Fuglaskoðun fær afdrep á nesinu

Áhugafólk um fugla hefur fengið góða aðstöðu við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Á dögunum var opnað nýtt fuglaskoðunarhús með góðri aðstöðu en það fellur vel inn í umhverfið á þessum friðsæla stað sem hefur lengi verið vinsæll á meðal áhugafólks um fugla jafnt sem vísindamanna vegna fjölda fuglategunda sem halda þar til.

Svæðið við tjörnina var friðlýst um aldamótin en tjörnin sjálf var sjávarlón þar til að henni var lokað með landfyllingu árið 1960 og er vatnið í henni salt. Lesendur Morgunblaðsins hafa um áratugaskeið fylgst með fregnum af álftinni Svandísi sem hefur haldið þar til frá árinu 1994 þegar hún byrjaði að venja komur sínar í umdeildan hólma sem var komið fyrir í tjörninni og mun hafa haft talsverð áhrif á bæjarpólitíkina á Seltjarnarnesi.

Fréttir mbl.is um Svandísi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert