Samþykkja byggingu 155-185 íbúða fyrir fatlaða

Í fyrsta áfanga, sem nær yfir árabilið 2018-2020, er gert …
Í fyrsta áfanga, sem nær yfir árabilið 2018-2020, er gert ráð fyrir 80-90 íbúðum, í öðrum áfanga, sem tekur yfir árabilið 2021-2025, er gert ráð fyrir 40-50 íbúðum og í þriðja áfanga, sem nær til ársins 2030, er gert ráð fyrir 35-45 íbúðum. ljósmynd/norden.org

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag uppbyggingu á 155-185 íbúða fyrir einstaklinga með fötlun að því er segir í tilkynningu frá borginni.

Um er að ræða þriggja áfanga áætlun, sem nær til ársins 2030, og sem unnin er í samræmi við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar og stefnu Reykjavíkurborgar í þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum. Er uppbyggingaráætluninni ætlað að koma til móts við þá einstaklinga sem nú eru á biðlista eftir sértækum húsnæðisúrræðum og þeim sem koma til með að þurfa á slíku húsnæði að halda.

Í fyrsta áfanga, sem nær yfir árabilið 2018-2020, er gert ráð fyrir 80-90 íbúðum, í öðrum áfanga, sem tekur yfir árabilið 2021-2025, er gert ráð fyrir 40-50 íbúðum og í þriðja áfanga, sem nær til ársins 2030, er gert ráð fyrir 35-45 íbúðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert