„Er ég með óeðlilega píku?“

Frá skurðstofu. Aðgerð á skapa­börm­um tek­ur um eina klukku­stund.
Frá skurðstofu. Aðgerð á skapa­börm­um tek­ur um eina klukku­stund. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Er ég með óeðlilega píku?“, „Á þetta að vera svona?“, „Er þetta öðruvísi en á öðrum konum?“

Þessar spurningar eru meðal þeirra sem íslenskir kvensjúkdómalæknar, lýtalæknar og snyrtifræðingar hafa fengið frá konum sem hafa áhyggjur af útliti kynfæra sinna. Óskir um svokallaðar skapabarmaaðgerðir hafa færst mikið í aukana á síðustu árum, og sumir kenna klámvæðingu um. Lýtalæknar benda hins vegar á að um nauðsynlegt úrræði sé að ræða fyrir konur sem finna fyrir óþægindum vegna síðra skapabarma. mbl.is fór ofan í saumana á málinu og ræddi við sérfræðinga.

200 aðgerðir á stúlkum undir 18 ára í Bretlandi

Skapabarmaaðgerðir hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið, en greint var frá því á vef breska ríkisútvarpsins BBC í gær að slíkar aðgerðir hefðu færst mikið í vöxt í Bretlandi síðustu ár. Þar kom fram að á síðasta ári hafi verið gerðar 200 slíkar aðgerðir á stúlkum undir 18 ára aldri, og þar af yfir 150 aðgerðir á stúlkum undir 15 ára. Stúlkur allt niður í níu ára hafi leitað til lýtalæknis til að óska eftir aðgerð á skapabörmum.

Samkvæmt fræðilegri samantekt um skapabarmaaðgerðir sem birt var í Ljósmæðrablaðinu árið 2015 er skapabarmaminnkun þegar innri skapabarmar eru skornir af og er tilgangur aðgerðanna oftast í fegrunarskyni eða vegna óþæginda sem skapast vegna stærðar og lögunar skapabarma. Hérlendis bjóða lýtalæknar upp á þessar aðgerðir og samkvæmt samantektinni hafa þær einnig verið framkvæmdar á Landspítalanum að einhverju marki.

Dæmi um aðgerðir á undir 18 ára hér á landi

Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir.
Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, segir töluverða aukningu hafa orðið í óskum um aðgerðir á kynfærum kvenna á síðustu árum. Aukningin sé ekki aðeins bundin við Ísland, heldur allan heiminn. „Grunnurinn af þessu er einhvers konar angi af þessari útlitsdýrkun um að allir eigi að falla í sama mót,“ segir hún. Mikilvægt sé að benda ungu fólki á að kynfæri séu jafn misjöfn og þau eru mörg.

Ebba segist hafa heyrt af því að aðgerðir hafi verið gerðar á stúlkum yngri en 18 ára hér á landi, og hún viti ekki til þess að tekið sé fyrir slíkt í lögum eða reglugerðum. Hún hafi fundað með umboðsmanni barna um málið og segir mikilvægt að stúlkum sé leyft að klára sinn kynþroska áður en aðgerðir sem þessar séu ræddar. Kynfærin séu enn að taka breytingum fyrir 18 ára aldur.

Lýtalæknar neita að veita Landlækni upplýsingar

Mikil umræða skapaðist um málið á Læknadögum árið 2010, þegar vakin var athygli á því að lýtalæknar neituðu að veita Landlæknisembættinu upplýsingar um fjölda aðgerða sem gerðar eru á einkastofum þeirra. Enn í dag hefur þetta ekki breyst, en lýtalæknar hafa sagt Landlækni óska eftir of ítarlegum upplýsingum. Það líki sjúklingum ekki út frá persónuverndarsjónarmiðum.

Samkvæmt 8. gr laga nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu, er heilbrigðisstarfsmönnum skylt að veita landlækni þær upplýsingar sem honum eru nauðsynlegar til að halda heilbrigðisskrá. Landlæknir hefur árlega frá 2007 óskað eftir upplýsingum frá lýtalæknum um starfsemi þeirra en ekki fengið. Hér á landi liggja því hvorki fyrir upplýsingar um algengi aðgerða sem gerðar eru á kynfærum kvenna né um aldur kvenna sem fara í aðgerðirnar.

Birgir Jakobsson landlæknir segir í samtali við mbl.is að embættið hafi lagalega skyldu til að fylgja málinu eftir vegna öryggis sjúklinga. Nauðsynlegt sé að upplýsingar um aðgerðir séu skráðar inn, en þar sem það sé ekki gert hafi embættið enga yfirsýn. Skapabarmaaðgerðir séu tiltölulega nýjar af nálinni en engin leið sé að sjá langtímaafleiðingar slíkra aðgerða þar sem lýtalæknar veiti embættinu ekki upplýsingarnar. Um alvarlega stöðu sé að ræða, og ef lögin stangist á við persónuverndarlög sé það löggjafans að skýra það út. 

„Hafa pening af saklausum stúlkum“

„Ef þú ferð í fóstureyðingu eða ófrjósemisaðgerð er það skráð. Af hverju eru þessar aðgerðir meira persónuverndarmál? Þessi rök halda ekki,“ segir Ebba. „Ég held það sé á ábyrgð lækna að opna munninn og tjá sig þó það sé gegn kollegum þeirra. Það er sorglegt að fólk sé að hafa pening af saklausum stúlkum sem vita ekki betur.“

Vissulega sé í sumum tilfellum þörf á aðgerð af þessu tagi, ef síðir skapabarmar valda konum miklum óþægindum og hefur Ebba framkvæmt slíkar aðgerðir sjálf. Það gerir hún hins vegar á Landspítalanum þar sem konur greiða ekki gjald beint til læknis fyrir aðgerðina. 

Fræðsla gríðarlega mikilvæg

Ebba segir mikilvægt að foreldrar, kennarar og heilbrigðisstarfsmenn fræði ungt fólk um fjölbreytileikann og að líkamar séu mismunandi. Slík umræða geti aukið sjálfstraust ungs fólks sem er óöruggt með kynfæri sín. Nefnir hún sem dæmi að hafa fengið til sín unga konu sem vildi fara í skapabarmaaðgerð fyrir nokkrum árum en hún hafi ráðlagt henni að gera það ekki. Konan hafi komið til hennar seinna og þakkað henni fyrir.

Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, jafnan kölluð Sigga Dögg, tekur í sama streng og segir fræðslu gríðarlega mikilvæga. Sigga Dögg lét árið 2014 taka ljósmyndir af kynfærum karla og kvenna á aldrinum 20-60 ára sem fræðsluefni. Það sama ár var lögð fram kæra eftir að hún sýndi myndirnar í fermingarfræðslu á Selfossi. Málið var hins vegar látið niður falla eftir rannsókn.

Sigga Dögg kynfræðingur.
Sigga Dögg kynfræðingur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kveðst Sigga Dögg mjög reglulega heyra stúlkur og konur ræða um áhyggjur sínar af útliti kynfæra sinna, og hefur oft og tíðum fengið spurningar frá konum sem finnst þær hafa of stóra innri barma. Einmitt það sé ástæða þess að mikilvægt er að sýna kynfæramyndirnar, og sýna stúlkum og konum að píkur eru alls konar.

„Ég hef heyrt það frá sumum að þær haldi að konur séu ekki að pæla í þessu í dag og að við séum komin miklu lengra en það, en það er bara alls ekki þannig,“ segir Sigga Dögg. „Ég hef stundum opnað píkumyndirnar og farið með hópum yfir hverja og eina og það er ótrúlega dýrmætt að heyra umræðuna sem myndast,“ segir hún.

Erna María Eiríksdóttir, snyrtimeistari og eigandi snyrtistofunnar Verði þinn vilji, segist einnig oft hafa fengið spurningar frá konum um það hvort kynfæri þeirra séu eðlileg. „Ég held að það sé viss brenglun í gangi með þessari internetvæðingu. Konur sjá eitthvað á netinu og halda að svona þurfi þær að líta út,“ segir hún. „Við erum öll með ólík andlit og það er eins með þetta; það er enginn eins að neðan.“

Skapabarmaaðgerðir á 150 til 275 þúsund krónur

Á vefsíðu Ágústs Birgissonar lýtalæknis er verðskrá þar sem fram kemur að skapabarmaaðgerð kosti 150 þúsund krónur. Þá má einnig finna verðskrá á vefsíðu Guðmundar Más Stefánssonar lýtalæknis þar sem fram kemur að verð á skapabarmaaðgerð í svæfingu sé 275 þúsund krónur og verð á skapabarmaaðgerð í staðdeyfingu sé 175 þúsund krónur.  

Ágúst Birgisson lýtalæknir.
Ágúst Birgisson lýtalæknir.

Í samtali við mbl.is segist Ágúst ekki sjá gríðarlega aukningu á aðgerðum af þessu tagi, en þó hafi hugsanlega orðið einhver aukning. Ekki séu þó margar skapabarmaaðgerðum framkvæmdar og að hans sögn eru þær ekki á meðal algengustu aðgerðanna.

En eru gerðar aðgerðir á stúlkum undir 18 ára aldri? „Nei á prívat stofunum eru ekki gerðar fegrunaraðgerðir á neinum undir 18 ára,“ segir hann. Ástæður aðgerðanna segir hann lang oftast vera óþægindi og sársauki hjá konunum.

Þá segist hann hafa borið saman þessar aðgerðir og aðgerðir á forhúð karla. Engum þyki tiltökumál ef karlmaður fari í slíka aðgerð en það þyki stórmál þegar konur fari í skapabarmaaðgerð. „Ég gæti trúað því að það séu gerðar tíu sinnum fleiri svona aðgerðir á körlum en það er ekkert talað um það,“ segir hann.

Ottó Guðjónsson lýtalæknir segist gera örfáar skapabarmaaðgerðir, en hefur oft fengið til sín konur sem sækjast eftir slíkri aðgerð. Skoðun leiði þó í langflestum tilvikum í ljós að ekki er þörf á aðgerðinni og gerir hann hana þá ekki.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir í Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikilvægt úrræði fyrir konur sem finni fyrir óþægindum

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir segist ekki hafa tekið eftir aukningu á aðgerðum af þessu tagi, en hún hefur gert þær í þó nokkuð mörg ár. Þetta sagði hún í samtali við Svala og Svavar á K100 í morgun. Þá sagðist Þórdís oft fá til sín konur sem hræddar eru um að skapabarmar sínir séu óeðlilegir. Í flestum tilvikum leiði skoðun í ljós að þeir reynast ekki vera óeðlilegir og gerir Þórdís þá ekki aðgerð á þeim konum.

„Ég vil ekki meina að þetta tengist klámmenningu. Það er okkar lýtalækna að koma í veg fyrir að fylgja slíkum straumum, enda vísa ég konum oft frá og segi þeim að þær séu eðlilegar,“ sagði Þórdís. Hún bætti þó við að mikilvægt væri að það kæmi fram í umræðu af þessu tagi að sumar konur verða fyrir raunverulegum óþægindum, til dæmis við hjólreiðar eða samfarir. Mikilvægt væri fyrir þær konur að hafa þetta úrræði. „Það er mikilvægt fyrir konur sem eru með óþægindi viti að það sé hægt að laga þetta,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir stjórnendur Arion óttast umræðuna

14:22 „Vogunarsjóðirnir munu bíða færis, þeir munu bíða þess að storminn lægi, þeir munu greiða út arð og þeir munu selja Valitor. Þökk sé ríkisstjórninni sem var eins og höfuðlaus her í þessari baráttu og gaf frá sér eina vopnið sem þeir áttu, hlutabréf ríkisins.“ Meira »

Má búast við kulda

14:10 Þrátt fyrir að vorjafndægur séu í dag og að veðurfarið hafi verið milt að undanförnu, stefnir í kólnandi veður um helgina og jafnvel fram yfir páska. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, telur ekki ástæðu til að fara taka fram grillið enda fari líklega að snjóa um helgina. Meira »

Enn til miðar á Ísland-Argentína

14:00 Þór Bæring, hjá Gamanferðum, er nýkominn heim frá Rússlandi. Hann segir að mikill munur sé á borgunum þremur sem Íslendingar þurfa að heimsækja, Moskvu, Volgograd og Rostov. Meira »

Lögreglan rannsakar líkamsleifarnar

13:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar líkamsleifar sem fundust á Faxaflóa nýverið, en upphaf málsins má rekja til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í síðasta mánuði. Ekki liggur fyrir af hverjum líkamsleifarnar eru og víst að það mun taka einhvern tíma að leiða það í ljós. Meira »

Líkamsleifar fundust við Snæfellsnes

12:59 Líkamsleifar fundust nýverið við Snæfellsnes. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Fundust þær að hans sögn á 120 metra dýpi í Faxaflóa nálægt Snæfellsnesi. Meira »

Styrmir skýtur á flokksforystuna

12:29 Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir á vefsíðu sinni að eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins sé það ljóst að flokkurinn telji sig ekkert eiga ósagt við þjóðina um ástæður hrunsins og sjái heldur ekki ástæðu til að ræða fylgistap sitt innan eigin raða. Meira »

Líta málið alvarlegum augum

12:08 Baldur Þórhallsson prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands var í viðtali í þættinum Ísland vaknar í morgun til að ræða þá stöðu sem komin er upp á milli Breta og Rússa eftir að Bretar sökuðum Rússa um að hafa fyrirskipað morðið á gagnnjósnaranum Sergei Skripal og Juliu, dóttur hans í Bretlandi í síðustu viku. Meira »

Elfa Dögg leiðir í Hafnafirði

12:26 Framboðslisti Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs í Hafnarfirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor var samþykktur í gærkvöldi. Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, verður oddviti listans. Meira »

„Hættulegur fyrir sjálfstæðið okkar“

11:55 „Miklar áhyggjur eru af regluverki Evrópusambandsins um orkumál á Íslandi. Ekki aðeins í okkar flokki heldur í næstum öllum stjórnmálaflokkunum fyrir utan þá tvo flokka sem styðja inngöngu í Evrópusambandið, sósíaldemókratana og Viðreisn.“ Meira »

Alþjóðlegi hamingjudagurinn í dag

11:34 Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn og hefur því verið efnt til málþings. „Við leggjum áherslu á hvað hamingja er, það er ekki að vera brosandi allan sólarhringinn. Heldur að geta tekist á við áskoranir daglegs lífs og fara í gegnum erfiðleika á uppbyggilegan hátt,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Meira »

Flestir íslenskir vegir einnar stjörnu

11:30 Samkvæmt EuroRAP öryggismatinu er mörgu ábótavant í íslenska vegakerfinu. Í dag var opnað fyrir nýjan gagnagrunn sem geymir stjörnugjöf fyrir 4.200 kílómetra vegakerfisins á Íslandi og upplýsingar um þær framkvæmdir sem mælt er með að ráðast í, hvað þær kosta og hverju þær skila í minni slysatíðni. Meira »

Biblían komin á íslensku í snjallforriti

11:07 Biblían á íslensku var gerð aðgengileg í liðinni viku á Biblíusnjallforritinu The Bible App sem YouVersion stendur að.  Meira »

Vantar betri illmenni

10:56 Síðustu ár hefur kvenofurhetjum fjölgað nokkuð. Ekki bara á hvíta tjaldinu, heldur einnig í sjónvarpsþáttum. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda/nördasérfræðingur Ísland vaknar, kom í heimsókn og fór yfir tvær þeirra. Meira »

Eins og Bond-mynd

09:51 Mál Cambridge Analytica og Facebook minnir einna helst á skáldsögu eða jafnvel mynd um James Bond. Gengi Facebook hefur fallið og breskir og bandarískir fjölmiðlar eru að ganga af göflunum. Meira »

Kristrún Heiða ráðin upplýsingafulltrúi

09:30 Kristrún Heiða Hauksdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis.  Meira »

Halla Björk efst á L-listanum

10:03 Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri og fyrrverandi bæjarfulltrúi, verður í efsta sæti Lista fólksins á Akureyri við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. L-listinn fagnaði 20 ára afmæli með kaffisamsæti í menningarhúsinu Hofi um helgina og þá var tilkynnt hverjir skipa listann við kosningarnar. Meira »

Vilja komast hjá öðru útboði

09:37 Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir borgina munu ræða við aðila sem sóttu útboðsgögn vegna strætóskýla. Reynt verði að semja við þá aðila áður en efnt verður til annars útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu. Meira »

Besta útgáfan af okkur

09:27 Hvernig ætli Hellisbúinn, einleikurinn vinsæli, væri núna? Það var ein af spurningunum sem reynt var að svara í morgunspjallinu í Ísland vaknar í morgun. Meira »
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Lok á potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...