Tekur tíma að aðlagast akstursbanninu

Hópferðabílum er frá og með deginum í dag óheimilt að ...
Hópferðabílum er frá og með deginum í dag óheimilt að aka innan skyggða reitsins á myndinni. Mynd/Reykjavíkurborg

Akstursbann hópferðabifreiða í miðborg Reykjavíkur tók gildi í dag. Auk bannsins hefur borgin sett tilmæli um akstursstefnu hópbifreiða um götur í útjaðri bannsvæðisins en einhverjir rekstraraðilar hópferðabíla segjast þurfa lengri tíma til aðlögunar svo unnt sé að virða tilmæli um akstursstefnu.  

„Þetta eru viðamiklar breytingar og þetta er svolítið flókið í ferli og það eru margir bílstjórar sem eru misjafnlega vanir sem þurfa náttúrlega bara að aðlagast nýjum venjum og breyttri aðferð,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í samtali við mbl.is.

Þá reka kynnisferðir Hop-on Hop-off hópferðabílana sem bjóða upp á útsýnisferðir í tveggja hæða rútum þar sem farþegar geta hlustað á upptöku með leiðsögn um borgina. Breyta þarf leiðakerfi slíkra ferða í takt við bannið og tilmæli um akstursstefnu og mun það taka einhvern tíma til viðbótar að sögn Kristjáns. 

Kynnisferðir reka Hop-on Hop-off rúturnar sem bjóða upp á útsýnisferðir ...
Kynnisferðir reka Hop-on Hop-off rúturnar sem bjóða upp á útsýnisferðir um Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

„Það er búið að taka upp á átta tungumálum og keyrt yfir ákveðna punkta þannig það tekur dálítinn tíma að breyta þessu. Við létum bara borgina vita af því að við þyrftum smá aðlögunarfrest í kringum þetta og þeir tóku ekkert illa í það og við erum bara að reyna að vinna í þessu eins hratt og við getum í því,“ segir Kristján.

Tilmæli um akstursstefnu ekki nógu vel kynnt

„Þó að bannsvæðið hafi verið nokkuð vel undirbúið þá finnst mér vinnan vegna akstursstefnunnar ekki hafa verið nógu vel kynnt og vel undirbúin þannig það gæti tekið smá tíma fyrir okkur að aðlaga okkur að því,“ segir Kristján.  

Þá telur Kristján ekki vera óeðlilegt að einhverjir byrjunarörðugleikar verði fyrstu daga bannsins. „Bara í okkar fyrirtæki þá erum við að kynna þetta fyrir 300 bílstjórum og sem keyra 130 bíla. Þá eru ótalin öll önnur fyrirtæki og þá er ég ekki bara að tala um rútufyrirtæki heldur líka afþreyingafyrirtæki sem eru með jeppa og svoleiðis,“ segir Kristján.

„Við fylgjum auðvitað þessum breytingum sem borgin er að innleiða [...] við þurfum bara smá tíma til þess.“

mbl.is

Innlent »

Snappari í aðalhlutverki

14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »

Beltagrafa til bjargar báti á Hólmavík

11:51 Björgunarsveit var ræst út á Hólmavík á þriðja tímanum í nótt vegna báts sem losnað hafði frá bryggju. Báturinn, sem er 58 ára gamall togbátur, ber nafnið FÖNIX ST-177 en hann vegur um 190 tonn og er úr stáli. Meira »

Listi Samfylkingarinnar samþykktur

10:59 Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki á fundi á Hótel Natura í morgun. Meira »

Tóku þátt í rafrænni kosningu VG

11:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Líf Magneudóttir borgarfulltrúi tóku þátt í rafrænni kosningu hjá VG í Reykjavík á skrifstofu flokksins við Túngötu í morgun. Meira »

Tæplega 440 útskrifast í dag

10:42 Tæplega 440 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi brautskrást frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Háskólabíói klukkan 13 í dag. Meira »

Ekkert tjón hjá N1

10:29 Bensínafgreiðsla gekk hnökralaust í N1 Skógarseli í gær, þrátt fyrir að vatn flæddi um götuna. mbl.is birti í gær myndband þar sem sést hvernig vatn flæddi inn á svæði bensínstöðvarinnar og allt að bensíndælunum. Meira »

Keppa um titilinn Kokkur ársins 2018

10:23 Fimm manna úrslitakeppni í keppninni Kokkur ársins fer fram í Hörpu í dag. Húsið er opið fyrir alla gesti frá klukkan 13 til 18. Meira »

Björgunarsveitarmenn festu skiltið

09:45 Skiltið sem hékk á bláþræði framan á hótelinu Hlemmur Square í gærkvöldi var fest kirfilega af björgunarsveitarmönnum áður en þeir héldu heim á leið. Meira »

Hálkublettir á Holtavörðuheiði

09:42 Helstu vegir á Suðurlandi eru greiðfærir en þó er krapi á Hellisheiði sem verið er að hreinsa. Sömu sögu er að segja af Norðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Fróðárheiði er lokuð vegna ófærðar, sem og Þingskálavegur (nr. 268) sem er ófær vegna vatnsskemmda. Meira »

Út af veginum við Höfðabakka

08:33 Tilkynnt var um umferðaróhapp á Höfðabakka laust fyrir miðnætti. Þar hafði bifreið verið ekið út af veginum.  Meira »

Tveir fangelsaðir í Eyjum

07:53 Tveir karlmenn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt.  Meira »

Vatni dælt úr raðhúsum í Frostaskjóli

09:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í fjögur útköll það sem af er morgni vegna vatnsveðursins í nótt, þar á meðal í kjallara tveggja raðhúsa í Frostaskjóli í Vesturbænum. Meira »

Fastir veturgestir við Ísland

08:18 Óvenju margir haftyrðlar fundust á götum Vestmannaeyjabæjar í desember og janúar, að því er segir á heimasíðu náttúrugripasafnsins Sæheima. Haftyrðill er minnstur svartfugla og hánorræn tegund. Meira »

Suðaustanstormur á leið austur

07:39 Suðaustanstormur er á leið austur yfir landið og rignir talsvert samfara skilunum. Mikil úrkoma verður suðaustanlands fram undir hádegi. Meira »
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...