Tíu þúsund hlupu í kvennahlaupinu

Það kom sér vel að vera með regnhlíf í kvennahlaupinu …
Það kom sér vel að vera með regnhlíf í kvennahlaupinu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í 28. sinn í dag, sunnudaginn 18. júní. Góð þátttaka var í hlaupinu og talið er að um tíu þúsund konur hafi tekið þátt á yfir 80 stöðum um allt land og víða erlendis. Um tvö þúsund konur hlupu í Garðabæ, þúsund í Mosfellsbæ, 200 á Akureyri og rúmlega 200 í Reykjanesbæ. Boðið var upp á mismunandi vegalengdir, allt frá 900 metrum upp í tíu kílómetra hlaup. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Sólveig Alda Pétursdóttir, sem er fædd 1925 var elsti þátttakandi hlaupsins í Garðabæ og hlaut viðurkenningu Garðbæinga. Þeir hafa haft þann sið að veita þeim elsta viðurkenningu. Sólveig Alda fékk afhentan grip sem ÍSÍ og Stjarnan gáfu til minningar um Lovísu Einarsdóttir, íþróttakennara og upphafskonu Kvennahlaupsins. Mosfellingar gáfu að vanda öllum langömmum rós þegar þær komu í mark. Þetta kemur jafnframt fram í tilkynningu. 

Öldrunarheimili víðs vegar um land hafa boðið heimilisfólki sínu að taka þátt í Kvennahlaupinu í vikunni sem er að líða. Þess má geta að Krist­ín Krist­v­arðsdótt­ir, sem er 103 ára, var elsti þátttakandinn í hlaupinu sem fram fór á föstudaginn á Hrafnistu í Hafnarfirði.  

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Alsælar með að vera komnar í mark.
Alsælar með að vera komnar í mark. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hundblautur hundur spretti einnig úr spori í kvennahlaupinu í dag.
Hundblautur hundur spretti einnig úr spori í kvennahlaupinu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Það féllu „nokkrir
Það féllu „nokkrir" regndropar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sprett af stað.
Sprett af stað. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Hitað upp fyrir hlaupið.
Hitað upp fyrir hlaupið. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Þessar hlupu á góðum tíma.
Þessar hlupu á góðum tíma. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert