Kominn 18 ára á samning í bátarallíi

Halldór kom öflugur inn í bátarallísenuna í Noregi fyrir þremur ...
Halldór kom öflugur inn í bátarallísenuna í Noregi fyrir þremur árum. Ljósmynd/Spirit of Pakistan

„Þetta er algjör draumur, maður fær ekki oft svona tækifæri,“ segir Hall­dór Vil­berg Reyn­is­son sem hefur skrifað undir samning við lið sem keppir í formúlu 4 í bátarallíi. Hann horfir fram á að keppa víða í Evrópu og á Arabíuskaganum á næstu misserum.  

Fyrir þremur árum var fjallað um Halldór Vilberg og bátarallí á mbl.is. Þá sagði hann að draum­ur­inn væri að keppa í formúlu 4 en kostnaðurinn væri honum ofviða. Hann keypti formúlu 4 bát í fyrra og hefur notað hann til æfinga og sýninga en aldrei keppt. Í sumar rættist draumurinn loksins þegar hann skrifaði undir hjá liðinu Spirit of Pakistan sem léttir honum töluvert kostnaðinn og skaffar bæði bát og bíl. 

Spirit of Pakistan ætlar að hasla sér völl í Noregi.
Spirit of Pakistan ætlar að hasla sér völl í Noregi. Ljósmynd/Spirit of Pakistan

Ég ætlaði alltaf að keppa í Noregi þetta sumar en síðan kom dálítið upp á og ég ákvað að taka bátinn ekki með frá Íslandi. Ég þekki mann í Noregi sem er að hjálpa þessu liði að komast af stað og vissi að ég væri ekki að keppa. Hann talaði við liðið sem hafði síðan samband og spurði hvort ég hefði áhuga. Ég sagði strax já.“

Liðið flaug nýlega til Noregs frá Sádí-Arabíu þar sem eigandinn er búsettur til þess að taka þátt í bikarmóti sem fer fram á morgun. Þá keppir Halldór í fyrsta sinn á formúlu 4 bát sem getur náð allt að 110 km hraða. Liðið keppir á mótum í Noregi framan af árinu og eftir það verður haldið til annarra landa. 

„Það er aðallega keppt í Evrópu og á Arabíuskaganum. Planið er að fara til Dúbaí í vetur og keppa þar í desember. Síðan verður keyrt á fullu á heimsmeistaramótið og Evrópumeistaramótið á næsta ári.“

Formúlu 4 bátar geta komist upp í 110 km hraða ...
Formúlu 4 bátar geta komist upp í 110 km hraða i miðri keppni. Ljósmynd/Spirit of Pakistan

Samhliða æfingum og keppnum í bátarallíi hefur Halldór verið í námi og unnið með til þess að eiga fyrir rekstri á bátnum. Hann er í tæknistúdentsnámi og stefnir á vélarverkfræði í háskóla. Þá ætlar hann sér stóra hluti í bátarallíi og nú þegar einn draumurinn hefur ræst tekur annar við. 

„Nú er draumurinn formúla 1 en það er erfitt að fara beint þangað, maður verður að byrja í formúlu 4 og sjá hvernig það gengur. Þetta er eins og annað rallísport, ef þú vilt keppa á hæsta stigi þá kostar það peninga,“ en vert er að taka fram að formúla 1 er efsti keppnisstig í bátarallíi.

Ljósmynd/Spirit of Pakistan
Ljósmynd/Spitir of Pakistan
mbl.is

Innlent »

Nefndin staðfestir allar synjanir SÍ

05:30 Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur hafnað öllum kærum vegna synjunar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um greiðsluþátttöku í kostnaði vegna liðskiptaaðgerða hjá Klíníkinni. Meira »

26,3 milljónir í laun og bifreiðastyrki

05:30 Laun yfirstjórnar VR voru 54,2 milljónir króna á seinasta ári og hækkuðu úr 42,6 milljónum frá árinu á undan.  Meira »

Verð á minkaskinnum lækkar aftur

05:30 Verð á minkaskinnum lækkaði um nálægt 5% fyrstu fjóra dagana á marsuppboði danska uppboðshússins Kopenhagen Fur en þar selja íslenskir minkabændur afurðir búa sinna. Meira »

Kynntu hugmyndir sínar á íbúafundi

Í gær, 23:01 Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, stóð fyrir íbúafundi í Grafarvogi í kvöld ásamt öðrum frambjóðendum flokksins. Meira »

„Blaut þriggja prósentu tuska“

Í gær, 22:09 Ásakanir Ólafs Loftssonar, formanns Félags grunnskólakennara, eru dapurlegar og lítilsvirðing gagnvart kennurum. Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari sem er ein þeirra sem Ólafur sakar um „grímulausan áróður“ gegn kjarasamningnum sem grunnskólakennarar felldu í dag. Meira »

Í farbanni vegna kókaíns í útvarpstæki

Í gær, 20:58 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skuli sæta áframhaldandi farbanni, allt til 13. apríl, vegna gruns um að hafa átt aðild að flutningi fíkniefna til landsins frá Hollandi í desember í fyrra. Meira »

Ganga í Fífunni í kjölfar stangarstökks í Öræfum

Í gær, 19:38 Aldurinn þvælist ekki fyrir fólki, sem mætir í Fífuna, íþróttahöll Breiðabliks í Kópavogi, og gengur sér til heilsubótar á morgnana, sumir alla virka daga. Meira »

Bíða enn svara frá Spáni

Í gær, 20:26 „Málið er enn í sömu stöðu og hefur verið,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Íslenska lög­regl­an hef­ur enn ekki fengið lokasvar frá lög­reglu­yf­ir­völd­um á Spáni um rétt­ar­beiðni ís­lenskra stjórn­valda. Meira »

Vissu ekki að um sakamál væri að ræða

Í gær, 19:34 Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ segjast ekki hafa haft upplýsingar um að mál dagmóður sem var dæmd fyrir líkamsárás gegn tæplega tveggja ára barni væri rannsakað sem sakamál fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það kom upp. Meira »

Kynleg glíma kynjanna

Í gær, 19:18 Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 19:18 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 3,2 milljarðar króna.  Meira »

24,8 milljarða arðgreiðslur

Í gær, 19:00 Landsbankinn greiðir samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarða króna á árinu 2018. Þetta var samþykkt á aðalfundi bankans í dag. Meira »

Ásgeir ráðinn upplýsingafulltrúi

Í gær, 18:44 Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is. Meira »

Persnesk vorhátíð í Ráðhúsinu

Í gær, 18:07 Nú fer fram Nowruz-vorhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur en hún er mikilvæg hjá þjóðarbrotum sem hafa persneskar rætur. 150 manns frá hinum ýmsu löndum taka þátt en margir þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Eshan Ísaksson segir mestu máli skipta að safna fólkinu saman. Meira »

Mosfellsbær þarf að greiða yfir 20 milljónir

Í gær, 17:44 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Mosfellsbæ til þess að greiða Spennt ehf 20.099.106 krónur með dráttarvöxtum. Þá þarf Mosfellsbær að greiða 2.500.000 krónur í málskostnað. Meira »

Biskup framlengir leyfi sóknarprests

Í gær, 18:30 Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Ekki sekir um hafa velt bíl á hliðina

Í gær, 17:55 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo menn sem voru ákærðir fyrir hafa mánudagskvöldið 27. júní 2016 „af gáska og á ófyrirleitinn hátt“ stofnað lífi og heilsu manns og konu í hættu með því að hafa velt bifreið á vinstri hlið er hún stóð kyrrstæð. Meira »

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

Í gær, 16:53 Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum í dag að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...