Enn beðið eftir gögnum réttarmeinafræðings

Sakamaður í máli Birnu Brjánsdóttur leiddur fyrir dómara í héraðsdómi …
Sakamaður í máli Birnu Brjánsdóttur leiddur fyrir dómara í héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á þriðjudaginn var áformað að aðalmeðferð í dómsmáli vegna morðsins á Birnu Brjánsdóttur hæfist. Verða þá skipverjar á Polar Nanoq hérlendis, en þeir munu bera vitni í málinu. Öll gögn í málinu hafa hins vegar ekki borist, en matsgerð þýsks réttarmeinafræðings liggur ekki fyrir. Gæti það seinkað málinu eitthvað.

Samkvæmt saksóknara málsins mun það skýrast nánar í byrjun vikunnar hvort aðalmeðferð með skýrslutöku af ákærða hefjist á þriðjudaginn, en allavega verður reynt að taka skýrslu af sjómönnunum, enda er ekki gert ráð fyrir að þeir verði hér á landi lengi. Verði matsgerðin ekki klár gæti það hins vegar seinkað öðrum hlutum aðalmeðferðarinnar.

Nokkurn tíma tók að finna réttarmeinafræðing til að taka málið að sér, en að lokum tók þýski réttarmeinafræðingurinn Urs Oliver Wiesbrock það að sér. Hlut­verk rétt­ar­meina­fræðings í mál­inu er að svara fimm spurn­ing­um er liggja fyr­ir og verður hann þar með dómskvadd­ur matsmaður máls­ins.

Í málinu er Thomas Møller Ol­sen ákærður fyrir morð á Birnu Brjánsdóttur í janúar. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 17. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka