Vegagerðin fær 56,5% af eldsneytisgjöldum

Tekjur ríkissjóðs af bílum hafa aukist á síðustu árum.
Tekjur ríkissjóðs af bílum hafa aukist á síðustu árum. mbl.is/Hanna

Aukin eldsneytisnotkun Íslendinga á síðustu árum birtist í auknum skatttekjum ríkissjóðs af eldsneyti. Þær jukust úr 36 milljörðum 2012 í 44,4 milljarða 2016.

Þótt olíuverð hafi lækkað mikið og krónan styrkst hafa föst krónugjöld skilað hærri skatttekjum af eldsneyti. Virðisaukaskattur leggst svo ofan á gjöldin.

Samkvæmt talningu Vegagerðarinnar er umferð að aukast. Skatttekjur af eldsneyti munu því að óbreyttu aukast. Virðisaukaskattur af vöru- og kolefnisgjaldi á bensín var 3.139 milljónir í fyrra. Þá var virðisaukaskattur af vöru- og kolefnisgjaldi á olíu 2.484 milljónir. Samtals var virðisaukaskattur vegna þessa 5.623 milljónir.

Hlutfall af gjöldum

Sigurður Guðmundsson, skipulagsfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu, segir virðisaukaskattinn hér reiknaðan sem hlutfall af umræddum gjöldum. Til dæmis hafi þrír liðir, almennt og sérstakt vörugjald af bensíni og kolefnisgjald, skilað ríkissjóði 13.081 milljón í fyrra. Sé reiknaður 24% virðisaukaskattur af þeirri upphæð sé útkoman 3.139 milljónir.

Tafla/mbl.is

Um 2,5 milljarðar í vsk. af gjöldum á dísilolíu í fyrra

Þá skilaði olíugjald 9.350 milljónum í fyrra og kolefnisgjald á dísilolíu 1.001 milljón, alls 10.351 milljón. Sé reiknaður 24% virðisaukaskattur af því er útkoman 2.484 milljónir. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns VG, í júní.

Sigurður segir að í svarinu sé einungis tilgreindur virðisaukaskattur sem leggst ofan á gjöldin.

„Virðisaukaskattur er alltaf lagður á hið endanlega söluverð vörunnar. Þar með er innifalið grunnverð vörunnar og öll álagning, þar með talið af hálfu smásala og ríkisins,“ segir Sigurður. Fram kom í svarinu að tekjur ríkissjóðs af vöru- og kolefnisgjöldum á eldsneyti, bifreiðagjaldi og vörugjöldum af ökutækjum námu alls 44,4 milljörðum í fyrra. Sigurður segir að í þessari tölu sé ekki tekið með kílómetragjald, eða svonefndur þungaskattur, sem leggist á ökutæki sem eru 10 tonn eða þyngri.

Samtals rúmir 25 milljarðar

Fram kemur í svari ráðherrans að markaðar tekjur sem renna til vegagerðar séu sérstakt bensíngjald, olíugjald og kílómetragjald. Árið 2016 voru markaðar tekjur til Vegagerðarinnar 17.750 milljónir og framlag úr ríkissjóði 7.339 milljónir, alls 25.089 milljónir. Þá hefur Vegagerðin aðrar tekjur en vegna vegagerðar. Sigurður segir frumvarp í undirbúningi um að leggja af markaðar skatttekjur. Allar tekjur muni færast hjá ríkissjóði. Fjallað var um frumvarpið í áðurnefndu svari ráðherrans. Þar segir að frumvarpið muni „byggja undir þau ákvæði og það hlutverk Alþingis að ákveða hversu miklu fé skuli ráðstafað til einstakra málaflokka hverju sinni“.

Innlent »

Snappari í aðalhlutverki

14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »

Beltagrafa til bjargar báti á Hólmavík

11:51 Björgunarsveit var ræst út á Hólmavík á þriðja tímanum í nótt vegna báts sem losnað hafði frá bryggju. Báturinn, sem er 58 ára gamall togbátur, ber nafnið FÖNIX ST-177 en hann vegur um 190 tonn og er úr stáli. Meira »

Listi Samfylkingarinnar samþykktur

10:59 Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki á fundi á Hótel Natura í morgun. Meira »

Tóku þátt í rafrænni kosningu VG

11:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Líf Magneudóttir borgarfulltrúi tóku þátt í rafrænni kosningu hjá VG í Reykjavík á skrifstofu flokksins við Túngötu í morgun. Meira »

Tæplega 440 útskrifast í dag

10:42 Tæplega 440 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi brautskrást frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Háskólabíói klukkan 13 í dag. Meira »

Ekkert tjón hjá N1

10:29 Bensínafgreiðsla gekk hnökralaust í N1 Skógarseli í gær, þrátt fyrir að vatn flæddi um götuna. mbl.is birti í gær myndband þar sem sést hvernig vatn flæddi inn á svæði bensínstöðvarinnar og allt að bensíndælunum. Meira »

Keppa um titilinn Kokkur ársins 2018

10:23 Fimm manna úrslitakeppni í keppninni Kokkur ársins fer fram í Hörpu í dag. Húsið er opið fyrir alla gesti frá klukkan 13 til 18. Meira »

Björgunarsveitarmenn festu skiltið

09:45 Skiltið sem hékk á bláþræði framan á hótelinu Hlemmur Square í gærkvöldi var fest kirfilega af björgunarsveitarmönnum áður en þeir héldu heim á leið. Meira »

Hálkublettir á Holtavörðuheiði

09:42 Helstu vegir á Suðurlandi eru greiðfærir en þó er krapi á Hellisheiði sem verið er að hreinsa. Sömu sögu er að segja af Norðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Fróðárheiði er lokuð vegna ófærðar, sem og Þingskálavegur (nr. 268) sem er ófær vegna vatnsskemmda. Meira »

Út af veginum við Höfðabakka

08:33 Tilkynnt var um umferðaróhapp á Höfðabakka laust fyrir miðnætti. Þar hafði bifreið verið ekið út af veginum.  Meira »

Tveir fangelsaðir í Eyjum

07:53 Tveir karlmenn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt.  Meira »

Vatni dælt úr raðhúsum í Frostaskjóli

09:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í fjögur útköll það sem af er morgni vegna vatnsveðursins í nótt, þar á meðal í kjallara tveggja raðhúsa í Frostaskjóli í Vesturbænum. Meira »

Fastir veturgestir við Ísland

08:18 Óvenju margir haftyrðlar fundust á götum Vestmannaeyjabæjar í desember og janúar, að því er segir á heimasíðu náttúrugripasafnsins Sæheima. Haftyrðill er minnstur svartfugla og hánorræn tegund. Meira »

Suðaustanstormur á leið austur

07:39 Suðaustanstormur er á leið austur yfir landið og rignir talsvert samfara skilunum. Mikil úrkoma verður suðaustanlands fram undir hádegi. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
NÁNAST ÓNOTAÐUR KÆLISKÁPUR MEÐ FRYSTIHÓLFI
Hæð 85 cm og breidd 48 cm Kr. 15.000,- Sími 848 3216...
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB.
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámsk...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...