Frænka svörtu ekkjunnar fannst í bláberjaöskju

Kranskönguló
Kranskönguló Ljósmynd/Erling Ólafsson

Fyrr í mánuðinum birtist óvæntur laumufarþegi upp úr fötu með portúgölskum bláberjum á heimili í Garðabæ. Þar var á ferðinni svokölluð kranskónguló, skyld hinni eitruðu svörtu ekkju.

Erling Ólafsson skordýrafræðingur fékk kóngulóna í hendur, náði að greina hana og gefa henni íslenskt nafn. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi tegund berst til Íslands svo staðfest sé,“ segir Erling í Morgunblaðinu í dag.

„Ég fékk að vita af henni á fésbókinni og svo var komið með hana til mín. Ég náði af henni mynd og tókst að koma nafni á hana með aðstoð annarrar fésbókar í útlöndum,“ en Erling heldur úti fésbókarsíðunni Heimur smádýranna, þar sem hann fræðir Íslendinga um skordýr og önnur smádýr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »