Ekki formannsins að segja sína skoðun

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að viðra sínar ...
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að viðra sínar skoðanir á nafnabreytingu fyrr en á landsfundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formaður Samfylkingarinnar segist enn vera að melta þá hugmynd sem upp er komin innan Samfylkingarinnar að flokkurinn breyti um nafn. Hann er ekki viss um að það sé hlutverk formanns að rjúka til og segja sína skoðun.

Eva H. Baldursdóttir, varaborgarfulltrúi flokksins, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag og kallaði eftir umræðu um málið. „Það er til umræðu hjá okkur í Samfylkingunni að breyta nafninu. Hvað finnst ykkur?“ skrifaði hún.

Flokksmenn og aðrir hafa ekki legið á skoðunum sínum í athugasemdum við færsluna. Margir taka hugmyndinni fagnandi og vilja sjá orðið jafnaðarmaður í nafni flokksins á meðan aðrir segja hana fáránlega, vandræðalega og lykta af örvæntingu. Sjálf segir Eva flokkinn eiga að vera óhræddan við breytingar. Henni þyki nafnið jafnaðarflokkur afskaplega fallegt og það hafi sterka pólitíska skírsotun.

Fólkið í flokknum fái að velta þessu fyrir sér

Logi er ekki jafn skoðanaglaður. „Það eru nokkrir klukkutímar síðan ég sá þetta og hef ekki komist að neinni niðurstöðu. Þar fyrir utan er ég ekki viss um að formaður í flokki eigi að rjúka til strax og kveða upp sinn dóm. Mér finnst bara allt í lagi að fólkið í flokknum fái að velta þessu fyrir sér og að það sé góð umræða um málið. Svo mun ég eins og annað fólk leggja eitthvað inn í umræðuna á landsfundi og kjósa eins og mér finnst,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is.

Hann sér því ekki fyrir sér að tala fyrir einni hugmynd eða annarri, fyrr en hugsanlega á landsfundi flokksins, þann 27. október næstkomandi. „Ég held jafnvel að það væri ekki gott. Ekki fyrst að hugmyndin kemur frá einstaklingum en ekki forystu flokksins.“

Hann segir hugmyndina koma fram í tengslum við landsfundinn, líkt og margar aðrar hugmyndir. „Við erum með mjög virkt grasrótarlýðræði sem gerir öllum félagsmönnum kleift mögulegt að senda inn tillögur að stefnu- eða lagabreytingum. Eftir því sem ég veit best þá er þetta eins slík tillaga sem verður rædd fram og til baka.“

Búinn að ákveða sig varðandi framboð

Þeir sem eru hlynntir breytingum á nafninu segja það undarlegt að nota ekki orðið jafnaðarmaður í nafni flokksins. Logi bendir hins vegar á að því hafi verið bætt inn árið 2013 og að flokkurinn heiti nú Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands. „Það er auðvitað ákveðið sjónarmið sem er vert að hlusta á. Svo eru önnur sjónarmið sem segja eitthvað annað. Það er eins og gengur og svo er það almennra félagsmanna að vega og meta.“

Aðspurður hvort nýtt nafn gæti haft áhrif á fylgi flokksins svarar Logi: „Kjörnir fulltrúar eru í þeirri stöðu að þeir fylgja stefnu flokksins síns. Þá skiptir ekki hvernig lógóð er á litinn eða hvert nafnið er. Hlutverk okkar er það sama og við höldum okkar striki. Þetta er engu að síður skemmtilegt innlegg í umræðuna og verður til þess að skoðanaskipti verða virkari innan okkar hóps og það er til góðs.“

Logi vill ekki gefa það upp hvort hann hyggst bjóða sig fram til formanns á landsfundinum, en hann segist þó vera búinn að gera upp hug sinn. Mun hann tilkynna ákvörðun sína flokksmönnum fljótlega.

mbl.is

Innlent »

Síðasti „hvellurinn“ í langri hrinu

17:58 Spár gera ráð fyrir enn einu leiðindaveðrinu síðdegis á morgun og annað kvöld. Veðurfræðingur segir þó huggun harmi gegn að allt líti út fyrir að hvellurinn á morgun sé sá síðasti í bili. Meira »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »

Skilur ekkert í „ísköldu mati“ Bjarna

17:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekkert skilja í nýjasta „ískalda hagsmunamati“ Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Arion banka. Meira »

Uppsagnir hjá sýslumanni Vestlendinga

17:22 Talsverðar breytingar eru framundan í hagræðingarskyni á skrifstofum sýslumannsins á Vesturlandi. Starfsmönnum verður fækkað um þrjá og starfshlutfall þriggja annarra verður lækkað, en tilkynnt var um þessar breytingar í síðustu viku. Meira »

Sameining skilar lægri rekstrarkostnaði

17:12 Eftir að þrjár ríkisstofnanir voru sameinaðar í eina stofnun, Samgöngustofu, hefur rekstrarkostnaðurinn lækkað. Árið 2013 voru Siglingastofnun Íslands, Umferðarstofa og Flugmálastjórn Íslands sameinaðar undir einn hatt, Samgöngustofnun. Meira »

Missti af 10 milljóna króna vinningi

16:33 Hæstiréttur sýknaði í dag Happdrætti Háskóla Íslands af skaðabótakröfu karlmanns. Maðurinn hafði samið um það við happdrættið að happdrættismiði yrði endurnýjaður mánaðarlega með skuldfærslu á kreditkort hans. Meira »

Fimm áskrifendur á leið til Cincinnati

16:42 Fimm áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins duttu í lukkupott­inn í morg­un þegar dregið var í happ­drætti Morg­un­blaðsins. Vinn­ings­haf­arn­ir hljóta hver fyr­ir sig gjafa­bréf fyr­ir tvo til Cincinnati í Banda­ríkj­un­um með WOW air. Meira »

Saur makað á útidyrahurðina

16:26 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að kona skuli sæta nálgunarbanni gagnvart barnsföður sínum í sex mánuði. Ekki var fallist á að konan skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart tveimur sonum þeirra eins og Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað. Meira »

„Þetta er bara annað módel“

16:18 „Þetta er bara annað módel,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður út í áform félagsins um að stofna leigufélag á sama tíma og það er þátttakandi í slíku félagi innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og hvort það sé ekki ávísin á óhagræði. Meira »

Pawel gefur kost á sér í borginni

15:57 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að gefa kost á sér til framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Landsréttur metur Arnfríði hæfa

15:38 Landsréttur úrskurðaði rétt í þessu að kröfu þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti dómara í máli umbjóðanda Vilhjálms H. Vilhjálmssonar er hafnað. Meira »

Háskólanemi leigir þjónustuíbúð

14:57 Sverrir Heiðar Davíðsson, 21 árs gamall háskólanemi í hugbúnaðarverkfræði, fékk leiguíbúð í Lönguhlíð þrjú, þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Velferðarráð Reykjavíkurborgar tekur þátt í tilraunaverkefni og býður háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða. Meira »

Skoðar úrbætur sem varða kynferðislegt ofbeldi

14:38 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað stýrihóp um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Meginhlutverk hópsins er að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og að Ísland sé í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi. Meira »

Ógjörningur að stöðva einn mann

13:45 „Það er nánast ógjörningur að stöðva einn mann sem ákveður að bregðast trausti og misnota upplýsingar,“ segir framkvæmdastjóri markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar. „Við erum mjög sorgmædd yfir að þetta hafi gerst og í okkar huga er þetta bara mannlegur harmleikur.“ Meira »

Sýkna það eina í stöðunni

14:46 Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist ekki sjá neitt annað í stöðunni en að Hæstiréttur sýkni fimmmenningana sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir 38 árum, fallist hann á skilyrði endurupptöku málanna. Meira »

Mæling í þvagi verði ekki lengur notuð

14:14 Vinna við frumvarp til nýrra umferðarlaga stendur yfir í ráðuneyti samgöngumála en í því verður lögð til sú grundvallarbreyting frá gildandi lögum að mæling á mögulegri ávana- og fíkniefnaneyslu ökumanns, sem grundvöllur að ályktun um að hann teljist undir áhrifum slíkra efna og því óhæfur til að aka ökutæki, fari aðeins fram á blóði ökumanns. Meira »

Fylla upp í holur í Mosfellsbæ

13:34 Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar hófust í morgun handa við viðgerðir á holum sem hafa valdið mörgum bílstjórum vandræðum síðasta sólarhringinn í Mos­fells­bæ á Vest­ur­lands­vegi. Meira »
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
VÖNDUÐ OG VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...