Á fleygiferð með þeim bestu

Kristín Edda Sveinsdóttir er hér fyrir miðri mynd í íslenska ...
Kristín Edda Sveinsdóttir er hér fyrir miðri mynd í íslenska landsliðsbúningnum að keppa á Smáþjóðaleikunum, sem haldnir voru í San Marínó fyrr í sumar. Hún segir að hraði íþróttarinnar sé það sem heilli mest. Ljósmynd/David Robertson

Evrópumótið í götuhjólreiðum var haldið í Herning í Danmörku, dagana 2.-6. ágúst. Ísland átti sex fulltrúa á mótinu, fjóra karla og tvær konur. Keppt var í þremur flokkum karla og kvenna; yngri, U23 (19-22 ára), og úrvals. Hæst bar árangur Kristínar Eddu Sveinsdóttur í yngri flokki kvenna þar sem stelpur á aldrinum 17-18 ára keppa.

Kristín varð 24. af 87 keppendum og var hún jafnframt í fremsta hóp keppenda. Kom hún í mark á sömu sekúndu og sigurvegarinn en alls komu 30 í mark á nánast sama tíma. Er þetta einn besti árangur sem Íslendingur hefur náð í hjólreiðakeppni í útlöndum.

Aðspurð hvort hún hafi búist fyrirfram við svo góðum árangri í keppninni segir Kristín í samtali við Morgunblaðið að hún hafi alls ekki búist við því en hún var búin að eiga misheppnað keppnissumar sökum veikinda.

Viðraði illa til hjólreiða

Vegalengdin sem Kristín Edda hjólaði var 60 kílómetrar en mikil rigning var á keppnisdegi og hvasst. Mikið var um slys meðan á mótinu í Herning stóð og var það rakið til veðursins.

Aðspurð hver lykillinn sé að góðum keppnisárangri segir Kristín að mikilvægt sé að vera góður í að staðsetja sig rétt í hópi keppenda og hafa taktíkina á hreinu. Þá sé mikilvægt að halda í við fremsta hóp því keppendur eru dæmdir úr leik ef þeir dragast of mikið aftur úr.

Framtíðarskref Kristínar í hjólreiðum eru að hennar sögn að komast í lið í útlöndum og keppa í næsta flokki fyrir ofan, þ.e. U23, en sá flokkur er tiltölulega nýr innan götuhjólreiða kvenna. Hún hefur undanfarna mánuði æft og búið í Danmörku.

Keppnishjól í fermingargjöf

Kristín segir að áhugi sinn á hjólreiðum hafi vaknað þegar hún var í kringum fermingaraldur. Fékk hún keppnishjól í fermingargjöf og hefur æft af krafti síðan þá með Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Jafnframt segir hún að það sé hraðinn sem sé mest heillandi við íþróttina. Að hennar sögn er götuhjólreiðamenningin hér á landi alltaf að aukast með hverju ári. Þó sé þörf á fleira yngra fólki í íþróttina.

Mikil sókn í keppnishjólreiðum

Ísland sendi í fyrsta sinn fulltrúa á Evrópumót í götuhjólreiðum þegar mótið var haldið í Danmörku í byrjun ágúst. Íslenskir keppendur hafa hins vegar tekið þátt í heimsmeistaramótum og Evrópumótum í fjallahjólreiðum á síðustu árum, segir Maurice Zschirp, formaður hjólreiðasambandsins.

Um helgina fer Evrópumót í maraþon-fjallahjólreiðum fram þar sem Ísland verður með fulltrúa. Auk þess var Evrópumót í víðavangshjólreiðum (e. cross-country cycling) í lok júlí þar sem íslenskir keppendur tóku þátt. Maurice segir að mikil aukning hafi orðið í keppnishjólreiðum á Íslandi undanfarin ár. Auk þess æfi margt ungt og efnilegt hjólreiðafólk hjá ýmsum félögum og framtíðin sé björt.

