Flutti einn til Essex til að læra dans

Rúnar á nemendasýningu skólans í júní í leikhúsi í London, ...
Rúnar á nemendasýningu skólans í júní í leikhúsi í London, en fólki frá umboðsskrifstofum er boðið og margir fá tilboð um vinnu í framhaldinu. Ljósmynd/Fiona Whyte Photography

Hann dansaði á sviðinu með bandarísku söngkonunni Katy Perry þegar hún kom fram á Brits-tónlistarverðlaunahátíðinni í London þetta árið. Og fleiri spennandi verkefni munu efalítið koma í framhaldinu. Rúnar Bjarnason er í námi í Tiffany Theatre College í Bretlandi, en fólk leitar til skólans eftir dönsurum og söngvurum í ólíkustu verkefni.

„Ég er í „musical-theater“ skóla, þar sem ég læri dans, söng, leik og fimleika, en aðaláherslan er á dansinn, við lærum klassískan ballett, steppdans, hipphopp og fleiri dansstíla. Við erum aðeins hundrað nemendur við skólann, en fyrir vikið er mikil samheldni meðal okkar og ég hef eignast góða vini í hópnum. Þetta er dæmigerður breskur skóli þar sem er mikil reglufesta, við verðum að mæta hálftíma áður en skólinn byrjar á morgnana og við þurfum að vera í skólabúningum. Það er allt miklu frjálslegra í skólum hér á Íslandi,“ segir Rúnar Bjarnason sem allan síðasta vetur var við nám í listaskólanum Tiffany Theatre College, sem er í Essex, rétt utan við London.

Rúnar ungur að árum á dansgólfinu að keppa í samkvæmisdansi ...
Rúnar ungur að árum á dansgólfinu að keppa í samkvæmisdansi með dansfélaga sínum, Maríu Rán Högnadóttur.


Söng á íslensku í prufunni

„Þetta á upphaf sitt í því að ég var einn af þeim sex strákum sem valdir voru til að æfa dans í hálft ár fyrir aðalhlutverkið í Billy Elliot, en danskennararnir sem þjálfuðu okkur voru frá Bretlandi, Elizabeth Greasley og Chantelle Carey. Þær hvöttu mig til að sækja um í skólum í Bretlandi og ég gerði það. Ég sótti um í nokkrum skólum og fékk inngöngu í skólann þar sem Elizabeth er kennari,“ segir Rúnar sem þurfti að fara í prufur og sýna sig og sanna, syngja, dansa og leika fyrir kennarana.

„Ég söng á íslensku lag úr Billy Elliot-sýningunni og þurfti að semja sjálfur dansatriðið mitt. Þetta var mjög ögrandi verkefni en ég fékk að vita klukkutíma eftir inntökuprófið að ég hefði komist inn, það var æðislegt.“

Rúnar með karlkyns samnemendum sínum í skólanum, en aðeins 10 ...
Rúnar með karlkyns samnemendum sínum í skólanum, en aðeins 10 strákar eru í hópi 100 nemenda skólans. Rúnar situr fremst til hægri, með hljóðnema í hendi, enda var sungið í þessari danssýningu.


Fékk fullan námsstyrk

Rúnar hefur verið dansandi frá blautu barnsbeini, hann var aðeins þriggja ára þegar hann byrjaði að læra samkvæmisdans og keppti bæði hér heima og í útlöndum allt frá sex ára aldri. Nú er Rúnar 17 ára en hann var aðeins sextán ára þegar hann hélt út til Bretlands í fyrrahaust, nýbúinn að klára grunnskóla á Íslandi.

„Við erum ekki nema þrjú sem erum sextán ára í þessum skóla, hinir nemendurnir eru eldri, allir strákarnir eru yfir tvítugt, en það eru miklu fleiri stelpur en strákar í skólanum. Við erum aðeins tíu strákar af hundrað nemendum og fyrir vikið fá strákar frekar styrk til náms í skólanum en stelpur,“ segir Rúnar sem fékk fullan námsstyrk.

Rúnar og skólabræður á skólasýningu.
Rúnar og skólabræður á skólasýningu.


Líður vel hjá bresku fjölskyldunni sinni úti

Hann neitar því ekki að það hafi verið svolítið kvíðvænlegt að flytja einn til útlanda frá fjölskyldunni sinni. „Ég bjó hjá breskri fjölskyldu sem er frábær, en það var pínu skrýtið augnablik þegar ég opnaði í fyrsta sinn herbergið mitt þar sem ég átti að halda til í heilan vetur, þá varð þetta allt raunverulegt. Breska fjölskyldan mín vildi allt fyrir mig gera og bauð mér með sér hvert sem þau fóru, en ég var svo upptekinn í skólanum að ég komst ekki nærri alltaf með þeim,“ segir Rúnar sem var oft í skólanum í tíu til tólf tíma á dag.

„Auðvitað saknaði ég fjölskyldunnar minnar hér heima, en ég gat talað við foreldra mína í síma, svo þetta var ekkert mál.“

Rúnar ætlar að fara aftur út í skólann í haust.
Rúnar ætlar að fara aftur út í skólann í haust. mbl.is/Árni Sæberg


Foreldrar Rúnars, Perla Rúnarsdóttir og Bjarni Björnsson, segja það vissulega hafa verið erfitt að sleppa hendinni af 16 ára syninum þegar hann fór út, en gott samband var milli fjölskyldnanna, þeirrar bresku sem Rúnar bjó hjá úti og hans fólks hér heima. „Við vorum í stafrænu sambandi og heimsóttum hann líka. En erfiðast var að kveðja hann á lestarstöðinni í síðustu heimsókn okkar til hans, sem var skömmu eftir hryðjuverkaárásina. Sérstaklega af því að hryðjuverkum hefur fjölgað í Bretlandi og Rúnar hefur orðið var við meiri hryðjuverkaótta meðal fólks og aukna öryggisgæslu.“

Hundrað armbeygjur

Skólinn er í þeim hluta Essex sem heitir West Cliff, og Rúnar segir gott að búa þar.

„Þetta er nánast eins og Kópavogur, mjög notalegt og öruggt umhverfi, allt frekar einfalt og eiginlega ekki hægt að villast. Og auðvelt fyrir mig að fara þaðan til London þegar ég þurfti að fara þangað á æfingar um helgar.“

Rúnar fer létt með að dansa á götunni framan við ...
Rúnar fer létt með að dansa á götunni framan við heimili sitt í Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg


Námið við skólann er tvö ár og hægt er að bæta við sig þriðja árinu ef fólk vill. Rúnar er ákveðinn í að fara aftur út í haust og ljúka seinna árinu, en hann ætlar að sjá til með þriðja árið.

„Fyrir mig var þetta eins og að stökkva út í djúpu laugina, ég vissi ekkert hvernig þetta yrði. Ég vissi samt alveg hverju ég mætti búast við hjá Elizabeth, danskennaranum sem kenndi mér í Borgarleikhúsinu, hún er mjög ströng og hörð, lætur okkur stundum gera hundrað armbeygjur. Hún er rosaleg,“ segir Rúnar og bætir við að bæði Elizabeth og Chantelle hafi gert mikið fyrir íslenska krakka í dansinum, stór hópur íslenskra krakka hefur lært hjá þeim þegar þær voru á Íslandi, en það sé engin sambærileg kennsla hér á landi.

Rúnar fer létt með að dansa á götunni framan við ...
Rúnar fer létt með að dansa á götunni framan við heimili sitt í Kópavogi.


„Námið úti stóðst allar mínar væntingar og þetta var frábær vetur,“ segir Rúnar sem var auk þess í fjarnámi í ensku frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, en segir það hafa verið nokkuð strembið að sinna því, þar sem hann kom oftast dauðþreyttur seint heim úr skólanum.

Langar að komast á skrá hjá öflugri umboðsskrifstofu

Rúnar lærir við skólann meðal annars „commercial“ dans, eða nútímadans, til dæmis street-dans, jazz, hipphopp og fleiri dansstíla sem mikið eru í tónlistarmyndböndum, auglýsingabransanum, sjónvarpi, kvikmyndum og á fleiri sviðum.

„Fólk leitar til skólans okkar eftir dönsurum í allskonar verkefni og ég er búinn að taka þátt í einu slíku, ég var að dansa á sviðinu með bandarísku söngkonunni Katy Perry þegar hún kom fram á Brits-tónlistarverðlaunahátíðinni í London þetta árið. Við fengum þetta verkefni í gegnum söngkennarann minn, Liam Lunniss, sem er mjög vinsæll „choreographer“ og er þekktur og virtur í söngheiminum,“ segir Rúnar og bætir við að þetta hafi verið frábær upplifun. Hann er mjög spenntur fyrir þeim verkefnum sem hann á eftir að taka þátt í í framtíðinni.


„Mig langar að komast á skrá hjá stórri og öflugri umboðsskrifstofu, ég er spenntur fyrir einni sem heitir Skin London.“

Eldri bróðir Rúnars, Björn Dagur Bjarnason, fór í dansprufur í dansskólum í London á þessu ári og er nú kominn inn í einn slíkan, Wilkes Academy of Performing Arts, og hefur þar nám í haust.

Nánar um skólann hans Rúnars: www.tiffanytheatrecollege.com Sýning sem breskir skólar eru með til að kynna skólana sína: www.moveitdance.co.uk

Innlent »

Má heita Sólúlfur en ekki Theo

15:15 Nöfnin Zion, Theo og Zelda eru á meðal þeirra sem ekki er leyfilegt að gefa börnum. Sólúllfur, Maríon og Bárðdal sem millinafn eru hinsvegar í lagi. Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar. Meira »

„Ekki merki um kvikuhreyfingar“

14:54 Jarðskjálftahrinan við Grímsey hefur staðið yfir frá því í lok janúar er staðsett sunnarlega í eldstöðvakerfinu Nafir og því hefur verið fylgst vel með kvikuhreyfingum í tengslum við jarðskjálftanna. Engin merki eru þó um slíkar hreyfingar að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings. Meira »

Tengist frekar flekahreyfingum en kvikuhreyfingum

14:05 Upptök stóru jarðskjálftanna sem urðu við Grímsey í morgun voru á svonefndu Grímseyjarbelti, norðarlega í Skjálfandadjúpi, og á 10 km dýpi. Þar eru skjálftahrinur algengar. Hrinur af svipaðri stærð og þessi urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Ökumaður á hraðferð sviptur á staðnum

13:47 Lögreglan á Suðurlandi svipti um helgina erlendan ferðamann ökurétti á staðnum, en maðurinn mældist aka á 155 km hraða á þjóðvegi 1 við Hóla í Hornafirði þar sem hámarkshraði er 90 km. Meira »

Mikilvægt að tryggja svefnstaði

13:31 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, segir í samtali við mbl.is að íbúum í Grímsey verði síðar í dag sent dreifibréf um það hvernig fyrirbyggja megi eignatjón vegna jarðskjálfta og hvernig bregðast eigi við ef eignatjón verður. Meira »

Hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið

12:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp í mars um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, en í því verður gert ráð fyrir að hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið. Meira »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Ákærðir vegna skattaskulda

11:41 Tveir menn á fertugs- og fimmtugsaldri hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum, vegna starfsemi tveggja einkahlutafélaga sem voru undir þeirra stjórn, Austurstræti 7 ehf. og X 1050 ehf. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Sendiráð óskar eftir fullbúinni íbúð
Við erum með sendiráð sem vantar íbúð í 12 mánuði, frá 1. mars. Íbúðin þarf að v...
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
 
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...