Breytt vörugjöld hafa breytt bílasölu

Sala á umhverfisvænni bílum hefur aukist á kostnað stærri bíla.
Sala á umhverfisvænni bílum hefur aukist á kostnað stærri bíla. mbl.is/Sigurður Bogi

„Innflutningur á minni og sparneytnari bílum hefur blómgast. Þessi stefna stjórnvalda að hækka gjöld á stærri bíla, sem menga meira, hefur gengið eftir en mörgum finnst hún samt óréttlát.“

Þetta segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, í Morgunblaðinu í dag um áhrif hækkunar vörugjalda á innflutning á bílum.

„Þeim hefur verið refsað sem þurfa sannarlega stærri bíla, eins og stórar fjölskyldur og fólk á landsbyggðinni sem býr við þannig aðstæður að það þarf öfluga jeppa. Að öðru leyti má segja að þessi neyslustýring stjórnvalda hafi tekist,“ bætir Özur við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert