Hjóluðu 1.326 kílómetra á átta dögum

Liðið lagði af stað frá ráðhústorginu í Kaupmannahöfn á laugardaginn ...
Liðið lagði af stað frá ráðhústorginu í Kaupmannahöfn á laugardaginn fyrir viku. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið tekur þátt í Rynkeby-hjólreiðamótinu. Ljósmynd/Facebook-síða Team Rynkeby

„Við erum nú ennþá í eiginlega sæluvímu eftir að koma í mark,“ segir Viðar Einarsson, talsmaður Team Rynkeby á Íslandi, en í dag lauk hópur hjólreiðafólks átta daga leiðangri sínum frá Kaupmannahöfn til Parísar. 

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið tekur þátt í Rynkeby-hjólamótinu en um er að ræða samnorrænt góðgerðaverkefni þar sem þátttakendur hjóla til Parísar og safna áheitum til styrktar krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra.

„Þetta hefur í raun gengið bara ótrúlega vel og veðrið verið ágætt. Það var einn dagur sem  rigndi reyndar alveg óskaplega mikið en annars gekk bara mjög vel,“ segir Viðar. Þetta er í 15. sinn sem mótið fer fram en í ár voru skráð til leiks 44 lið frá Norðurlöndunum sem skipuð voru um 1.800 hjólreiðamönnum en ásamt fylgdarliði koma yfir 2.000 manns að keppninni.

Ljósmynd/Facebook-síða Team Rynkeby

„Eitt aðal markmið verkefnisins er að safna peningum fyrir krabbameinssjúk börn. Hvert lið safnar í sínu heimalandi og við frá Íslandi söfnuðum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna á Íslandi,“ segir Viðar. Þó þátttakendur séu nú komnir í mark í París er söfnuninni þó ekki lokið og enn er hægt að styrkja verkefnið á heimasíðu Team Rynkeby.

Þverskurður þjóðfélagsins í liðinu

Lagt var af stað frá ráðhústorginu í Kaupmannahöfn síðasta laugardag og sem fyrr segir komu liðin í mark í miðborg Parísar í dag, á áttunda degi ferðarinnar. „Þetta eru 32 hjólarar og 8 manna aðstoðarlið og þetta endaði í 1.326 kílómetrum þegar við vorum komin hérna til Parísar,“ segir Viðar en öll liðin 44 komu saman í miðborg Parísar þar sem þau fögnuðu saman árangrinum.

Íslenska liðið samanstendur af fjölbreyttum hópi einstaklinga sem sóttu um að taka þátt á heimasíðu liðsins og var hópurinn settur saman í september.

Lið Team Rynkeby Ísland skipa 32 einstaklingar og átta manna ...
Lið Team Rynkeby Ísland skipa 32 einstaklingar og átta manna fylgdarlið. Ljósmynd/Facebook-síða Team Rynkeby

„Það er reynt velja í rauninni jafnt konur og karla á öllum aldri og þverskurðinn af þjóðfélaginu getum við sagt. Það er ekki verið að leita eftir einhverjum afreksmönnum neitt frekar en öðrum, frekar að það sé góður félagsskapur og góður andi í hópnum. Aðal markmiðið er auðvitað að safna fé fyrir þetta málefni þannig að hópurinn er búinn að vera í allan vetur að þessu, að hafa gaman saman og safna styrkjum og æfa sig,“ útskýrir Viðar.

Að lokinni skemmtuninni með hinum liðunum í miðborg Parísar í dag hélt íslenska liðið aftur upp á hótel og ætlar í kvöld að snæða saman fínan kvöldverð, skemmta sér aðeins og gera vel við sig til að fagna árangrinum.

Þótt leiðangrinum í ár hafi rétt verið að ljúka hefur þegar verið opnað fyrir skráningar á heimasíðu Team Rynkeby til þátttöku á næsta ári. Umsóknarfrestur rennur út þann 20. ágúst og segir Viðar ekki annað koma til greina en að endurtaka leikinn aftur að ári.

Alls hjólaði liðið 1.326 kílómetra frá Kaupmannahöfn til Parísar.
Alls hjólaði liðið 1.326 kílómetra frá Kaupmannahöfn til Parísar. Ljósmynd/Facebook-síða Team Rynkeby
mbl.is

Innlent »

Hvassviðri og snjóflóðahætta

05:42 Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu, hvassast norðan- og vestan til, en úrkomumest norðan- og austanlands. Mikil hætta er á snjóflóðum á Austfjörðum. Meira »

Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

05:30 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Meira »

Landið keypt á 120 milljónir króna

05:30 Rangárþing eystra er að kaupa jörðina Stórólfshvol af Héraðsnefnd Rangæinga. Kaupverðið er samkvæmt kauptilboði sveitarfélagsins liðlega 121 milljón kr. Meira »

Almennt ánægðir með íslenska lambakjötið

05:30 Nærri helmingur landsmanna, eða 46%, borðar lambakjöt að jafnaði einu sinni í viku eða oftar. Tæp 26% til viðbótar borða lambakjöt 2-3 sinnum í mánuði. Aðeins 4% segjast aldrei borða lambakjöt. Meira »

Tólf flokkar hyggja á framboð

05:30 Allir átta flokkarnir sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík fyrir fjórum árum stefna á framboð í vor. Útlit er fyrir að fjórir flokkar geti bæst í hópinn; Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins. Meira »

Skattarnir aldrei meiri

05:30 Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Meira »

Allir farþegar á leið til byggða

Í gær, 23:40 Allir farþegar í tæplega 10 bílum sem voru fastir í Möðrudalsöræfum í kvöld eru á leið til byggða. Björgunarsveitir ferja fólkið til byggða en nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Meira »

Brotist inn á tveimur stöðum

05:10 Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annað að Bíldshöfða og hitt í Logafold. Bæði málin eru í rannsókn lögreglu. Jafnframt var tilkynnt um manneskju sem var kíkja inn um glugga í Melbæ um miðnætti. Meira »

Tómas Tómasson er látinn

Í gær, 23:36 Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954. Meira »

Gæti aukið hörku á svörtum markaði

Í gær, 21:45 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag um ráðstafanir vegna fyrirhugaðrar herðingar á eftirliti með ávanabindandi lyfjum. Meira »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

Í gær, 21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

Í gær, 21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

Í gær, 20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu.“ Svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Ekki í leikfimi af ótta við myndatökur

Í gær, 20:03 Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skoða flókinn veruleika ungs fólks í nýrri mynd.  Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

Í gær, 18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala – háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

Í gær, 20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Tryggði réttinn á Ísafirði

Í gær, 19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Umræða um dánaraðstoð verði aukin

Í gær, 18:20 Þingmenn sjö stjórnmálaflokka á Alþingi eru flutningsmenn þingsályktunartillögu um dánaraðstoð.  Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Meyjarnar Álfabakka 12, sími 533330
Meyjarnar Álfabakka 12, sími 533 3305...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Ford Ranger double cab,4x4 Diesel 2005
Ford Ranger díesel 2005 double cab með húsi,ekinn 294þ.5 gíra.góð dekk, smurbók,...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21/8) 3...
 
Úthlutun byggðakvóta
Tilkynningar
Auglýsing Auglýsing vegna úthlutu...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
L edda 6018012319iii
Félagsstarf
? EDDA 6018012319 III Mynd af auglýs...