Dæmdur fyrir nauðgun í annað sinn

Hæstiréttur íslands.
Hæstiréttur íslands. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ingvar Dór Birgisson var í dag dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára gamalli stúlku árið 2014. Hann hefur áður hlotið dóm fyrir kynferðisbrot, en árið 2015 var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga annarri 14 ára gamalli stúlku.

Í dómnum kemur fram að Ingvar hafi nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni og haft við hana samræði og önnur kynferðismök. Ingvari var einnig gert að greiða fórnarlambi sínu 1,2 milljónir króna. Brotið framdi hann á meðan hann beið refsingar í hinu málinu.

Meira en helmingi eldri en stúlkan

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði á síðasta ári dæmt Ingvar í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir brotið, en Hæstiréttur mildaði í dag dóminn. Í dómi Hæstaréttar segir að þar sem brot hans hafi verið framið fyrir uppkvaðningu dóms í fyrra málinu beri dómnum að dæma honum hegningarauka. 

Í dómi Hæstaréttar segir að brot Ingvars sé „alvarlegt og ófyrirleitið“. Kvað stúlkan Ingvar hafa vitað að hún var 14 ára á þessum tíma en hann hafi verið 29 ára.

Hótaði að birta nektarmyndir ef hún kæmi ekki í heimsókn

Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að Ingvar hefði haft samskipti við stúlkuna í gegnum samfélagsmiðla, fengið hana til að senda sér nektarmyndir og þá hótað henni að birta myndirnar á netinu ef hún kæmi ekki í heimsókn til hans. Hann hafi greitt fyrir hana fargjald í strætó og leiðbeint henni að heimili sínu. Þar hafi hann síðan brotið á henni. 

Stúlkan leitaði til lögreglu ásamt móður sinni í kjölfar brotsins. Ingvar neitaði því alfarið í fyrstu yfirheyrslu að hafa haft samræði við stúlkuna. Kannaðist hann við að hafa hitt hana einu sinni stuttlega fyrir tilviljun í Hamraborg á leið sinni til vinnu. Síðar viðurkenndi hann að hafa átt opinská kynferðisleg samtök við hana á Skype.

Flúði land þrátt fyrir farbann

Var Ingvar úrskurðaður í farbann í kjölfarið en fór samt sem áður úr landi. Var því gefin út handtökuskipun á hendur honum og var hann handtekinn við komu til Amsterdam og framseldur þaðan til Íslands. Á þeim tíma beið hann dóms Hæstaréttar í máli þar sem honum var gefið að sök kynferðisbrot gagnvart 14 ára stúlku árið 2010. 

Fram kemur í dómnum að Ingvar hafi í samtölum sínum við stúlkuna lýst því hvaða kynferðislegu athafnir hann hugðist framkvæma með henni en stúlkan greindi honum frá því að hún hefði ekki haft samræði áður.

Vinkonan hvatti hana til að segja frá

Þegar stúlkan sagði vinkonum sínum frá þessu þá hafi önnur þeirra hvatt hana til að segja frá því sem gerðist. Hafi hún ekki gert sér grein fyrir því fyrr en hún fór að ræða við hana að um nauðgun væri að ræða. Hún hafi hins vegar í fyrstu ekki þorað að segja neinum fullorðnum frá strax.

Í dómnum kemur fram að samskipti mannsins við stúlkuna beri glöggt með sér að fullorðinn maður talar við reynslulitla unglingsstúlku. „Hið kynferðislega tal er einhliða af hans hálfu og hann stýrir því alfarið. Hann þrýstir á brotaþola með vaxandi þunga og er tilgangurinn sá að sannfæra hana um að hún eigi að koma og eiga sín fyrstu kynferðismök með honum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »

Kvennaathvarfið ætlar að reisa 16 íbúðir

Í gær, 14:12 „Þetta endurspeglar það sem ég hef haft áhuga á,“ segir Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra. Hún hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá Kvennaathvarfinu þar sem hún mun vera í forystu í húsnæðissjálfseignastofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað vegna áætlana um að byggja 16 íbúðir. Meira »

„Þetta er góður og rólegur strákur“

Í gær, 12:42 „Mér skilst að bílstjórinn hafi verið miður sín og að þetta hafi komið á óvart. Þetta er góður og rólegur strákur,“ segir Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóbílstjóri var handtekinn síðdegis í gær fyrir að hafa ráðist á pilt. Meira »

Bestu fréttirnar í langan tíma

Í gær, 11:38 Fjölskylda Sunnu Elviru Þorkelsdóttur á ekki von á neinum viðbrögðum frá Spáni um helgina en greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að einungis ætti eftir að ganga frá formsatriðum varðandi það að íslenska lögreglan taki yfir mál Sunnu og hún verði laus úr farbanni. Meira »

Vilja kostnaðartölur upp á borðið

Í gær, 13:43 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segja báðar að gögn um greiðslur til þingmanna og kostnað sem greiddur væri af ríkinu fyrir störf þeirra ættu að vera upp á borðinu. Meira »

Gáfu út ákæru sem þeir máttu ekki gera

Í gær, 12:08 Landsréttur vísaði í gær frá máli sem lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hafði ranglega ákært í fyrir tveimur árum. Hafði maður verið ákærður fyrir að aka án skráningarmerkja og á ótryggðri bifreið og í kjölfarið haft í hótunum við lögregluna. Meira »

Fundu ástina í Costco og barn á leiðinni

Í gær, 11:00 Einhverjir vilja meina að áhrif Costco á íslenska smásöluverslun séu veruleg. Aðrir telja áhrifin ofmetin. Á þessu eru skiptar skoðanir og eflaust túlkunaratriði hvort er rétt. Það er hins vegar óhætt að fullyrða að áhrif Costco á líf Þóreyjar og Ómars hafi verið ansi dramatísk. Meira »
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Eldtraustur peningaskápur til sölu.
Peningaskápur með nýjum talnalás, tegund VICTOR. Breidd, 58 cm, hæð 99 cm, dý...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...