Nauðsynlegt að hafa tvo flugvelli á Suðvesturlandi

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar ...
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar í dag. mbl.is/Golli

Almennt öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar felst fyrst og fremst í að gera viðkomandi stjórnvöldum og björgunarsveitum kleift að bregðast hratt og áreiðanlega við aðstæðum sem borgurum og jafnvel þjóðfélaginu í heils stafar ógn af. Þetta eru megin niðurstöður skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar sem Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við Háskólann í Reykjavík, vann fyrir ráðuneytið.

Þorgeir kynnti skýrsluna í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrr í dag. Skýrslan er sú 127. í röðinni frá árinu 1961 sem fjallar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar.

Jón telur nauðsynlegt að fjalla um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar með tilliti til þeirra vinnu sem fram undan er við mögulegan flutning innanlandsflugs frá Reykjavíkurflugvelli. „Þetta er í fyrsta skipti í allri þessari vinnu sem hefur farið í kringum Reykjavíkurflugvöll sem það er dregið fram mjög skýrt hversu víðtækt og mikilvæg hlutverk flugvallarins er út frá öryggishagsmunum í okkar samfélagi. Það þarf að vanda til verka, þetta er ekki ákvörðun sem hægt er að hlaupa að,“ segir Jón í samtali við mbl.is.  

Í skýrslunni leggur Þorgeir mat á öryggis­hlutverk Reykjavíkurflugvallar og metur hann hvernig og hversu vel núverandi staðsetning og aðrar mögulegar staðsetningar flugvallar fyrir höfuðborgarsvæðið myndu uppfylla þetta hlutverk.

Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri, er höfundur skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar.
Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri, er höfundur skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar. mbl.is/Golli

Nauðsynlegt að hafa tvo flugvelli á Suðvesturlandi

Þorgeir lagði áherslu á samfélagslegt öryggi flugvallarins í máli sínu, það er almennt öryggi landsmanna og almannavarnir, og setti hann þessa þætti í samhengi við meginhlutverk Reykjavíkurflugvallar að vera miðstöð innanlandsflugsins.

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur einnig fram að öryggi þjóðfélagsins og flugöryggi gera það að verkum að tveir flugvellir verða að vera á Suðvesturlandi. Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir hlutverk sitt sem alhliða öryggisflug­völlur afar vel og Hvassahraun er í raun eini hugsanlegi annar kostur en Reykjavíkur­flugvöllur í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins, að mati Þorgeirs. Áður en hægt sé að lýsa því yfir að flugvöllur í Hvassahrauni sé raunhæfur kostur sem innanlandsflugvöllur er þó þörf á miklum undirbúningi.

Þá segir Þorgeir að tryggja verði rekstur Reykjavíkurflugvallar á meðan nýjum flugvelli til að taka við hlutverki hans hefur ekki verið fundinn staður og hann byggður.

Mikilvægt að forðast deilur um miðstöð innanlandsflugs

Jón kynnti skipan nýs starfshóps um framtíð Reykjavíkurflugvallar í dag. Hann telur mikla undirbúningsvinnu fram undan áður en hægt verði að taka málefnalega ákvörðun um framtíð flugvallarins. „Það er mikilvægt að um miðstöð innanlandsflug í landinu séu ekki háværar deilur sem geta skaðað starfsemina. Þetta er hluti af okkar samfélagi og við verðum að hafa alvöru miðstöð innanlandsflugs í landinu.“

„Ég tel að það sé tímabært að við stöldrum við og skoðum þetta af heilum hug. Ég útiloka ekki að það geti orðið flutningur á starfsemi innanlandsflugsins í framtíðinni, en það þarf þá að vera ákvörðun sem tekin verður af mjög ígrunduðu máli,“ segir Jón. Nýskipaður starfshópur tekur til starfa á næstu dögum og býst Jón við að hópurinn muni skila tillögum sínum um mitt næsta ár.   

mbl.is

Innlent »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »

Tóku þátt í rafrænni kosningu VG

11:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Líf Magneudóttir borgarfulltrúi tóku þátt í rafrænni kosningu hjá VG í Reykjavík á skrifstofu flokksins við Túngötu í morgun. Meira »

Beltagrafa til bjargar báti á Hólmavík

11:51 Björgunarsveit var ræst út á Hólmavík á þriðja tímanum í nótt vegna báts sem losnað hafði frá bryggju. Báturinn, sem er 58 ára gamall togbátur, ber nafnið FÖNIX ST-177 en hann vegur um 190 tonn og er úr stáli. Meira »

Listi Samfylkingarinnar samþykktur

10:59 Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki á fundi á Hótel Natura í morgun. Meira »

Tæplega 440 útskrifast í dag

10:42 Tæplega 440 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi brautskrást frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Háskólabíói klukkan 13 í dag. Meira »

Ekkert tjón hjá N1

10:29 Bensínafgreiðsla gekk hnökralaust í N1 Skógarseli í gær, þrátt fyrir að vatn flæddi um götuna. mbl.is birti í gær myndband þar sem sést hvernig vatn flæddi inn á svæði bensínstöðvarinnar og allt að bensíndælunum. Meira »

Keppa um titilinn Kokkur ársins 2018

10:23 Fimm manna úrslitakeppni í keppninni Kokkur ársins fer fram í Hörpu í dag. Húsið er opið fyrir alla gesti frá klukkan 13 til 18. Meira »

Björgunarsveitarmenn festu skiltið

09:45 Skiltið sem hékk á bláþræði framan á hótelinu Hlemmur Square í gærkvöldi var fest kirfilega af björgunarsveitarmönnum áður en þeir héldu heim á leið. Meira »

Vatni dælt úr raðhúsum í Frostaskjóli

09:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í fjögur útköll það sem af er morgni vegna vatnsveðursins í nótt, þar á meðal í kjallara tveggja raðhúsa í Frostaskjóli í Vesturbænum. Meira »

Fastir veturgestir við Ísland

08:18 Óvenju margir haftyrðlar fundust á götum Vestmannaeyjabæjar í desember og janúar, að því er segir á heimasíðu náttúrugripasafnsins Sæheima. Haftyrðill er minnstur svartfugla og hánorræn tegund. Meira »

Hálkublettir á Holtavörðuheiði

09:42 Helstu vegir á Suðurlandi eru greiðfærir en þó er krapi á Hellisheiði sem verið er að hreinsa. Sömu sögu er að segja af Norðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Fróðárheiði er lokuð vegna ófærðar, sem og Þingskálavegur (nr. 268) sem er ófær vegna vatnsskemmda. Meira »

Út af veginum við Höfðabakka

08:33 Tilkynnt var um umferðaróhapp á Höfðabakka laust fyrir miðnætti. Þar hafði bifreið verið ekið út af veginum.  Meira »

Tveir fangelsaðir í Eyjum

07:53 Tveir karlmenn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt.  Meira »
HYUNDAI ix35, 2010
Nýskr. 12/2010, ekinn 99 þ.km, bensín, sjálfsk. 6 gíra, 4x4, góð heilsársdekk, s...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...