Innlent »

Veltan eykst talsvert minna

07:37 Nýjar tölur Hagstofunnar sýna að verulega hægði á veltuaukningu í byggingarstarfsemi hér á landi í fyrra samanborið við árið 2016. Aukningin í fyrra var 14,8% en árið þar á undan 36,1%. Meira »

„Leiðindaveður“ í kortunum

07:03 Í dag og á morgun verður víða vætusamt og milt veður á landinu samfara suðlægum áttum. Þá mun norðaustanáttin ná inná vestanverðan Vestfjarðakjálkann með slyddu eða snjókomu annað kvöld Meira »

Ók utan í lögreglubíl á flótta

06:43 Um klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að verið væri að reyna að brjótast inn í fyrirtæki á Stórhöfða. Er lögreglan kom á vettvang voru meintir þjófar í bifreið sem ekið var um Stórhöfða. Ökumanninum var gefið merki um að stöðva bílinn en þá var honum ekið áfram og utan í lögreglubíl sem á móti kom. Meira »

Lögðu hald á skotvopn

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skotvopn og ætluð fíkniefni í húsleit í íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar koma ekki fram frekari upplýsingar um málið. Meira »

Metsala á lúxusíbúðum

05:30 Líklegt er að nýtt sölumet hafi verið sett á íslenskum fasteignamarkaði í Bríetartúni 9-11. Íbúðirnar fóru í sölu í síðustu viku og er nú tæplega helmingur seldur. Meira »

Umdeild próf ekki birt að sinni

05:30 „Við munum hlíta þessum úrskurði og gerum prófin opinber. Við munum birta sjálf prófin á heimasíðunni okkar. Svo erum við að skoða tæknilega útfærslu á því að birta niðurstöður nemenda eins og þær koma út úr prófakerfinu okkar.“ Meira »

Fasteignagjöld hækkuðu um 35%

05:30 Dæmi eru um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 35% á árunum 2016 til 2018.  Meira »

Íslendingar leita sannleikans í DNA

05:30 Íslendingar eru góðir kúnnar danska fyrirtækisins DNAtest.dk, en um fimm Íslendingar eru vikulega í viðskiptum við fyrirtækið. Meira »

Tekjulágir fái persónuafslátt

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að endurskoðun tekjuskattskerfisins sé nú að hefjast hjá hópi sérfræðinga, samanber yfirlýsingu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika í tilefni af mati á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Meira »

Kynna loftslagsáætlun síðar í ár

05:30 „Stjórnvöld munu að sjálfsögðu sinna ákallinu í loftslagsmálum. Það sést best á stjórnarsáttmálanum sem vitnar um mikinn metnað í þeim málum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Meira »

Áskorun um að beita hlutarfjáreign

05:30 Stjórn Afls – starfsgreinafélags sendi frá sér ályktun í kjölfar stjórnarfundar seinni partinn í gær. .  Meira »

Andlát: Guðmundur Sighvatsson

05:30 Guðmundur Rúnar Sighvatsson, fyrrverandi skólastjóri Austurbæjarskóla í Reykjavík, lést sl. mánudag á Landspítala, 66 ára að aldri. Meira »

„Höfuðborgin heitir Reykjavík“

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, upplýsti í skriflegu svari á Alþingi í gær að opinbert nafn sveitarfélagsins þar sem höfuðborg Íslands er staðsett væri Reykjavíkurborg. Meira »

Handtekinn innan við 5 mínútum síðar

Í gær, 22:48 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í Landsrétti í máli ákæruvaldsins á hendur honum. Meira »

Upptökur á annarri plötu Kaleo

Í gær, 20:38 Strákarnir í Kaleo vinna nú að plötunni sem kemur í kjölfarið á hinni geysivinsælu A/B sem kom út fyrir tæpum tveimur árum. Sveitin hefur að undanförnu verið í upptökum og hér má sjá myndir af ferlinu í sögufrægum hljóðverum sem Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari sveitarinnar tók. Meira »

Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarp

Í gær, 23:16 Yfir eitt þúsund danskir læknar hafa sent nefndarsviði Alþingis bréf með undirskriftum þar sem umskurðarfrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, fær stuðning. Meira »

Hernaður Tyrkja „þjóðarhreinsun“

Í gær, 21:10 „Enn á ný verður Kúrdum fórnað fyrir sérhagsmuni voldugs ríkis og í þessu tilviki eru það Tyrkir,“ sagði Magnús Þorkell Bernharðsson sagnfræðiprófessor og sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda. Í samtali við mbl.is segir Magnús að hernað Tyrkja gagnvart Kúrdum megi kalla þjóðarhreinsun. Meira »

Heimila niðurrif Sundhallar Keflavíkur

Í gær, 19:55 „Ég er auðvitað mjög ósátt við þetta en er ekki tilbúin að gefast upp í málinu. Þetta er eins og í stríðinu, þessi orrusta tapaðist en stríðinu er ekki lokið.“ Þetta segir Ragnheiður Elín Árnadóttir í samtali við mbl.is. Meira »