Grindvíkingar gleðjast með hetjum sínum

Horft yfir Grindavíkurhöfn. Mynd fengin af vef Grindavíkurbæjar.
Horft yfir Grindavíkurhöfn. Mynd fengin af vef Grindavíkurbæjar.

„Að vanda er fjölbreytt dagskrá á Sjóaranum síkáta og sjómannadeginum. Dagskráin ætti að passa öllum aldurshópum og mikil áhersla er lögð á barnadagskrá, leiktæki, andlitsmálun, skemmtiatriði og svo gerum við ráð fyrir að veðrið verði gott og þá er fátt betra en að spóka sig í Grindavík,“ segir Björg Erlingsdóttir, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.

Sjómennska hefur frá örófi alda verið snar þáttur í lífi bæjarbúa og því þarf ekki að koma á óvart þótt vel sé í lagt þegar sjómannadagurinn rennur upp. Það kemur líka á daginn að það er sérstaklega mikið um að vera hjá Grindvíkingum og greinilegt að þeir taka þennan dag alvarlega – en þó með bros á vör.

„Bjarni töframaður, Skoppa og Skrítla, Sirkus Íslands, Solla stirða og Siggi sæti ásamt Íþróttaálfinum heimsækja okkur og svo kemur heimsmeistarinn í töfrabrögðum ásamt Einari Mikael í heimsókn og boðið verður upp á töfranámskeið fyrir krakka,“ útskýrir Björg.

„Á föstudagskvöldið verður hið fræga bryggjuball þar sem íbúar Grindavíkur sameinast við Kvikuna og skemmta sér saman. Hverfin í bænum hafa hvert sinn lit og íbúarnir keppast við að skreyta hús sín og mæta í litskrúðugum göllum í gönguna og á ballið.

Ingó Veðurguð verður með brekkusöng, heimsmeistarinn í töfrabrögðum sýnir snilli sína, fulltrúar hverfanna stíga á stokk og í lok balls mæta Veðurguðirnir með Ingó í fararbroddi. Áður en að því kemur stígur á svið hópur vaskra Grindvíkinga sem ætlar að halda uppi fjörinu. Margir hæfileikaríkir tónlistarmenn búa í Grindavík og hér sameinast þeir á sviðinu og skemmta vinum og nágrönnum,“ bætir hún við.

Frá Grindavíkurhöfn.
Frá Grindavíkurhöfn. mbl.is/Ómar

Forseti Íslands heiðursgestur

Á sjómannadaginn byrja Grindvíkingar á hjólreiðakeppni þar sem unglingar fara stutta en hraða braut um hafnarsvæðið. Keppnin sterkasti maður á Íslandi fer fram á hafnarsvæðinu bæði laugardag og sunnudag með trukkadrætti og alls kyns aflraunum.

„Sjómannamessa verður haldin í kirkjunni og svo tekur við hátíðardagskrá á hafnarsvæðinu þar sem sjómenn verða heiðraðir og skemmtiatriði flutt,“ bætir Björg við.

„Forseti Íslands verður heiðursgestur hátíðarinnar og erum við einkar spennt fyrir heimsókn hans. Fjölmörg atriði verða fyrir börn og fullorðna á hátíðarsvæðinu, hoppukastalar og leiktæki um allan bæ og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Sjómannadeginum lýkur svo á rokktónleikum í íþróttahúsinu þar sem Grindvíkingar og gestir þeirra stíga á svið og flytja gestum alvöru rokktónleika.“

Íbúarnir sameinast í undir-búningi og taka virkan þátt

Gamlar hefðir og nýir viðburðir blandast saman í hátíðahöldum sjómannadagsins í Grindavík, eins og Björg segir frá.

„Hverfaskiptingin og litir hverfanna, þátttaka þeirra í bryggjuballinu og samvinna innan hverfanna hefur fylgt hátíðinni frá byrjun. Íbúarnir sameinast þannig í undirbúningi og eru virkir þátttakendur í hinum ýmsu viðburðum. Leitast er við að ná til allra aldurshópa og taka ungir og eldri þátt í fótboltamótum og hinum ýmsu viðburðum.“

Af nýjum viðburðum nefnir hún til dæmis ballið í íþróttahúsinu á sunnudag. „Þar erum við að reyna að virkja heimamenn og gefa gestum okkar kost á að njóta þeirra frábæru krafta sem hér eru.“

Landað úr Gulltoppi í Grindavíkurhöfn.
Landað úr Gulltoppi í Grindavíkurhöfn. mbl.is/Golli

Að sögn Bjargar er þátttaka bæjarbúa mikil og almenn í hátíðahöldum sjómannadagsins.

„Já, við viljum meina að það sé þverskurðurinn sem tekur þátt, við merkjum mun á milli hverfanna sem getur meðal annars átt sér rót í aldursdreifingu innan hverfa. Nýju og barnmörgu hverfin iða af lífi þar sem þeir eldri og rótgrónari nálgast gleðina af ögn meiri yfirvegun,“ útskýrir hún. „En litagleðin og sköpunargleðin fá að njóta sín sérstaklega á föstudeginum í göngunni og svo á bryggjuballinu.“

Meðvituð um fórnir sjómanna

Björg bendir á að eitt og annað gerir sjómannadaginn sérstakan í huga Grindvíkinga.

„Grindavík byggir á sterkum sjávarútvegi og hefur gert í áranna rás. Sjómenn eru okkur kærir og við erum meðvituð um þær fórnir sem færðar hafa verið til þess að við getum lifað góðu lífi. Konur og karlar hafa í gegnum árin barist við náttúruöflin og sjóinn og sambýlið hefur verið ljúfsárt en á degi sem þessum fögnum við og gleðjumst með þessum hetjum okkar sem eru okkur svo mikilvægar,“ segir Björg Erlingsdóttir að endingu. jonagnar@mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Frakkarnir ætluðu að heimsækja vinabekk

18:19 Um tíu sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum, auk lækna og björgunarsveitarmanna frá Borgarnesi eru í fjöldahjálparmiðstöð sem komið hefur verið upp í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Meira »

Bragi næsti stórmeistari í skák

18:11 Bragi Þorfinnsson tryggði sér í dag lokaáfanga að stórmeistaratitli í skák. Hann hlaut sjö vinninga í níu skákum á alþjóðlegu móti í Noregi, að því er kemur fram á skak.is. Meira »

Um 600 styðja umskurðarfrumvarp

17:35 Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa skrifað undir til stuðnings frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um að umsk­urður barna al­mennt verði bannaður með lög­um. Meira »

Rafmagnslaust í Bláfjöllum

17:18 Rafmagnslaust hefur verið á skíðasvæðinu í Bláfjöllum alla helgina. Að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra skíðasvæðisins, fór raflína í eigu Orkuveitunnar í sundur í óveðrinu aðfaranótt föstudags. Meira »

Rúta með 26 unglingum valt á hliðina

17:05 Rúta með 32 manns valt á hliðina á Borgarfjarðarbraut í grennd við Hvanneyri. Tilkynning um slysið barst klukkan 16.20. Að sögn Ólafs Guðmundssonar yfirlögregluþjóns meiddust einhverjir minni háttar. Að minnsta kosti einn var fluttur á slysadeild. Meira »

Allt flug liggur niðri í Keflavík

16:31 Seinkun verður á öllu flugi um Keflavíkurflugvöll næstu klukkustundir. Ástæðan er sú að allar landgöngubrýr, sem ferja fólk á milli vélar og flugstöðvar, hafa verið teknar úr notkun vegna mikils vinds. Meira »

Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

14:55 Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Fyrsti áfangi tekinn í notkun 2019

16:22 Gagnaverið við Korputorg mun uppfylla svokallaðan Tier III-staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi. Meira »

Gagnaver rís á Korputorgi

14:20 Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Meira »

Gagnrýnir framgöngu í máli Braga

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands. Meira »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Egat-Luxe Ferðanuddstóll fyrir nuddara,Tilvalið í Vinnustaðanudd
Egat-Luxe Ferðanuddstóll fyrir nuddara,Tilvalið í Vinnustaðanudd - Borgar stólin...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
 
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...