Dæmdar fyrir að geta ekki gefið brjóst

Mæðurnar sögðu að vegna pressu um brjóstagjöf hafi þær falið ...
Mæðurnar sögðu að vegna pressu um brjóstagjöf hafi þær falið pelagjöfina. AFP

Dæmi eru um að íslenskar konur feli sig inni á salernum til að gefa pela af ótta við að vera dæmdar eða niðurlægðar fyrir að geta ekki gefið brjóst. Þetta er meðal þess sem kemur fram í doktorsritgerð Sunnu Kristínar Símonardóttur við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, sem hún mun verja á morgun.

Í ritgerðinni skoðar Sunna mótun hinnar „góðu“ íslensku móður í gegnum ráðandi orðræður um tengslamyndun, brjóstagjöf og fæðingu.

Ekki ákvörðun að gefa brjóst á Íslandi

Meðal þess sem skoðað er í ritgerðinni eru frásagnir kvenna sem hafa átt í erfiðleikum með brjóstagjöf. Segir Sunna sögurnar hafa staðfest grun sinn um hina gríðarlegu pressu sem sett er á mæður um að gefa brjóst. „Á Íslandi er það ekki ákvörðun að gefa brjóst heldur er bara gengið út frá því. Erlendis eru konur spurðar hvort þær vilji hafa barn á brjósti en hér á landi er spurt hversu lengi þær vilja hafa börn á brjósti,“ segir Sunna.

Sunna Símonardóttir.
Sunna Símonardóttir.

Segir hún konur sem eiga í erfiðleikum með brjóstagjöf eða geta ekki haft börn sín á brjósti upplifa mikla skömm. „Þeim finnst þær hafa brugðist barninu, þær séu annars flokks mæður og halda jafnvel að börnin þeirra verði annars flokks því þau fengu ekki brjóstamjólk,“ segir Sunna og bendir á að mæður mæti ákveðinni orðræðu innan heilbrigðiskerfisins sem geti haft alvarlegar afleiðingar.

Stoppaðar og yfirheyrðar af ókunnugu fólki

Að sögn Sunnu upplifðu konurnar sem sögðu henni frá sinni reynslu þrýsting um að gefa brjóst frá heilbrigðisstarfsfólki, fjölskyldumeðlimum og vinum. „Þær lentu jafnvel í því að ókunnugt fólk stoppaði þær úti á götu til að yfirheyra þær um hvers vegna þær væru ekki með barnið sitt á brjósti,“ segir Sunna og bætir við að vegna þessarar miklu pressu hafi margar kvennanna falið pelagjöfina.

Spurð um það hvort þessi reynsla geti valdið alvarlegum afleiðingum hjá konum sem eiga í erfiðleikum með að gefa brjóst svarar Sunna játandi. „Þetta getur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir sjálfsmyndina. Þær töluðu um kvíða, þunglyndi og áfallastreituröskun sem fylgifisk þessarar reynslu,“ segir Sunna. Þá segir hún margar kvennanna hafa upplifað þöggun, og haldið að þær væru þær einu sem höfðu gengið í gegnum þessa reynslu. „Ég fann mjög sterkt fyrir því hvað þær voru glaðar að einhver skyldi hafa áhuga á þeirra reynslu eftir að þær höfðu upplifað þessa þöggun.“

Mæður sem áttu í erfiðleikum með að gefa brjóst eða ...
Mæður sem áttu í erfiðleikum með að gefa brjóst eða gátu það ekki upplifðu skömm. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Móðirin aðalumönnunaraðili en faðirinn ósýnilegur

Auk frásagna kvennanna sem áttu í erfiðleikum með brjóstagjöf vann Sunna með viðtöl við ljósmæður, óléttar konur og nýbakaðar mæður. Þá greindi hún texta sem notaðir eru í fræðsluefni um meðgöngu og umönnun.

Sunna segir niðurstöður greiningarinnar á textunum hafa verið afgerandi. „Móðirin er þar skilgreind sem aðalumönnunaraðili barnsins á meðan faðirinn er einhvern veginn ósýnilegur eða í hlutverki aðstoðarmanns,“ segir hún. „Móðirin á að beina allri sinni orku og öllum sínum líkama að barninu; það á að fá næringu, umhyggju, umönnun og hlýju frá móðurinni og ef hún uppfyllir það ekki er hætt á að hún sé skilgreind sem eitthvað annað en góð móðir.“

Á ekki vel saman við samfélagsleg gildi Íslendinga

Þá segir hún uppeldisaðferðir út frá kenningum um tengslamyndun að mörgu leyti vera kvenfjandsamlegar. „Í kenningum eins og um svokallað tengslauppeldi er öll ábyrgðin sett á herðar móðurinnar og pabbinn er algjör aukastærð,“ segir hún og bendir á að það eigi ekki sérstaklega vel saman við samfélagsleg gildi sem Íslendingar kveðjist standa fyrir. „Við búum auðvitað á Íslandi þar sem orðræðan er á þann veg að við séum jafnréttisparadís og viljum að feður taki jafnan þátt, og tölum um fæðingarorlof fyrir feður en þetta á ekki sérstaklega vel saman við það.“

Hún segir því mikilvægt að átta sig á því að hugmyndafræði sem þessi sé ekki heilagur sannleikur, heldur aðeins hugmyndir og orðræða sem hver og einn getur tekið sjálfstæða afstöðu til.

Sunna segir að í kenningum eins og um svokallað tengslauppeldi ...
Sunna segir að í kenningum eins og um svokallað tengslauppeldi sé öll ábyrgðin sett á herðar móðurinnar og faðirinn sé algjör aukastærð. Mynd/Monkey Business

Móðurhlutverkið lengi verið henni hugleikið

Sunna segir ástæður þess að hún ákvað að skrifa um þetta efni; móðurhlutverkið og ýmislegt því tengdu, hafi verið þær að efnið sé henni hugleikið, auk þess sem aldrei hafi verið gerð rannsókn af þessu tagi hér á landi.

Sunna lauk námi í bókmennta- og kynjafræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og meistaraprófi í kynjafræði frá University of Leeds árið 2008. Þá er hún sjálf móðir og hefur fylgst með móðurhlutverkinu frá ýmsum sjónarhornum. „Þetta hefur lengi verið mér hugleikið og ég hef mikinn áhuga á því hvernig hugmyndir um móðurhlutverkið þróast,“ segir hún.

AFP

Ritgerðin er greinasafn þar sem fjórar vísindagreinar liggja til grundvallar. Rannsóknin skoðar með hvaða hætti vísindaleg orðræða skilgreinir og skapar hina ,,góðu“ móður og hvernig ráðandi orðræður hafa áhrif á sjálfsskilning íslenskra mæðra. Með rannsókninni skoðar Sunna ríkjandi orðræður um móðurhlutverkið á Íslandi og setur í samhengi við fræðilega umfjöllun um foreldramenningu, mæðrun og feðrun og femínískar og póst-strúktúralískar kenningar um ögun og samspil valds og þekkingar.

Sunna mun verja ritgerðina í hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 14:00 og er öllum opin. Andmælendur eru dr. Charlotte Faircloth, dósent í Félagsvísindum við University of Roehampton og dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Leiðbeinandi Sunnu er dr. Ingólfur V. Gíslason dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands.

mbl.is

Innlent »

Söfnuðu 1,3 milljónum fyrir Hjartavernd

11:46 Krónan og Hamborgarafabrikkan stóðu fyrir söfnun þar sem 1,3 milljónir króna söfnuðust til handa Hjartavernd.   Meira »

Horfið frá samráði með breytingunni

11:28 Samtök ungra bænda (SUB) gagnrýna harðlega þá ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að leysa upp samráðshóp sem endurskoða átti búvörusamninga og skipa þess í stað nýjan samráðshóp sem er tæplega helmingi fámennari. Meira »

Sérstakur í keppni í sakfellingum

11:25 Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrum stjórnarformaður Glitnis, sagði fyrir Héraðdómi Reykjavíkur í morgun að embætti sérstaks saksóknara væri í einskonar keppni í sakfellingum og byggi til nýjar túlkanir á því sem hefðu verið almennir starfshættir í íslensku viðskiptalífi. Meira »

„Ætlum að hætta að vera dicks“

11:17 „Við þurfum öll að vera með og takast á við þetta,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, á sameiginlegum morgunverðarfundi stjórnálaflokkanna í morgun þar sem metoo byltingin var til umræðu. Meira »

„Þú ættir að tala við pabba þinn“

10:51 „Byltingin hefur valdið ótrúlegri hugarfarsbreytingu á skömmum tíma,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á sameiginlegum morgunverðarfundi stjórnálaflokkanna í morgun. Yfirskrift fundarins var #metoo: Hvað svo? Meira »

Konur meirihluti aðstoðarmanna

10:01 Konur eru í meirihluta þeirra aðstoðarmanna sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ráðið. Samtals eru aðstoðarmennirnir nítján þegar þetta er skrifað, þar af tíu konur og níu karlar. Til samanburðar voru sjö konur og níu karlar aðstoðarmenn ráðherra í síðustu ríkisstjórn. Meira »

Fundað um metoo í beinni

08:30 Sameiginlegur morgunverðarfundur stjórnmálaflokka á Ísland vegna #metoo-byltingarinnar fer fram á Grand hóteli. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og er hægt að fylgjast með streymi af fundinum hér. Meira »

Þæfingur í Kjósarskarði

08:38 Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en þæfingsfærð í Grafningi og Kjósarskarðsvegi. Hálkublettir og hvassviðri er undir Eyjafjöllum. Meira »

Vilja fá greiddan uppsagnarfrest

08:18 „Við höfum verið að senda honum innheimtubréf sem hann hefur ekki svarað,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR, sem fer með mál fyrrverandi starfsmanna verslunarinnar Kosts gegn Jóni Geraldi Sullenberger, eiganda Kosts. Meira »

92 framvísuðu fölsuðum skilríkjum

08:14 Metfjöldi skilríkjamála kom til kasta flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári. Þá komu upp samtals 92 mál þar sem framvísað var fölsuðum skilríkjum eða skilríkjum annarra. Meira »

Leita samstarfs um nýtingu úrgangs

07:57 Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) leitar að sveitarfélagi á landsbyggðinni sem vill taka þátt í tilraunaverkefni um nýtingu lífræns úrgangs til orku- og næringarefnavinnslu. Hugmyndin er að vinna metangas og áburð. Meira »

Sósíalistaflokkurinn íhugar framboð

07:37 Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokks Íslands, segir að ákvörðun um hvort Sósíalistaflokkurinn bjóði sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum muni liggja fyrir á næstu vikum. Meira »

Austanhvassviðri og úrkoma

06:48 Spáð er austan hvassviðri eða stormi með úrkomu á suðurhelmingi landsins í dag og eins hvessir með ofankomu á Norðurlandi í kvöld. Meira »

Nafn Rúriks misnotað

05:36 Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kemur að stofnaðir hafi verið falskir samfélagsmiðlareikningar í hans nafni. Um er að ræða reikninga á Snapchat og Tinder. Meira »

Vilja reisa verksmiðju

05:30 Áform eru uppi um að reisa steinullarveksmiðju vestan við Eyrarbakka, sem gæti skapað allt að 50 ný tæknistörf. Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir lóð undir verksmiðjuna. Meira »

Slys á Reykjanesbraut

06:40 Ökumaður bifreiðar var fluttur talsvert slasaður á Landspítalann um hálftólfleytið í gærkvöldi eftir að hafa ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut á móts við Rauðhellu. Meira »

Þingið kemur saman

05:30 Alþingi kemur saman í dag í fyrsta skipti á nýju ári. Stjórnmálaflokkarnir sammæltust um helgina um að hefja þingstörf á almennum leiðtogaumræðum um stöðu stjórnmálanna. Meira »

Óvenjumörg banaslys í upphafi árs

05:30 Það sem af er ári hafa þrír látist í banaslysum í umferðinni, en það eru jafnmargir og samanlagður fjöldi banaslysa í janúar síðustu fimm ár. Í öllum tilvikum á þessu ári hafa ökumennirnir verið ungir karlmenn. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
Ford Ranger double cab,4x4 Diesel 2005
Ford Ranger díesel 2005 double cab með húsi,ekinn 294þ.5 gíra.góð dekk, smurbók,...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...