða NATO við Hótel Sögu, en samkvæmt upplýsingum frá athugulum lesanda mbl.is hefur tjöru verið helt á skúlptúrinn og fiðri í kjölfarið. Einnig hefur rauðri málningu verið skvett á minnisvarðann og hvít klæði hengd á hann. Meira »

Einn með allar réttar í Lottó

20:22 Einn miðahafi var með all­ar töl­ur rétt­ar þegar dregið var út í Lottó í kvöld. Sá heppni hlýt­ur tæpar sjö millj­ón­ir í vinn­ing, en miðinn var keyptur á lotto.is. Meira »

Námsmanni gert að yfirgefa landið

19:40 Kanadamanninum Rajeev Ayer, nema í leiðsögunámi við Keili, hefur af hálfu Útlendingastofnunar verið gert að yfirgefa landið, en hann segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við stofnunina og að umsókn sín um dvalarleyfi hafi velkst um í stjórnsýslunni í nokkra mánuði. Meira »

Hrólfur næst í Hörpu

19:30 Síðasti vinnudagur Hrólfs Jónssonar hjá Reykjavíkurborg var í gær. Hann komst á starfslokaaldur samkvæmt 95 ára reglunni (35 ára starfsaldur + lífaldur) fyrir nokkru og ætlar að snúa sér að ráðgjöf og tónlist. Meira »

„Opni alls ekki póstana“

18:56 Tölvupóstar hafa nú síðdegis borist fólki í nafni Valitors þar sem greint er frá því að kreditkorti viðkomandi hafi verið lokað vegna „tæknilegra atvika“. Valitor segir póstana ekki koma frá fyrirtækinu og er fólk beðið um að smella alls ekki á hlekkinn. Meira »

950.000 kr. ágreiningur kostar 5 milljónir

18:30 „Ég efast um að við hér séum þau einu sem rýna ekki í hverja einustu línu á hverri blaðsíðu á 40 blaðsíðna og flóknum símareikningi sem kemur mánaðarlega. Ég efast um að við séum eina fyrirtækið eða fjölskyldan sem rukkað er um þjónustu sem ekki er veitt,“ segir framkvæmdastjóri Inter Medica. Meira »

Hagamelur væri bara byrjunin

17:23 Elías hjá Fisherman sér fyrir sér að opna fiskbúðir úti í heimi, nokkurs konar örframleiðslu þar sem útbúnir yrðu ferskir fiskbakkar og -réttir fyrir stórmarkaði í nágrenninu. Meira »

Blúsinn lifir góðu lífi

17:31 Blúshátíð í Reykjavík 2018 var sett í dag með Blúsdegi í miðborg Reykjavíkur. Blússamfélagið á Íslandi fylkti liði og gekk í skrúðgöngu niður Skólavörðustíg, en lúðrasveitin Svanur var með í för og lék glaðlegan jarðarfararblús frá New Orleans. Meira »

Sýndu bandarískum nemum samstöðu

16:24 Um hundrað manns tóku þátt í göngunni March for Our Lives Reykjavík, í miðborginni nú klukkan þrjú. Gangan er haldin til stuðnings málstað bandarískra ungmenna sem mótmæla frjálslyndri skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. Hreyfingin March For Our Lives varð til í kjölfar skotárásarinnar í menntaskóla í Flórída í febrúar þar sem sautján féllu. Meira »

Spenntu upp hurð og brutust inn

15:58 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um innbrot í einbýlishús í Grafarvogi í gærkvöldi. Höfðu þjófarnir spennt upp hurð á húsinu, farið þar inn og stolið munum. Tilkynnt hefur verið um tvö önnur innbrot frá því í gærkvöldi. Meira »

Strandaglópur í Köben eftir handtöku

15:31 Jón Valur Smárason framkvæmdastjóri var handtekinn á Kastrup-flugvelli fyrr í mánuðinum vegna tilhæfulausrar ásökunar starfsmanns á vellinum. Varð það til þess að hann missti af flugi sínu með Wow Air til Íslands og varð að dvelja aukanótt í Kaupmannahöfn. Meira »

Skjól frá þrælkun og barnahjónaböndum

14:35 Hún hefur helgað sig hjálparstarfi undanfarinn áratug og segir verkefnið stundum yfirþyrmandi, en þá verði hún að rífa sig upp og einbeita sér að því sem hún þó getur gert. Meira »

„Við hræðumst ekki Rússa“

13:40 „Staðan í heimsmálunum eins og hún er í dag er frekar óstöðug. Ekki einungis vegna Eystrasaltsríkjanna og Rússlands heldur einnig meðal annars vegna Sýrlands, Tyrklands, Norður-Kóreu og Kína.“ Meira »

Óbrotnir eftir fallið

12:37 Tveir menn sem lentu í vanda við Stóru-Ávík í Árneshreppi á níunda tímanum í morgun fóru fram á kletta í svonefndu Túnnesi rétt við bæinn. Annar mannanna fór of framarlega og féll fram af klettunum en stoppaði á klettasyllu um metra frá sjónum. Félagi mannsins reyndi að koma honum til staðar en féll einnig fram af syllunni. Meira »

Björt Ólafsdóttir má keyra trukka

11:51 Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar og Jóhann K Jóhannsson fóru yfir það sem stóð upp úr í fréttum vikunnar í Magasíninu á K100. Margt bar á góma í spjallinu, meðal annars hundakaffihús, sjúkrabíla, Facebook gagnasöfnun o.fl. Meira »

Verkefnastjórn um málefni LÍN skipuð

13:16 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað verkefnastjórn um endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Formaður stjórnarinnar er Gunnar Ólafur Haraldsson, hagfræðingur og fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira »

Frumvarpið í raun dautt

11:56 Útlit er fyrir að kosningaaldur í komandi kosningum verði óbreyttur, 18 ár. Frumvarp um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár var tekið til þriðju umræðu á Alþingi í gær. Meirihluti virðist fyrir málinu meðal þingmanna en ekki tókst að greiða atkvæði um málið í gær. Meira »

Það var hvergi betra að vera

11:30 „Það sem var best við stúkuna var að kvöldsólin skein beint í andlitið á manni,“ segir skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm í samtali við mbl.is en í vikunni var hafist handa við að rífa áhorfendastúku og steypt áhorf­enda­stæði við Val­bjarn­ar­völl­inn í Laug­ar­dal. Meira »
Múrari
Múrari: Lögg. múrarameistari getur bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalag...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-le...
 
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...